Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 26
26
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997
Bretar við Island
Framh. af bls. 25
anna týndust. Ég vil og láta í ljós
samúð með fjölskyldum þeirra
sem fórust. Breska þjóðin þakkar
hjálp þá sem Slysavarnafélag Is-
lands, varðskipið Ægir og flugher
Bandaríkjanna veittu við leit að
skipunum meðan óveðrið stóð.
Björgunartilraunir Slysavarnafé-
lagsins og Landhelgisgæslunnar
hafa jafnan sýnt hver bræðrahugur
ríkir í garð sjómanna annarra
þjóða í anda hinnar bestu sjó-
mennsku.“
Þótt togaraeigendur í Hull og
Grimsby færu fremstir í flokki
þeirra, sem höfðu reynt að efla
andúð gegn íslendingum vegna
landhelgismálsins, og virtust
stundum einskis svífast í þeim efn-
um var ljóst að þeim ofbauð um-
fjöllun fjölmiðla eftir slysið. Sendi
samband togaraeigenda í Hull
Slysavarnafélaginu bréf sem barst
sama dag og sendiherrann flutti
ávarpaði í útvarpið. Bréfið var
svohljóðandi:
„Eigendur togaranna Lorella og
Roderigo hafa með þakklæti og
hrærðum huga frétt um þá víðáttu-
miklu leit, sem þér settuð í gang í
því skyni að reyna að bjarga, ef
einhver kynni að hafa komist af, er
skip okkar týndust. Þeim er kunn-
ugt um það, að minnsta kosti ein
leitarflugvélanna var rétt yfir
slysstaðnum er seinni togarinn
fórst og þeim hefur verið sagt að
leitinni hafi verið haldið áfram,
þrátt fyrir veðrið, þar til talandi
tákn á laugardaginn leiddu í ljós að
gefa yrði upp alla von um björgun
mannslífa.
Þeir óska að senda yður innilegt
þakklæti fyrir veitta aðstoð og
biðja yður að flytja öllum þeim,
sem þátt tóku í Ieitinni, aðdáun
sína og dýpstu viðurkenningu.“
Á sama tíma að
13 árum liðnum
Nákvæmlega 13 árum eftir að
Lorella og Roderigo fórust út af
Vestfjörðum, eða 26. janúar 1968,
varð enn hörmulegt sjóslys hér við
land er togarinn Kingston Peridot
frá Hull fórst með allri áhöfn fyrir
norðan land. Var það jafnframt
síðasti breski togarinn sem hvarf
sporlaust hér við land. Það slys og
annað, er varð nokkrum dögum
síðar er breska togaranum Ross
Cleveland hvolfdi á Isafjarðar-
djúpi og aðeins einn maður af
áhöfn skipsins komst lífs af, varð
til þess að vekja mjög mikla um-
ræðu í Bretlandi. Mátti jafnvel tala
um fjölmiðlafár sem teygði sannar-
lega anga sína til íslands. Umræð-
an snerist ekki aðeins um sjóslysin
við ísland heldur einnig um örygg-
ismál breskra togarasjómanna,
sjóhæfni skipanna, sem send voru
á fjarlægar slóðir í svartasta
skammdeginu þegar allra veðra
var von, og tilgang veiðanna við
ísland. Eftir þessi hörmulegu slys
virtust breskir togaraskipstjórar
gæta meiri varúðar auk þess sem
þarlend útgerðarfyrirtæki sendu
aðstoðar eða eftirlitsskip með flota
sínum á íslandsmið. Eftir sem áður
urðu þó sjóslys og skaðar þótt ekki
kostuðu þau jafn mörg mannslíf og
áður.
Aðstæður þegar slysin urðu í
janúar og febrúar árið 1968 voru
mjög svipaðar þeim sem voru er
Lorella og Roderigo fórust,
skyndilegt norðan-og norðaust-
anáhlaup, mikil veðurhæð, illt sjó-
lag og ísing. Á þeim árum sem liðin
voru frá því að
togararnir tveir
fórust, höfðu
þó orðið miklar
framfarir að
ekki sé talað
um frá þeim
tíma er Goth
fórst. Þær voru
ekki síst í
fjarskiptum
sem voru orðin
bæði betri og
öruggari en
áður og eins
hafði orðið
mikil framþró-
un í gerð veð-
urspár og veð-
urfréttir orðnar
tíðari og örugg-
ari. Björgunar-
tæki um borð í
togurunum
voru einnig
betri en áður.
