Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 34

Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 34
34 FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 Túnfiskur Nótaveiðar á túnfiski: Norðmenn veiddu 11.500 tonn af túnfiski árið 1952 Bergen — Magnús Þór Hafsteinsson Líklega kom fátt eins mikiö á óvart á íslandsmiðum á þessu ári og velgengni japanskra túnfiskveiðiskipa syðst í íslensku lögsögunni. Fæstir áttu von á því að þessi fisktegund, sem flestir tengja syðri breiddargráð- um, ætti eftir að veiðast norður við Island. Það er hins vegar engin nýlunda að túnfiskur veiðist svo norðarlega. Aður fyrr á árum veiddu Norðmenn mikið af túnfiski meðfram Noregsströndum. Túnfiskurinn hvarf með síldinni á sjöunda áratugnum en Norðmenn hafa engu gleymt. Fréttir af túnfiskveiðum í lögsögum íslands og Færeyja vöktu athygli í Noregi í sumar og haust. Hér á eftir verður greint frá túnfiskævintýrum Norðmanna fyrr á öldinni. Túnfiskurinn fylgdi sfldinni Síldarárin gullnu fyrr á öldinni gerðu margan Norðmanninn loð- i nn um lófana. Hafið moraði af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum og talið er að túnfiskurinn hafi fylgt síldinni þegar hún nálgaðist Noregsstrendur á haustin. Raunar hafði túnfiskur veiðst við Noregi fyrr á öldum. Túnfiskbein hafa fundist við fornleifagröft í miðald- armannvirkjum í Osló. Kennslu- bók ein í landafræði, sem kom út í Kaupmannahöfn árið 1707, getur þess að túnfiskurinn sé mikilvægur matfiskur í Noregi, en lætur vera að nefna aðrar tegundir sem eðli- legt þætti að greint væri frá. Margir veiddu túnfiskinn með þar til gerð- um skutlum, en á þriðja áratug þessarar aldar fóru menn að reyna aðrar veiðiaðferðir. Nótaveiðar þróaðar Nokkrir reyndu krókaveiðar og aðrir gerðu tilraunir með skutul sem skotið var úr byssu. Nótaveið- ar voru einnig reyndar en þær gengu illa. Túnfiskurinn fylltist iðulega ofsahræðslu þegar hann sá að hann var umkringdur í nót. Hann synti á fullri ferð beint á net- ið og í gegn eins og tundurskeyti. Það var loks á 5. áratugnum að mönnum tókst að þróa afkasta- mikla veiðiferð til að klófesta tún- fiskinn. Skipstjóri einn, Johann Warholm að nafni, hafði tekið eft- ir því að túnfiskurinn synti í hringi í nótinni. A meðan gott pláss var í nótinni var hann rólegur. Hann lét útbúa nót með stórum möskvum en efnið í sjálfum pokanum var hins vegar þéttriðnara og úr sterku efni. Túnfiskurinn hopaði undan stóru möskvun- um þótt hann gæti auðveld- lega synt í gegn. Þegar tók að þrengja að hon- um var hann kominn aftast í nótina og gat ekki forðað sér út um netið. Metárið á makrílveiðum Norðmanna var árið 1952. Þá veiddu þeir H.500 tonn. Á myndinni er áhöfn nótabátsins Campella að tæma nótina og hífa aflann um borð. Takið eftir hve stórir möskvar eru í nótinni. Misjafn árangur Á 6. áratugnum veiddist tún- fiskur við ströndina, allt frá Osló- Nótabáturinn Svalöy fékk risakast af túnfiski við vesturströnd Noregs árið 1967. Alls veiddust 435 fiskar í kastinu og vógu þeir samtals 109 tonn. Meðalþyngd hvers fisks var því 250 kíló! Áhöfnin fékk 400.000 norskar krónur fyrir aflann. Það var ekkert smáræði þegar venjuleg árslaun voru um 20.000 krónur. firði norður til Tromsö. Þegar veiðarnar náðu hámarki voru alls 434 túnfisknætur í notkun. Á bil- inu 4.000-5.000 sjómenn tóku þátt í veiðun- um. Þetta voru erfiðar veiðar sem kröfðust mikillar útsjón- arsemi og reyndu á hæfni áhafnanna. Aflabrögðin voru því afar mismunandi. Sumir bátar fengu 2.500- 3.500 túnfiska á einni vertíð meðan aðrir fengu nánast ekki neitt. Sjó- mennirnir sigldu um hafið og mændu á hafflötinn í von um að sjá fiskinn stökkva eða bakugga bregða