Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Side 33

Fiskifréttir - 19.12.1997, Side 33
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 33 I Starfsfólk KASSAGERÐAR REYKJAVÍKUR HF þakkar viðskiptavinum sínumfyrir samstarfið á liðnum árum. íslenskt, já takk! KASSAGERÐ REYKJAVIKUR HF VpSTURGARÐAR 1-104 REYKJAVÍK SIMI 55 38383 - FAX 56 82281 - NETFANG sala@kassagerd.is Línulagningarspilið. Það er tölvustýrt og keyrir línuna út í samræmi við óskir fiskiskipstjórans Túnfiskveiðar Útlit og ferskleiki túnfísksins skipta öllu máli Það er lykilatriði á túnfiskveið- unum að ganga fljótt og vel frá afl- anum og koma honum í frost á sem skemmstum tíma. — Frágangurinn á túnfisknum er mikið nákvæmnisverk en mér er sagt að aðferðirnar við að ganga frá fisknum séu nokkuð mismun- andi á milli skipa. Um borð í Toku- jo Maru var gengið í að blóðga fiskinn um leið og hann kom um borð. Hluti tálknanna var fjar- lægður og rist var á kviðinn til þess að fjarlægja innyflin. Síðan var fiskurinn þveginn og þurrkaður og hann loks settur í blástursfrysti þar sem er — 65°C frost. Ismeistarinn um borð sagði mér að það það væri ágætt að hafa fiskinn í frystinum í allt að þrjá daga en um borð í sum- um öðrum skipum er látið duga að frysta fiskinn í rúman sólarhring. Eftir frystingu er fiskurinn glasser- aður með ferskum sjó og hann er síðan geymdur í frystilestinni við -45°C. Mér er sagt að með þessu móti sé hægt að varðveita fersk- leika túnfisksins í meira en 20 mán- uði en allt miðast við að ferskleik- inn og útlitið sé eins og best verður á kosið þegar aflinn er seldur á markaði í Japan. í veiðiferðinni, sem stóð í 68 daga, veiddust alls 419 túnfiskar á 57 veiðidögum eða tæplega 7,4 fiskar á dag. Aflinn vó alls 53,2 tonn og áætlað aflaverðmæti er um 130 milljónir króna. Stefán segir fiskiskipstjórann vera mjög án- ægðan með árangurinn og hann hefði haldið áfram veiðum í land- helginni ef fréttír hefðu ekki boríst af betri afla undan ströndum Kan- ada. — Þegar komið var fram undir 20. nóvember var karlinn greini- lega farinn að ókyrrast en við feng- um þó alltaf einhvern afla á degi hverjum. Um þetta leyti fengum við hins vegar fréttir frá Houken Maru um góðan afla einhvers stað- ar út af Nýfundnalandi eða Labra- dor og því var ákveðið að halda þangað eftir að búið var að skutla mér í land. Veiðin var þó alls ekki dottin niður og t.d. fengum við 650 kíló af túnfiski síðasta dagínn, seg- ir Stefán en hann upplýsir að eftir veíðarnar undan ströndum Kan- og breytingar SKIPASMÍÐASTÖÐIN HF. SuAurtangi 6 • Pósthólf 310 * 400 ísafjörður Sími 456 3899 • Fax 456 4471 Gert að rúmlega 300 kflóa túnfiskí um borð í Tokujo Maru ísmeistarinn (t.h.) og aðstoðarmaður hans Fiskibátar • Vinnubátar • Skemmtibátar Áratuga reynsla • Nýjasta tækni Stál • Ál ada muni skipíð fara til Spánar og Marakkó og síðan til veiða við vesturströnd Afríku suður undir Kanaríeyjar. Veiðiferðinni, sem hófst í byrjun ágúst í Japan, lýkur svo ekki fyrr en í júní á næsta ári. Áhöfnin fer þá til síns heima og fær e.t.v. frí í tæpa tvo mánuði áður en haldið verður til veiða að nýju.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.