Gúmbátar voru
komnir í öll
skip en þeir
höfðu marg-
sannað gildi sitt
og oft orðið
mönnum til
bjargar þegar
öll önnur sund
virtust lokuð.
En þótt fram-
farir hefðu orð-
ið á mörgum
sviðum var því
ekki að neita að
skipin voru síst
traustari en
áður. Þvert á
móti vart.d. lít-
il endurnýjun í
breska togaraflotanum og mörg
þeirra skipa, sem send voru á ís-
landsmið, voru komin til ára sinna
og meira að segja voru efasemdir
um sjóhæfni þeirra.
Meðal þeirra togara, sem stund-
uðu veiðar á Islandsmiðum í árs-
byrjun 1968, var Kingston Peridot
H-591, eign hins þekkta útgerðar-
fyrirtækis Hellyers Bros. í Hull.
Lagði hann af stað úr höfn síðdegis
10. janúar og varð samferða öðrum
togara, St. Romanus, út úr höfn-
inni. Þar skildu leiðir. Kingston
Peridot var stefnt á Islandsmið en
St. Romanus átti að stunda veiðar
við Norður-Noreg. Hvorugt skipið
átti afturkvæmt. Þau fórust bæði
með manni og mús. Er talið líklegt
að St. Romanus hafi farist á sigl-
ingu á miðin en síðdegis 11. janúar
heyrði vélbáturinn Víkingur III frá
ísafirði, sem var á landleið úr
róðri, óskýrt neyðarkall frá togar-
anum og daginn eftir fann danskur
fiskibátur gúmbjörgunarbát sem
síðar kom í ljós að var frá togaran-
um. Lét danski báturinn ekki vita
um fund sinn fyrr en níu dögum
síðar og það var ekki fyrr en 24.
janúar sem skipulögð leit að St.
Romanus hófst. Fannst þá einn
björgunarhringur úr skipinu á
svipuðum slóðum og gúmbáturinn
fannst.
Ferð Kingston Peridot til ís-
lands gekk áfallalaust að öðru leyti
en því að á leiðinni féll matsveinn
skipsins í stiga og varð fyrir meiðsl-
um. Var honum komið í land og
undir læknishendur á ísafirði en
þangað var þá kominn maður frá
Bretlandi til að leysa hann af.
Kingston Peridot hélt síðan til
veiða og segir lítt af ferðum skips-
ins næstu daga.
Þótt framþróun hefði orðið í
loftskeytatækninni frá því að Goth
fórst út af Vestfjörðum árið 1948
hafði eitt lítið breyst, tækin voru
ekki mikið notuð og skipstjórnar-
menn voru ekki viljugir að láta vita
um ferðir sínar og veiðislóðir.
Margar útgerðir höfðu reyndar
ákveðið að hafa þann hátt á sam-
skiptum við skip sín, sem voru á
fjarlægum miðum, að þau létu vita
um sig einu sinni á sólarhring. Við
rannsókn á hvarfi St. Romanus og
Kingston Peridot kom hins vegar í
ljós að á þessu var mikill misbrest-
ur og oft liðu margir dagar án þess
að skipin létu frá sér heyra.
Veðrátta var heldur rysjótt og
stormasöm um allt land í janúar
1968. 25. janúar þótti Veðurstofu
íslands ljóst að hætta var á norð-
anáhlaupi og sendi þá ítrekað út
viðvaranir til skipa og báta sem
voru að veiðum fyrir norðan land.
Þær urðu, öðru
fremur, til þess
að engir bátar
voru þar á sjó
þegar óveðrið
skall á að
morgni 26. jan-
úar en vitað var
þó að nokkrir
erlendir togar-
ar myndu vera
að veiðum út af
Norðurlandi.
Vitað var að er-
lendu skipin
fylgdust vel
með íslensku
veðurfréttun-
um og því þótti
líklegt að þau
hefðu haldið í
landvar eða
gert ráðstafanir
til þess að verj-
ast veðrinu.
Veðurhæðin
varð enn meiri
en gert hafði
verið ráð fyrir.
Um tíma mæld-
ist vindhraðinn
12 vindstig í
Grímsey og 10
vindstig á Mán-
árbakka á
Tjörnesi. Jafn-
hliða hvassvið-
rinu herti frost
og var víða 11-
14 stig á Norð-
urlandi þegar
líða tók á dag-
inn og hríðar-
bylur varð svo
svartur að vart
sást út úr aug-
um. Var þetta með verstu veðrum
sem gert hafði um langan tíma og
hélst óveðrið nær óbreytt í hálfan
annan sólarhring. Var ekki komið
skaplegt veður fyrr en undir há-
degi 28. janúar.
