Fiskifréttir - 08.07.2005, Blaðsíða 4
4
7.-10. september 2005 • www.icefish.is
FISKIFRÉTTIR 8. júlí 2005
FRETTIR
Treg veiði á grálúðu:
Of mikið veitt miðað við
afrakstursgetu stofnsins
— segir Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun
„Við höfum tiltölulegar litlar upplýsingar um gráiúðustofninn.
Aflabrögðin hafa verið að versna síðustu 20 árin. Mér sýnist aug-
Ijóst að skýringin á minnkandi veiði sé sú að veitt hefur verið of
mikið um langt árabil miðað við afrakstursgetu stofnsins án þess
að það liggi beint fyrir,” sagði Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur
á Hafrannsóknastofnun, í samtali við Fiskifréttir er hann var
spurður um skýringuna á dræmri veiði á grálúðu bæði í ár og á
síðasta fiskveiðiári. Þá náðist ekki að veiða nema hluta af kvótan-
um og allt stefnir í að svipað verði uppi á teningnum á yfirstand-
andi fiskveiðiári
Sem kunnugt er miðast veiðiráð-
gjöf Hafrannsóknastofnunar við
grálúðu sem veiðist við Austur-
Grænland, á Islandsmiðum og í
færeyskri lögsögu en grálúðan á
þessu svæði er talin vera af sama
stofni. Lengi vel voru íslendingar
að mestu einir um að nýta þennan
stofn en Einar benti á að veiðar við
Austur-Grænland hefðu farið vax-
andi. Fram kemur í nýjustu á-
standsskýrslu Hafró að hlutdeild
grálúðuafla á Islandsmiðum var
um og yfir 90% af heildaraflanum
á árunum 1982-1992 en minnkaði
ört eftir það og hefur verið 50-70%
frá árinu 1996. „Ekki hefur náðst
samkomulag milli þessara þriggja
landa um nýtingu grálúðustofns-
ins. Við leysum það ekki innan
fiskifræðinnar. Slíkt er pólitískt úr-
lausnarefni,” sagði Einar.
Öllu úthlutað til
íslcnskra skipa
Hafrannsóknastofnun leggur til
að veidd verði 15 þúsund tonn af
grálúðu á öllu svæðinu, þ.e. við
Austur-Grænland, ísland og Fær-
eyjar, á næsta fiskveiðiári. Ráð-
gjöfin miðaðist einnig við 15 þús-
und tonn á yfirstandandi fisk-
veiðiári. íslensk stjórnvöld hafa
undanfarin ár úthlutað öllum ráð-
lögðum afla til íslenskra skipa án
tillits til þess hve mikið er veitt
við Grænland og Færeyjar. Einar
var spurður hvort það væri gert
með þegjandi samþykki Hafrann-
sóknastofnunar. „I skýrslu Haf-
rannsóknastofnunar um ástand og
horfur nytjastofna kemur skýrt
fram að veiðiráðgjöf okkar miðast
við allt svæðið, ekki aðeins ís-
landsmið. Það fer ekkert á milli
mála. Sjávarútvegsráðherra hlýtur
að vera læs á skýrsluna eins og
aðrir menn. Stjórnvöld taka á-
kvörðun um heildaraflamark eftir
að við veitum ráðgjöf okkar.
Hvort við eigum að átelja ráðherr-
ann fyrir að fara ekki að okkar
ráðum er svo annað mál. Hins
vegar er sjálfsagt að upplýsa al-
menning um að það sé ekki gert,
sérstaklega þar sem skilja mátti af
fréttum frá ráðuneytinu að farið
hefði verið að mestu eftir ráðgjöf.
Þegar frávik frá ráðgjöf í einstök-
um tegundum voru hins vegar til-
greind í tilkynningu um afla-
Á grálúðuveiðum. (Mynd: Kristinn Benediktsson).
marksákvörðun þá var grálúðan
ekki á þeim lista.”
Grálúðan fer víða
Eins og vikið er að hér að fram
er lítið vitað um grálúðustofninn.
