Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Side 28

Fiskifréttir - 19.12.1997, Side 28
28 FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 Bretar við ísland togara var kl. 10:00 f.h. þann 26. janúar og var hann þá staddur vest- ur af Grímsey. Togarinn er grá- málaður og hefur reykháf með bláu flaggi og bókstafnum H.“ Næstu daga fór fram mjög um- fangsmikil leit að togaranum og stjórnaði Hannes í>. Hafstein henni. Flogið var yfir víðáttumikið svæði við Norðurland og fjörur gengnar skipulega. Fannst brak rekið á fjörur undan bænum Skóg- um í Axarfirði, m.a. tveir björgun- arhringir sem merktir voru King- ston Peridot. Margir bátar tóku þátt í leitinni, auk varðskipsins Al- berts og stjórnaði skipherra þess, Helgi Hallvarðsson, leitinni á sjó. Veittu menn því þá athygli að óvenjulega mikið hrafnager var í Lágey, einni af Mánáreyjum, og tilsýndar vitist hrafninn hegða sér eins og hann væri í æti. Datt mönn- um í hug að einhverjum úr áhöfn Kingston Peridot hefði auðnast að komast á land í Lágey en ekki náð að skipbrotsmannaskýli sem var í eyjunni. Tóksttveimurskipverjum af Albert, þeim Þorvaldi Axelssyni og Kristni Árnasyni, að komast í land í Lágey þrátt fyrir mjög erfið skilyrði. Leituðu þeir í eyjunni en urðu ekki varir við neitt sem bent gat til mannaferða. Hins vegar var fjaran við eyjuna útötuð í olíu. Gúmbáturinn, sem fannst við Einarsstaði, var fluttur til Reykja- víkur þar sem hann var rannsakað- ur gaumgæfilega. Af merkingum á honum varð ráðið að hann var af Kingston Peridot en ekkert benti til þess að menn hefðu komist um borð í bátinn eða hafst við í hon- um. Allur búnaður bátsins var á sínum stað og hnífur, sem nota átti til að skera á fangalínuna, var í slíðrum. Þótti ljóst að línan hefði slitnað af miklu átaki og var getum leitt að því að báturinn hefði blás- ist upp eftir að skipið var sokkið og slitið hana. Umrót í Englandi Leit var haldið áfram næstu daga. Töluvert brak rak á fjörur en ekki var vitað með vissu hvort það var úr Kingston Peridot. 2. febrúar voru togarinn og áhöfn hans talin af og sama dag var tilkynnt opin- berlega í Hull að St. Romanus hefði farist með allri áhöfn. 40 menn fórust með skipunum tveim- ur og voru flestir þeirra úr sama hverfinu í Hull, St. Andrews. Fólk þar var sem þrumu lostið og undr- aðist það sem því fannst vera skeytingarleysi útgerða skipanna. Var boðað til almenns fundar í hverfinu til þess að ræða slysin. Um svipað leyti og fundarboðið var borið þar í hús var fáni dreginn í hálfa stöng á byggingu Thomasar Hamling, útgerðarfyrirtækis St. Romanus, og nokkrum mínútum síðar á byggingu Hellyers Bros. Þá varð Mack Neve, framkvæmda- stjóra Verkalýðssambandsins í Hull, að orði: „Fjörutíu menn farnir og þetta er allt og sumt: Fáni í hálfa stöng.“ Geysilegt fjölmenni var á fund- inum sem haldinn var í kapellu í St. Andrews hverfinu. Þar var ákveð- ið að senda fulltrúa til Lundúna og ná þar fundi Harolds Wilsons for- sætisráðherra. Skrifuðu um sjö þúsund manns undir skjal þar sem skorað var á forsætisráðherrann að láta málið til sín taka og sjá til þess að öryggi breskra togarasjómanna yrði aukið og aðbúnaður þeirra um borð í skipunum bættur auk þess sem skoðun færi fram á þeim skip- um sem send væru á fjarlægar og hættulegar norðurslóðir. En áður en sendifulltrúarnir héldu til Lundúna bár- ust enn válegar fregnir frá Is- landi. 