Brak úr Kingston
Peridot fínnst
Síðdegis 28. janúar varð vart við
mikla olíubrák á sjónum í Axar-
firði. I fyrstu var hún ekki sett í
samband við sjóslys en þegar
mannlaus gúmbátur fannst rekinn
á fjörur við Einarsstaði í Axarfirði
daginn eftir höfðu menn þar
nyrðra samband við Slysavarnafé-
lag íslands. Þeir Henry A. Hálf-
dánarson framkvæmdastjóri fé-
lagsins, og Hannes Þ. Hafstein er-
indreki könnuðu þá þegar hvort
skips væri saknað en í fyrstu virtist
svo ekki vera. Var það ekki fyrr en
aðfaranótt 30. janúar að fregnir
bárust hingað til lands að Kingston
Peridot hefði ekki svarað þótt
ítrekað hefði verið reynt að ná
sambandi við skipið.
Eftirgrennslanir leiddu í ljós að
síðast hafði heyrst til togarans
laust fyrir hádegi 26. janúar. Þá
hafði skipstjórinn samband við
starfsfélaga sinn á togaranum
Kingston Sardius, sem var frá
sömu útgerð. Sagðist skipstjórinn
á Peridot hafa verið að veiðum á
Strandagrunni en þar færi veður
ört versnandi og væri hann búinn
að gefa sínum mönnum skipun um
að ganga frá vörpunni og ætlaði
hann síðan að halda austur á bóg-
inn í átt að Kingston Sardius.
Ræddust skipstjórarnir við í um
hálfa klukkustund en eftir að sam-
tali þeirra lauk ræddu loftskeyta-
menn skipanna, sem voru kunn-
ingjar, saman um hríð. Lauk sam-
tali þeirra með því að
loftskeytamaðurinn á Kingston
Peridot sagði að komið væri vit-
laust veður, þar sem togarinn var
staddur. Búið væri að gera skipið
sjóklárt og áhöfnin hefði um stund
reynd að berja ísinn af því („lay for
a couple of hours while the crew
cleared ice from the deck.“). Ák-
váðu„ mennirnir að tala aftur sam-
an um kvöldið.
Undir kvöld var komið svo
slæmt veður, þar sem Kingston
Sardius var að veiðum út af Langa-
nesi, að skipstjórinn ákvað að
hætta veiðum og halda sjó. Laust
fyrir klukkan átta reyndi hann að
ná sambandi við Kingston Peridot
en fékk þá engin svör. Um kvöldið
og nóttina var öðru hverju reynt að
kalla skipið upp, en ekkert heyrð-
ist frá því. Töldu menn líklegt að
ísing hefði sest á loftnet skipsins og
jafnvel slitið það niður.
Daginn eftir var enn reynt að ná
sambandi en eins og áður var köll-
unum svarað með þögninni einni.
Skipstjórinn á Kingston Sardius
sendi þá skeyti til útgerðarinnar í
Bretlandi. Þetta var á laugardegi
og var skeytið borið til skrifstofu
útgerðarinnar þar sem það mun
hafa legið óskoðað fram á mánu-
dagsmorgun. Þá reyndi útgerðin
að ná sambandi við togarann en
fékk engin svör. Hins vegar náðist
í aðra togara útgerðarinnar sem
voru á Islandsmiðum. Var það þó
ekki fyrr en að kvöldi 29. janúar að
útgerðin ákvað að gera eitthvað í
málunum en þá hafði tryggingafé-
lag hennar haft samband og greint
frá því að fregnir frá íslandi
hermdu að mikil olíubrák væri í
Axarfirði og þar hefði fundist
gúmbátur sem gæti verið frá King-
ston Peridot.
Að morgni 30. janúar var eftir-
farandi tilkynningu útvarpað í
Ríkisútvarpinu bæði á íslensku og
ensku:
„Slysavarnafélag íslands biður
alla, sem eitthvað vita um breska
togarann Kingston Peridot Hull
591, að láta skrifstofu félagsins
vita. Síðasta samband við þennan
Trollið kemur upp að síðunni og eftirvæntingin var alltaf' hin sama. Hafði
sá guli gefið sig?