Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Síða 29

Fiskifréttir - 19.12.1997, Síða 29
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 29 gætu ekki hafa borið ábyrgð á því hvernig fór. Endalausar sögusagnir Eins og oft þegar slík slys verða, sem hér er lýst að framan spunnust allskonar sögusagnir í kringum þau og afdrif áhafna skipanna. Þegar Goth fórst var t.d. altalað og jafnvel getið um það í breskum blöðum að sést hefði til skipsins löngu, löngu eftir að það var talið af. Var fullyrt að það hefði komið til hafnar í Skotlandi. Einnig fóru fengu þær fréttir vængi að björgun- arbátur skipsins hefði fundist rek- inn á land og hefðu í honum verið ummerki um að menn hefðu hafst við í honum. Nokkrum dögum eft- ir að Ross Cleveland og Heiðrún fórust komu skipverjar á vélbátn- um Gróttu, sem þá var á siglingu út af Garðskaga, auga á neyðarljós sem skotið var upp í mikilli fjar- lægð í norðvesturátt. Hóf báturinn þegar leit og flugvélar voru sendar til leitar. Ekkert fannst. Um hálf- um mánuði eftir slysið sást gúm- bátur skorðaður í stórgrýtisurð undir Krýsuvíkurbjargi. Datt mönnum strax í hug að hann kynni að vera frá Ross Cleveland eða Heiðrúnu. Við fyrsta tækifæri var sigið í bjargið og bátnum náð. Þótt merkingar á bátnum væru mjög máðar og erfitt að ráða í þær þótti ljóst að gúmbáturinn væri af þýsku skipi og væri á engan hátt tengdur skipunum sem fórust á Isafjarðar- djúpi. Þótt ýmsar getgátur væru uppi um örlög skipanna, sem fórust við Island, voru sögur, sem spunnar voru, þó ekkert í líkingu við þær sem búnar voru til um örlög St. Romanus. Skýringarnar á hvarfi hans voru af margvíslegu tagi, allt frá því að rússneskt njósnaskip hefði siglt hann niður til þess að hann hefði verið tekinn í heilu lagi um borð í fljúgandi furðuhlut. Kannski er það eðlilegt að gripið sé til allra hálmstráa í slíkum tilvik- um því hinn nakti sannleikur að skip hafi farist með manni og mús er óneitanlega harðneskjulegur. I þeim fárviðrum, sem skipin fórust í við ísland, var lítil von að menn kæmust af. Björgun Harry Eddom af Ross Cleveland var og verður aldrei flokkuð undir annað en kraftaverk. Aðeins einu sinni á síðustu fimm áratugum er líklegt að maður eða menn hafi komist af og í björgun- arbát er togari fórst, lent í löngum hrakningum og ekki náð að lifa þá af. Það var er þýski togarinn N. Eberling frá Bremerhaven fórst suðvestur af Látrabjargi að morgni Þorláksmessu árið 1952. Mjög mikil og nákvæmt leit að togaran- um bar aðeins þann árangur að lít- ilsháttar brak úr honum fannst. Síðar komu fram vísbendingar um að einhver eða einhverjir af áhöfn togarans hefðu komist í björgunar- bát og lifað af í allt að hálfan mán- uð. 13 dögum eftir að skipið fórst sáust frá Hvallátrum neyðarljós- merki frá sjó. Skip voru þegar send frá Patreksfirði til leitar og eins leitaði þýska eftirlitsskipið Meerkatze. Skipverjar á einu leit- arskipanna sáu neyðarljós í mikilli fjarlægð í stutta stund en þótt þeir sigldu rakleiðis í átt til þess fann hvorki það skip né önnur, sem leit- uðu á svæðinu, neitt. Svo greini- lega sáust neyðarljósin frá Hval- látrum að menn þar voru þess al- gjörlega fullvissir að ekki hefði verið um missýn eða villuljós að ræða. Þremur dögum síðar sigldi Meerkatze fram á björgunarbát af N. Eberling á Breiðafirði. Var bát- urinn mannlaus og maraði í kafi. Var hann ekki tekinn um borð í eftirlitsskipið en rak nokkru síðar að landi við Lambavatn í Rauða- sandshreppi. Veittu menn því at- hygli að merki eða skorur voru ristar í fjöl í bátnum. Voru þær þrettán talsins. Var fjölin send til Þýskalands til rannsóknar en aldrei fréttist hérlendis hver niður- staðan af henni varð. Nokkrum dögum eftir að björgunarbátinn rak að landi kom lík í vörpu skips sem var að veiðum úti fyrir Látra- bjargi langt frá þeim stað sem N. Eberling gaf upp er skipið var að farast. Reyndist líkið vera af ein- um skipverja togarans. Var það vel klætt og á því fundust matarbirgð- ir. Þótti líklegt að maðurinn hefði hafst við í björgunarbátnum og það hefði verið hann sem gaf ljós- merki þau er fyrr er vitnað til. Akranesi Sandgerði Skipasmíðastöð horgeir & EUerts hf Bakkatún 26, 300 Akranes Verkalýðsfélag Akraness VÉLSMIÐJA AKRANESS EHF. VALLHOLTI 1 ® 431 4177 SKIPAVIKHF. ___Nesvegi 20 • 340 Stykkishólmur_ Þórsnes hf Reitarvegi 14-16 340 Stykkishólmur Hraðfrystihús Hellissands Gunnvör hf Eyrargötu 2-4 400 ísafjörður ÍSAFJARÐARBÆR Netagerð Vestfjarða hf ÍSAFJÖRÐUR HVAMMSTANGA Sjómannafélag ísfirðinga SKIPASMÍÐASTÖÐIN HF. Suöurtangi 6 • Pósthólf 310 • 400 ísafjörður Sími 456 3899 • Fax 456 4471 • Kt.: 420986-1229

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.