Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.07.2005, Síða 1

Fiskifréttir - 08.07.2005, Síða 1
Upplýsingakerfi fyrir sjávarútvegsfyrirtæki Microsoft GOLD CERTIFIED Partner sími: 545 3200 | sala@maritech.is maritech Fiskmarkaðir fyrstu sex mánuði ársins: Magnið jókst um 4,3% — en veitan stóð í stað vegna verðlækkunar og breyttrar samsetningar Fyrstu sex mánuði ársins 2005 voru seld rétt tæp 60 þúsund tonn á fiskmörkuðum landsins og heildarveltan nam rétt rúm- um 6,5 milljörðum króna. Fyrstu sex mánuði ársins 2004 voru seld rétt rúm 57 þúsund tonn fyrir um 6,5 milljarða króna. Meðalverð á kíló fyrir allar tegundir lækkaði úr um 114 krón- um niður í um 109 krónur milli ára fyrir sama tímabil. Flatey ÞH seld til Vestmanna- eyja Vinnslustöðin hf. I Vest- mannaeyjum er að kaupa rækju- togarann Flatey ÞH frá Húsavík. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir að þeir gerðu ráð fyrir því að fá skipið afhent í lok ágúst eða fyrr. Flatey ÞH mun leysa Brynjólf AR af hólmi sem væntanlega verður seldur í brotajárn. Flatey ÞH er 529 tonn að stærð og hét áður Gissur AR. Sigurgeir sagði að Brynjólfur hefði verið gerður út á net mestan hluta ársins en verið á humartrolli á sumrin. Ráðgert er að breyta útgerðar- munstrinu þegar Flatey kemur. „Netaveiðin hefur verið léleg á haustin og verð á ufsa sem fæst í netin er lágt. Afkoman fyrir útgerð og mannskap hefur því ekki verið nógu góð. Við gerum ráð fyrir að Flatey verði á trolli frá september og fram til loka febrúar, þá taka við net út apríl og síðan fer skipið á humartroll.” Sem kunnugt er hefur Vinnslu- stöðin einnig í hyggju að fá nýtt skip fyrir Drangavík VE en Sigur- geir sagði að það mál væri enn í at- hugun. Kvótastaða: Misjöfn veiði — eftir tegundum Nú eru aðeins um tveir mánuðir eftir af kvótaárinu og misjafnlega hefur gengið að veiða þær tegundir sem bundnar eru í kvóta. Líklega er það einsdæmi að eftir er að veiða yfir 80% í tveimur tegundum, þ.e. skráp- flúru og úthafsrækju. Einnig er mikið eftir óveitt af sandkola og grálúðu. Hins vegar hefur verið veitt umfram heildarkvóta í tveimur tegundum, í skarkola og þykkvalúru. Sjá nánar á bls. 9 Heildarsala á fiskmörkuðum landsins jókst þannig að magni til um 4,3% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra en velta þeirra stóð nokkurn veg- inn í stað. Skýrist það af um 4% lækkun á meðalverði allra fiskteg- unda. Verðlækkunin stafar meðal annars af því að samsetning á milli slægðs og óslægðs afla hefur breyst milli ára. Þá hefur orðið aukning í ódýrari tegundum. Tryggvi Leifur Óttarsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs íslands hf., sagði í samtali við Fiskifréttir að þrátt fyrir allt virtist ekki stór- kostlegur munur á sölu á fiskmörk- uðum á milli ára. „Aukningin var mest á fyrri hluta ársins. Mér sýn- ist að sá tírni sé alltaf að lengjast sem lítill fiskur kemur inn á mark- aðina. Salan er núna lítil allt frá maí og langt fram á haust. Ástæðan er til dæmis sú að handfæraveiðar hafa dregist heilmikið saman. Þá eru flestir stærri bátarnir búnir með kvótann. Einnig hafa stærri bátar margir hverjir verið að færast á æ færri hendur. Allt þetta hefur sín á- hrif,” sagði Tryggvi. Varðandi mikla aukningu á óslægðum fiski sagði Tryggvi að tilhneigingin væri að slægja meira í landi en áður, einkum fisk af dragnótabátum og minni línubátum. Sjá nánar á bls. 6. Netin yfirfarin Einn góðviðrisdag í júní rakst ljósmyndari Fiskifrétta á þau Ólöfu Rún Sigurjónsdóttur og Sævar Egilsson, vélstjóra og trillukarl í hjáverk- um, niðri á bryggju á Mjóafirði er þau voru að yfirfara grásleppuúthaldið en grásleppuvertíðinni lauk á þessum slóðum um mánaðamótin maí/júní. Sævar rær einn á Haferni SU til grásleppuveiða á vorin. Að þessu sinni fékk hann 42 tunnur af grásleppuhrognum á tveim mán- uðum sem hann segir að sé í slöku meðallagi. A síðustu vertíð vorið 2004 náði hann hins vegar 82 tunnum en þá var sérstaklega gott ár, bæði var tíðin góð og veiðin mikil. (Mynd/Fiskifréttir: Hlynur Arsælsson). 1 . * „ 'T1Sk b * f ‘iéim ,.. -/j ' ' Y! ^ __ J, !»p,' Heildarlausn á samhæfðum vélbúnaði Samstarfsaðili Rolls-Royce ÉM = HÉÐINN = | Stórás 6 • IS-210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is L 1 • • o

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.