Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 25
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997
25
Bretar við Island
Framh. af bls. 23
að senda flugvélar til leitar strax í
birtingu morguninn eftir.
Ljóst þótti þá þegar að litlar lík-
ur voru á því að einhver af áhöfn
togaranna tveggja hefði komist lífs
af. Talið var að engir möguleikar
hefðu verið á því að sjósetja björg-
unarbáta og því var eina vonin að
einhverjir hefðu komist í gúmbát-
ana. En jafnvel þótt það hefði tek-
ist voru lífslíkur manna mjög litlar í
því hafróti og þeim fimbulkulda
sem var á svæðinu. Engir neyðar-
sendar voru þá komnir í slíka báta
og leit að þeim því nánast eins og
leit að nál í heystakk. Um kvöldið
var Slysavarnafélagið í stöðugu
sambandi við togarana fyrir vestan
og naut við það aðstoðar Isafjarð-
arradíós. Sögðu togaramenn, að á
þeim slóðum þar sem þeir héldu
sjó, væru um 10 vindstig og hauga-
sjór. Hins vegar var ekki mikil ís-
ing þar sem þeir voru og töldu þeir
skipin ekki vera í hættu.
Egill rauði strandar
Um kvöldmatarleytið barst enn
ein slysafréttin þennan sorgardag.
Togarinn Egill rauði frá Neskaup-
stað var strandaður undir Grænu-
hlíð en þangað hafði hann leitað
landvars. Ægilegt brimrót var á
strandstaðnum og áhöfn skipsins í
bráðri hættu. Fyrst eftir strandið
var loftskeytasamband við togar-
ann en það rofnaði um hálfri
klukkustundu síðar. í síðasta
skeytinu frá Agli rauða greindi
Axel Óskarsson loftskeytamaður
frá því að sjór væri kominn í loft-
skeytaklefann og að dautt væri á
ljósavélum skipsins og það því með
öllu Ijóslaust.
Þegar í stað hófst leit að
strandstaðnum og fundu togarar
sem þarna voru fljótlega strand-
staðinn sem var um eina sjómflu
fyrir innan innra hornið á Grænu-
hlíð. Reyndu þeir að lýsa upp stað-
inn með ljóskösturum og farið var
á björgunarbátum upp undir
strandstaðinn en ekki komust bát-
arnir það nærri að viðlit væri að
bjarga mönnunum af sjó. Björgun-
arsveit frá ísafirði lagði fljótt af
stað og fór með tól sín og tæki með
vélbátnum Heiðrúnu frá Bolung-
arvík yfir Djúpið. Varðskipið Ægir
kom einnig á vettvang en það hafði
legið við akkeri inni á Önundar-
firði er fréttin um strandið barst.
Um nóttina tókst björgunarmönn-
um að komast í land við Hesteyri
og lögðu þeir síðan af stað fótgang-
andi á slysstaðinn. I þennan björg-
unarleiðangur fóru 10 skipverjar af
togaranum Austfirðingi, 9 menn
úr björgunarsveitinni á Isafirði og
Helgi Hallvarðsson sem þá var 2.
stýrimaður á Ægi en síðar þekktur
skipstjóri hjá Landhelgisgæslunni.
Fóru leiðangursmenn eftir fjör-
unni en víða gekk sjór alveg á land
og urðu þeir þá að klífa upp í snar-
brattar og glerhálar fjallshlíðar til
þess að komast leiðar sinnar. Var
þessi ferð mikil þrekraun.
Morguninn eftir strandið,
nokkru áður en björgunarleiðang-
urinn, sem fór landleiðina kom á
slysstaðinn, heppnaðist að skjóta
línu í flak Egils rauða frá vélbátn-
um Andvara frá Isafirði sem siglt
var eins nærri flakinu og framast
var unnt þar sem það lá í brimgarð-
inum. Tókst að draga 13 skipbrots-
menn um borð í Andvara en einn
losnaði úr björungarstólnum, fór í
sjóinn og drukknaði. Eftir að leið-
angurinn úr landi kom á staðinn
gekk greiðlega að skjóta línu um
borð í togaraflakið og ná þeim 16
mönnum, sem enn voru lifandi,
um borð í land. Því björguðust
samtals 29 menn af togaranum en
fimm fórust, fjórir Austfirðingar
og einn Færeyingur en margir Fær-
eyingar voru á skipinu eins og
raunar á flestum íslenskum togur-
um á þessum tíma.