fyrir. Mest varð veiðin á árinu 1952 en þá veiddust 11.500 tonn. Mestur hluti aflans var seldur ferskur eða frosinn til Italíu. Á árunum 1956-1960 dró úr aflabrögðunum. Síðan sveifluðust þau upp í nokkur ár en þar á eftir datt veiðin niður í nokkur hundruð tonn á ári. Á þessum árum voru Japanir farnir að senda frystiskip til Noregs til þess að taka á móti afla beint frá bátunum. Þegar síld- arstofninn hrundi hvarf túnfiskur- inn líka. Á sama tíma jukust tún- fiskveiðar mjög við Biskajaflóa. Nú er þessi merkilegur fiskur hins vegar farinn að gera vart við sig aftur í norðanverðu Norður-Atl- antshafi og vonandi verður fram- hald á því. Heimild Bjarne Myrstad, 1996. Vestlandsfiske. Det norske samlaget. 205 s. Túnfiskurinn: Hraðsyndur flakkarí Bergen — Magnús Þór Hafsteinsson Túnfiskurinn er með glæsilegri fisktegundum. Hann getur orðið allt að 260 sentimetra langur og náð um 300 kflóa þyngd. Reynd- ar eru þess dæmi að veiðst hafi yfir 600 kílóa túnfiskar en slíkir fiskar eru mjög sjaldgæfir. Túnf- iskurinn er talinn geta orðið um 30 ára. Hann verður kynþroska við 3ja ára aldur og er þá um 16 kg. Túnfiskurinn er útbreiddur víða um heim. Þetta er flökkufis- kur sem farið getur reglubundið langar vegalengdir á skömmum tíma. Túnfiskurinn þvælist norð- ur í höf að lokinni hrygningu í Miðjarðarhafi og er hann þá í æt- isleit. Mörg dæmi eru um að túnf- iskar hafi synt yfir Atlantshaf. Fiskar sem merktir voru í Ka- ríbahafi hafa veiðst við strendur Noregs. Túnfiskurinn er mjög hraðsyndur eins og lögun hans bendir til. Skrokkurinn er straum- línulaga, uggar langir og sporður- inn kröftugur. Gráðugur og orkufrekur ránfiskur Túnfiskurinn er gráðugur rán- fiskur. Ekki þarf að koma á óvart að fiskur sem syndir svona hratt brenni mikilli orku. Ólíkt öðrum sjávarfiskum er hitastig blóðs tún- fisksins ekki jafnhátt og hitastig sjávar. Einstök líffræðileg upp- bygging í æðakerfi hans gerir það að verkum að líkamshitinn er um 10 gráðum hærri en sjórinn sem hann syndir í. Þarna er líklega komin skýringin á því hvers vegna svo mikilvægt er að blóðga fiskinn og hraðfrysta um leið og hann kemur um borð. Orkuþörfin leiðir einnig til þess að túnfiskurinn þarf á miklu súrefni að halda. Hann verður alltaf að vera á hreyfingu til að nægilega mikið af súrefnisrík- um sjó leiki um tálknin. Túnfiskurinn fer gjarnan um í torfum 50-1.000 fiska. Hann lífir á krabbadýrum og fiski svo sem sfld, ufsa, þorski og smokkfiski. Það er mikilfengleg sjón að sjá þessa fal- legu fiska eltast við fórnarlömb sín. Túnfisktorfurnar smala ætis- tegundunum saman með því að synda hratt umhverfis þær, þvinga þær nær yfirborðinu og synda síð- an á fullri ferð í gegnum torfuna. Fórnarlömbin rotast þegar þau rekast á hraðsyndan ránfiskinn en honum verður hins vegar ekki meint af. Túnfiskurinn hefur þykkar plötur á hausnum sem verja hann skaða í slíkum árekstr- um. Túnfiskurinn snýr síðan við og étur í makindum þá fiska sem hafa rotast. Hrygning um sumarið Túnfiskurinn hrygnir við strendur Miðjarðarhafs á tíma- bilinu maí til júlí ár hvert. Einnig er hrygningarsvæði í Atlantshaf- inu, vestur af Gíbraltar. Þar fer hrygning fram í júní og júlí. Stærstu fiskarnir hrygna fyrst og þeir minni síðar. Túnfiskurinn étur ekki meðan á hrygningu stendur. Eftir hrygninguna held- ur hann hins vegar norður í Atl- antshaf í ætisleit. Stærstu fiskarn- ir koma fyrst þar sem þeir ljúka hrygningunni fyrr og hinir minni fylgja á eftir. Fiskarnir eru í ætis- leit síðsumars og fram eftir hausti. Þá halda þeir til vetrar- stöðva sem talið er að séu ein- hvers staðar úti á miðju Atlants- hafi.

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.