Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 39

Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 39
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 39 Gönguleiðir loðn Kaldur sjór árið 1988 breytti göngumynstrinu í nýútkomnu riti Fiskideildar Haf- rannsóknastofnunar er að finna fróðlega grein um samspil loðnu og annarra fisktegunda í Norður-Atl- antshafi eftir Hjálmar Vilhjálms- son fiskifræðing. Með greininni er m.a. birt kort sem sýnir göngu- mynstur íslensku loðnunnar á hrygningar- og fæðuöflunartíman- um eins og það hefur verið frá því að rannsóknir hófust á ioðnustofn- inum. Samkvæmt kortinu gengur fullorðna loðnan allt norður undir Jan Mayen í fæðisleit en í samtali við Fiskifréttir vekur Hjálmar at- hygli á því að undanfarin tíu ár hafi loðnan þó sjaldn- ast gengið svo Iangt norður. Göngum- ynstrið, sem kort- ið sýnir, var ekki óalgengt á árun- um 1978 til 1987 og á þessum árum kom fyrir að loðn- an tæki sveig aust- ur og norður fyrir Jan Mayen og gengi jafnvel enn norðar en sýnt er á kortinu. Frá ár- inu 1988 hefur loðnan hins vegar sjaldan gengið norðar en að 70° norðlægrar breiddar og aldrei lengra en norður undir 71°. Þetta ár myndaðist fleygur af ísköldum sjó allt frá græn- lenska landgrunninu og austur fyrir Langanes og þessi kalda tunga náði niður á um 150 metra dýpi. Loðnan virtist ekki komast norður fyrir þessa tungu eða ekki kæra sig um það og mér er það minnisstætt að það varð uppi fótur og fit í loðnuleit Norðmanna þetta ár af þessum ástæðum. Þeir hringdu í mig og sögðust vera bún- ir að leita allt frá 73° norður breiddar og á öllu svæðinu fyrir sunnan Jan Mayen og finndu enga loðnu. Mér brá nokkuð í brún vegna þess að ég taldi loðnustofn- inn eiga að vera nokkuð sterkan um þessar mundir. Eina svæðið, sem Norðmenn áttu eftir að leita á, var vestur í Grænlandssundi og ég ráðlagði þeim að svipast þar um eftir loðnunni og þar fannst hún, segir Hjálmar. Að sögn Hjálmars breyttist göngumynstur loðnunnar eftir þetta. Jafnvel þótt kalda tungan væri horfin ári síðar þá gekk loðn- an ekki lengra norður árið 1989 en hún hafði gert árið 1988. — Eftir þetta hafa göngur loðn- unnar verið nokkuð breytilegar. Flest árin hefur loðnan ekki gengið mjög langt norður en árið 1992 gekk hún þó norður undir 70° en sneri þá við í stað þess að halda áfram norður. Á seinni árum hefur loðnan tvisvar eða þrisvar gengið norður á svæðið á milli Grænlands og Jan Mayen en aldrei norður fyrir 71°, segir Hjálmar. Verður hlýi sjórinn til að loðnan þétti sig í torfum úti af Austfjörðum? Gönguleiðir loðnunnar úti af Austfjörðum eru ekki síður athygl- isverðar en göngur hennar norður í höf. Hjálmar segir misjafnt frá ári til árs hvort loðnan taki sveig á sig út frá Austfjörðum og gangi um Þórsbanka áður en hún komi upp að landinu eða hvort hún gangi beint suður og vestur með strönd- inni. — Á árunum fyrir 1990 var oft ágæt veiði fyrir Norðurlandi á haustin og úti af Austfjörðum í jan- úar en á undanförnum árum hafa haustveiðarnar gengið illa auk þess sem engin kraftveiði hefur verið í nót í janúar frá árinu 1990. Það hefur staðið haustveiðunum fyrir þrifum að smáloðnan hefur blandast stærri loðnunni fyrir norðan landið og það er fyrst nú eftir að flottrollsveiðarnar komu til skjalanna að hægt hefur verið að fá viðunandi afla í janúar úti af Austfjörðum. Af einhverjum ástæðum hefur torfumyndun hjá loðnunni verið með minnsta móti úti af Austfjörðum á þessum árs- tíma allt frá árinu 1990 en hins veg- ar er það spurning hvort hlýi sjór- inn, sem nú er ríkjandi svo að segja allt í kringum landið, geti breytt þessu á nýjan leik. Loðnan er kald- sjávarfiskur og án þess að ég geti sagt fyrir um þetta hér og nú þá kæmi mér ekkert á óvart að hlýi sjórinn gæti orðið til þess að loðn- an myndi þétta sig í kaldari sjó þar sem áhrifa hlýsjávarins gætir ekki. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort það verður raunin, segir Hjálmar Vilhjálmsson. Kortið sýnir hrygningar- og fæðugöngusvæði loð- nunnar. Hrygningarsvæðið og gönguleiðir á hrygn- ingartímanum eru einkenndar með rauðum lit en fæðusvæðið með grænum lit. Bláu örvarnar sína síðan gönguleiðina til baka að ströndum landsins Þekking Reynsla Pjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SfMI: 581 4670, FAX: 581 3882 BOSCH Dieselkepfi , Vökvakerfi OIiusíup Dieselsfillingap Rafviðgepðip Rafstöðvap Handvepkfæpi Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar BRÆÐURNIR Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut ÁSDÍS ST 37 Vlð ééii íítgerð og áköfn til hainingju meö skiplð y V.Ao ÞJÓNUSTAN SÁ UM ALLA MÁLNINGAitVINNU STAÐARSUND 4 » GRINDAVÍK S: 426 8990 * G5M: íi'JG B'JVO ^ FAX: 426 8683

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.