Björgun skipbrotsmanna af Agli
rauða þótti hið mesta þrekvirki og
ljóst að margir lögðu sig í lífshættu
við hana. Þegar afreksverðlaun
sjómannadagsins voru veitt árið
1955 var ákveðið að verðlaunin
féllu í hlut björgunarmannanna og
voru þau afhent yngsta þátttak-
andanum í landleiðangrinum,
Gísla Jónssyni frá Isfirði. Hann var
aðeins 17 ára en var samt aðalleið-
sögumaður leiðangursins á leið-
inni frá Hesteyri að strandstaðn-
um, enda ættaður frá Sléttu og
hafði dvalið þar á barnsárum sín-
um.
Umfangsmikil leit bar
ekkiárangur
Víkur þá aftur sögunni að leit-
inni að bresku togurunum Lorella
og Roderigo. Nóttina eftir slysið
var Slysavarnafélagið í stöðugu
sambandi við togarana sem voru út
af Vestfjörðum. Þótt mesti ofsinn
væri úr verðrinu þegar líða tók á
nóttina var þar enn illviðri og
háskasjór. Undir morgun tilkynnti
t.d. skipstjórinn á Lancella að á
svæðinu, þar sem skipið var statt,
væru um níu vindstig. Skyggni var
hins vegar skárra og taldi hann leit
mögulega úr lofti. Varð að ráði að
fimm flugvélar frá Keflavíkurflug-
velli færu til leitar og voru þær
komnar yfir svæðið strax í birt-
ingu. Þrátt fyrir að skilyrði væru
enn erfið leituðu þær fram í myrk-
ur en án árangurs.
Aðfaranótt 28. janúar gekk
óveðrið niður og gerði Veðurstofa
Islands ráð fyrir sæmilegu veðri
daginn eftir. Var þá ákveðið að
herða enn leitina, senda til hennar
flugvélar og leita á sjó og gáfu
margir breskir og íslenskir togarar
sig fram til hennar. Aftur fóru
fimm flugvélar frá Varnarliðinu í
Keflavík til leitarinnar og fóru yfir
víðáttumikið svæði um daginn.
Var leitað út í Grænlandshaf og
allt suður undir Reykjanes en á
þessum tímum vissu menn lítið um
hugsanlegt rek gúmbáta og talið
var að þeir hefðu getað rekið lang-
an veg undan illviðrinu. Þegar leit
var að ljúka og þær flugvélar, sem
voru enn fyrir norðan og vestan,
voru að leggja af stað heimleiðis
tilkynnti ein þeirra að hún hefði
séð ljósglampa norðaustur af
Skaga. Þótt ótrúlegt mætti teljast
að ljósið gæti verið frá skipbrots-
mönnum í gúmbát var samt hert
leit á þessu svæði og farið vandlega
yfir það. Ekkert fannst en hins
vegar sást til ferða breska togarans
Kingston Zircon á svæðinu og
þótti þá líklegt að ljósið hefði verið
frá honum.
Strax og birti af degi þ. 29. jan-
úar var leitinni haldið áfram og
enn leituðu flugvélar frá Keflavík
víðáttumikið svæði. Þennan dag
voru leitarskilyrði hin ákjósanleg-
ustu, bjart og kyrrt veður og því
var hægt að þrautkanna það svæði
sem flogið var yfir. Um miðjan dag
bar leitin þann árangur að togarinn
Hallveig Fróðadóttir, sem var eitt
skipanna sem leitaði út af Vest-
fjörðum, tilkynnti að hún hefði
fundið gúmbát á reki. Var bátur-
inn útblásinn en á hvolfi þegar
hann fannst. Tókst að ná bátnum
um borð í togarann og þótt hann
væri ómerktur þótti fullvíst að
hann væri af Lorella eða Roder-
igo. Engin ummerki voru í bátnum
um að menn hefðu komist í hann.
Þvert á móti virtist ljóst af festing-
arlínunni að hún hefði slitnað af
miklu átaki og því þótti líklegt að
báturinn hefði blásist út og slitnað
frá skipinu eftir að það var sokkið.
Síðdegis töldu flugmenn einnar
leitarvélarinnar sig sjá skipsflak á
reki grunnt út af Geirólfsgnúp á
Ströndum. Myrkur var að skella á
er þeir komu auga á rekaldið og
gátu þeir því ekki kannað það ítar-
lega. I birtingu morguninn eftir
fóru menn af bæjum í Reykjarfirði
á Ströndum á svæðið þar sem flug-
mennirnir töldu sig hafa séð flakið.
Þá var bjartviðri og gott skyggni til
hafsins. Ekki fundu þeir brak úr
skipi en komu hins vegar auga á
viðarrek sem tilsýndar var svipað
því sem flugmennirnir höfðu lýst.