3. febr- úar hvolfdi togaranum Ross Clevel- and á Isafjarð- ardjúpi og aðeins einn maður, Harry Eddom stýri- maður, komst lífs af. Og sama dag strandaði togarinn Notts County á Snæ- fjallaströnd og fórst þar einn skipverjanna. Öðrum var bjargað á frækilegan hátt af áhöfn varðskipsins Óðins. í sama óverði fórst vélbáturinn Heiðrún frá Bolungarvík þegar sigla átti bátnum frá Bolungarvík í betra var á Isafirði. Með bátnum fórust sex menn. Skipsskaðarnir við ísland ollu miklu fjölmiðlafári í Bretlandi og mun flestum íslendingum, sem komnir eru á eða um miðjan aldur, enn í fersku minni sá atgangur er varð er Rita Eddom, eiginkona Harry Eddoms, stýrimanns á Ross Cleveland, kom til landsins til að heimsækja eigimann sinn á sjúkra- húsið á ísafirði. Þá kynntust Is- lendingar í fyrsta sinn af eigin raun algjöru miskunnarleysi í fjölmiðla- samkeppninni þar sem einkis var svifist til að vera fyrstur með frétt- irnar. En umfjöllun fjölmiðla og gagnrýni og reiðialda, sem yfir gekk í helstu útvegsborgum Bret- lands, varð til þess að breska ríkis- stjórnin tók málið upp og varð það hennar fyrsta verk að gefa fyrir- skipun til breskra togara að halda sig frá norðurstönd Islands og Vestfjörðum og var svæðið frá Isa- firði að Langanesi lýst bannsvæði fyrir breska togara uns móðurskip eða eftirlitsskip frá breska flotan- um kæmi á vettvang. Þá var einnig ákveðið að í öllum togurum, sem sæktu fjarlæg á mið, skyldu vera loftskeytamenn og skipstjórum togaranna var einnig gert að skyldu að tilkynna sig til strand- stöðva eða eftirlitsskips á minnsta kosti 12 klukkustunda fresti. Ekki mæltust þessar fyrirskipanir vel fyrir hjá breskum togaraskipstjór- um og töldu þeir þær gefnar af bæði hroka og vanþekkingu. Þá héldu sumir breskir togararútgerð- armenn því fram að fyrst eftir sjó- slysin við Island í ársbyrjun 1968 hefðu verið unnin skemmdarverk á skipum þeirra til þess að koma í veg fyrir að þau sigldu á fjarlæg mið. Eftir sem áður héldu þó margir áfram sókn sinni til Islands og héldu sig á sömu slóðum og áður. Eftirlit með þeim skipum, sem héldu til íslands og Norður- Noregs, var hins vegar hert og um miðjan febrúar komu fyrstu eftir- lits- og aðstoðarskipin með bresku togurunum hingað. Leigði breska ríkisstjórnin gamla togara til þeirra starfa. Þótt þessi skip væru ekki merkileg höfðu breskir sjómenn af þeim mikið gagn. Um borð í þeim var sjúkraaðstaða og tækjabúnað- ur til veðurathugana. Sendu eftir- litsskipin reglulega út veðurfréttir og viðvaranir ef því var að skipta. Ýmislegt varð þess að ýfa upp sárin. Þannig var t.d. gerður að- súgur að höfuð- stöðvum Thomasar Hamling í Hull eftir að fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins lét hafa það eftir sér í blaðavið- tali að menn þeir, sem fengj- ust til starfa á togurum, væru margir hverjir lakir starfs- menn sem mættu drukknir um borð og leit- uðu allra leiða til þess að hafa áfengi með sér í ferðirnar. Þótti þetta mjög ómaklega mælt og nán- ast ögrun, eins og mál stóðu. Vel kann