Skipulagðri leit að Lorella og
Roderigo var hætt að kvöldi 30.
janúar og skipin talin af. Með þeim
fórust 40 sjómenn, langflestir fjöl-
skyldufeður frá Hull, menn á besta
aldri. Vakti fregnin um skipsskað-
ana mikla athygli í Bretlandi og í
senn sorg og reiði.
Spjótum beint að
íslendingum
Reiði Breta beindist ekki síst
gegn Islendingum. Þegar íslend-
ingar færðu landhelgina út í fjórar
sjómílur árið 1952 og friðuðu flóa
og firði fyrir ágangi togara hófst
hálfgert styrjaldarástand í fisk-
veiðimálum milli þjóðanna. Bretar
settu löndunarbann á íslensk skip
en Islendingar svöruðu aðgerðum
þeirra fullum hálsi og létu hvergi
undan. A þeim tíma sem Rorella
og Roderigo fórust var hafin um-
ræða um útfærslu landhelginnar í
12 sjómflur og notuðu sumir bresk-
ir fjölmiðlar þetta sorglega slys til
þess að efla andúð gegn íslending-
um. Eitt bresku dagblað-
anna, Daily Mail, gekk
fram fyrir skjöldu og
birti langa grein um sjó-
slysin þar sem það var
beinlínis gefið í skyn að
Islendingar bæru ábyrgð
á manntjóninu. Þeir
hefðu sett 12 mflna
bannsvæði umhverfis
landið og inn á það gætu
bresku togararnir ekki
siglt án áhættu að verða
teknir og færðir til hafn-
ar.
Umfjöllun breskra
fjölmiðla, og þó sérstak-
lega umrædd grein, vakti
mikla ólgu hérlendis.
Eðlilega þótti íslending-
um ómaklega að sér veg-
ið þar sem farið var með
staðlausa stafi og raunar
fjallað um málin, annað-
hvort gegn betri vitund
eða af ótrúlegri van-
þekkingu sem m.a. mátti
sjá af því að sama blað
hafði greint frá því að
breskir togarar hefðu
leitað landvars í um-
ræddu óveðri og aðstoð-
að við björgun áhafnar-
innar af Agli rauða. Það
sem mörgum íslending-
um sárnaði hvað mest
var að vera ásakaðir um
láta sig öryggi sjófarenda
litlu skipta.
Svo mögnuð var gremja Islend-
inga yfir hinum makalausa frétta-
flutningi og greinarskrifum að
sendiherra Breta á Islandi, J.T.
Henderson, sá sig knúinn til að
fara þess á leit við Ríkisútvarpið að
fá að flytja íslensku þjóðinni
ávarp. Var því útvarpð 10. febrúar
og hóf sendiherrann mál sitt með
því að segja að engir ábyrgir aðilar
í Bretlandi létu sér það til hugar
koma að ásaka Islendinga um
hvernig farið hefði. Síðan sagði
sendiherrann m.a.: „Allir réttsýnir
Islendingar munu sjálfsagt skilja
það, að breskum sjómönnum virð-
ist svo, sem íslenskum sjómönnum
mun einnig virðast, að skipum og
skipshöfnum sé hættara við óveðr-
um í opnu hafi vegna þess að regl-
urnar frá 1952, geri bæði íslenskum
og erlendum skipum erfiðara að
leita landvars, þegar stormar eru í
aðsigi. Ég vil leggja áherslu á það,
að það ríkir sorg í Englandi vegna
þess að íslenskir sjómenn fórust á
sama tíma og áhafnir bresku togar-
Framh. bls. 26
Hörmuleg sjóslys við ísland
urðu til þess að vekja umræðu
í Bretlandi um ástand togar-
anna sem voru sendir á þessi
hættulegu mið. í þeim um-
ræðum kom fram að sumir
togaranna voru komnir mjög
til ára sinna og töldust varla
sjóhæfir. Myndina af einum
slíkum kláf, Lord Montgom-
ery frá Fleetwood, tók Snorri
Snorrason er skipið var á sigl-
ingu út af Hornafirði 1. sept-
ember 1958.
Líf sjómannanna á
bresku
síðutogurunum var
enginn dans á
rósum. Oft stóðu
þeir vaktir 18 tíma á
sólarhring en fengu
samt lítið í aðra
hönd. Myndin er
tekin í borðsal
síðutogara kringum
1960; hafa menn
gripið í spil þegar
stund var milli
stríða og er
greinilega spilað
upp á eldspýtur.