að vera að framkvæmda- stjórinn hafi haft nokkuð til síns máls því nokkru síðar gegnu marg- ir menn af áhöfn togarans St. And- ronicus af skipinu er það kom til hafnar í Skotlandi og fjórir menn af togaranum Blackburn Rovers notuðu tækifærið er skipið kom til hafnar í Neskaupsstað og gengu af því. Sögðust mennirnir hvorki treysta skipinu né skipstjóranum, sem hefði verið meira og minna ölvaður frá því að skipið fór frá Bretlandi. Þetta voru þó sennilega undantekningartilvik. Langflestir þeirra togaraskipstjóra og yfir- manna sem stjórnuðu skipum á ís- Á örskömmum tíma gat ótrúlegt ísmagn hlaðist á skipin. Við það urðu þau þung í sjónum, þyngdar- punkturinn færðist til og stöðugleiki gjörbreyttist. Myndina tók Snorri Snorrason af belgískum togara sem leitað hafnar í Reykjavík í janúar 1969. Þótt búið sé að berja mikið af skipinu þegar myndin var tekin gefur hún samt hugmynd við hvað var að fást. landsmiðum voru traustir og að- gætnir yfirmenn með mikla reynslu að baki. Hin vota gröf fannst Rétt eins og það var íslenskt fiskiskip, sem að lokum fann hina votu gröf Goth, var það hlutur sem kom upp í veiðarfærum sem upp- lýsti hvar Kingston Peridot hafði farið niður. 22. aprfl um vorið var vélbáturinn Sæþór frá Ólafsfirði að togveiðum djúp út af Axarfirði. Þegar trollið var híft reyndist tor- kennilegur hlutur vera í því auk þess sem bátsverjum virtist olíu- brák koma á sjóinn undan trollinu. Bátsverjar tóku hlutinn með sér í land og var hann síðan sendur til Reykjavíkur til skoðunar. Reynd- ist þetta vera hetta af loftventli togara. Send var lýsing á hettunni til útgerðar Kingston Peridots en þaðan fengust þau svör að hettan gæti ekki verið úr togaranum. Meira en ári eftir að togarinn fórst fékk togskipið Björgin frá Dalvík brak í vörpu sína er skipið var að veiðum á svipuðum slóðum og Sæþór hafði fengið ventilhettuna. Brak þetta reyndist vera úr björg- unarbát og sáust á því merkingar þannig að unnt var að taka af allan vafa. Það var úr björgunarbáti Kingston Peridot. Umfangsmikil sjóréttarhöld fóru fram í Hull haustið eftir slysið og mættu tveir íslendingar, Hann- es Þ. Hafstein og Hlynur Sig- tryggsson, fyrir rétti og gáfu skýrsl- ur. Við það tækifæri fór fram rann- sókn á ventilhettunni, sem Sæþór hafði fundið, og fékkst þá staðfest að hún var úr Kingston Peridot. Á hettunni var bót og staðfesti starfs- maður í vélsmiðju, sem vann fyrir útgerð skipsins, að hann hefði sjálfur soðið bótina á hettuna. Málarekstur snerist ekki síst um það hvort Kingston Peridot hefði farist í rúmsjó eða við land en hefði skipið farist við land hefði trygg- ingafélag skipsins sennilega slopp- ið við að greiða aðstandendum mannanna, sem fórust, bætur. Þá snerust réttarhöldin einnig um hvort Kingston Peridot hefði verið sjóhæfur og kom fram það álit skoðunarmanna að togarinn hefði tæplega talist sjóhæfur til veiða við Island. Framburður þeirra Hann- esar og Hlyns, og þó einkum fund- ur ventilhettunnar og staðfesting á því að hún væri úr togaranum, varð til þess að niðurstaða réttar- ins varð sú að skipið hefði farist í rúmsjó og að skipstjórnarmenn Ráðist til atlögu við ísinn.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.