Fram kom hjá Einari að á árinu
2003 hefði verið farið í merkingar-
leiðangur fyrir austan land. Grá-
lúðan var veidd á línu í leiðangrin-
um. Einar sagði að aflabrögðin
hefðu verið það léleg að ekki hefði
tekist að merkja nema 300-400
grálúður í leiðangrinum. Þeir voru
því ekki nógu ánægðir með árang-
urinn. Þau merki sem þegar hafa
verið endurheimt hafa meðal ann-
ars verið í fiskum sem veiddir voru
í færeyskri lögsögu og á Hamp-
iðjutorginu. Af því virðist ljóst að
grálúðan sem veiðist á íslandsmið-
um fer víða. Einar gat þess í lokin
að Stjörnu-Oddi væri að þróa neð-
ansjávarmerkingarbúnað sinn, sem
notaður hefur verið til að merkja
karfa, þannig að unnt yrði að
merkja grálúðu í honum einnig. Ef
af því yrði skapaðist þar með
möguleiki á því að merkja grálúðu
neðansjávar sem veiðist í botn-
vörpu. Þar með væri hugsanlega
hægt að merkja grálúðu á mun hag-
kvæmari hátt en hingað til.
íslensku skipin í
Miðjarðarhafi:
Eru enn
að fiytja
túnfisk
— hefja veiðar í
landhelgi Líbýu
innan tíðar
„Þetta gengur allt sam-
kvæmt áætlun. Togararnir eru
ennþá að draga túnfiskkvíar
og verða í því verkefni svo
Iengi sem túnfiskvertíðin
stendur yfir, væntanlega út
júlímánuð. Eftir það halda
þeir til veiða í lögsögu Líbýu,”
sagði Rafn Sveinsson, útgerð-
armaður Sveins Rafns, í sam-
tali við Fiskifréttir en eins og
fram hefur komið í blaðinu eru
fjórir íslenskir togarar farnir
til Miðjarðarhafs og er stefnt
að því að þeir hefji veiðar í lí-
býskri Iögsögu innan tíðar.
Skipin sem um ræðir eru auk
Sveins Rafns: Eyborg, Erla og
Arnarborg. Tafsamt hefur verið
að ganga frá öllum pappírum
varðandi veiðarnar í Líbýu en
skipin hafa haft nóg verkefni við
túnfiskflutningana. Túnfiskur-
inn er veiddur í nót í Miðjarðar-
hafi og geymdur lifandi i kvíum
sem íslensku flutningaskipin
draga í land til Möltu. Túnfisk-
veiðiskipin eru frá Ítalíu, Spáni,
Líbýu og víðar. Rafn sagði að
fjöldi skipa væri í því að flytja
túnfiskinn auk íslensku skip-
anna. Að sögn Rafns fara ís-
lensku skipin á rækjuveiðar í
troll í landhelgi Líbýu. Rækjan
sem þau koma til með að veiða
er mjög stór eða allt upp í 100
grömm og er algengt að 10-15
stykki séu í kílóinu. Þá munu
þau veiða ýmsar tegundir af bol-
fiski með. Aflanum verður land-
að á Möltu.
Skráning meðafla við kolmunnaveiðar:
Kostnaðarauki fyrír vinnsiuna
— þurfum að finna leiðir til að losna við meðafla við kolmunnaveiðar annars er framtíð kol-
munnaveiða í hættu, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað
„Sannast sagna hvarflar það að mér hvort það myndi yfirhöf-
uð borga sig fyrir okkur að taka á móti kolmunna hér í Neskaup-
stað þegar ég sá þessa reglugerð því fyrirsjáanlegur kostnaður
við sýnatökur er það mikill. Auðvitað munum við fylgja þessum
reglum en kostnaðarauki er mikill og fannst okkur orðið nóg fyr-
ir,” sagði BjörgóJfur Jóhannsson, forstjóri Sfldarvinnslunnar hf.
í Neskaupstað, í samtali við Fiskifréttir er hann var inntur álits
á reglugerð sjávarútvegsráðherra um vigtun og skráningu með-
afla við kolmunnaveiðar sem tók gildi í byrjun vikunnar.
í reglugerðinni segir að vigtun-
arleyfishafi sem tekur á móti
kolmunna skuli taka sýni úr afla.
Niðurstaða sýnatöku skal lögð til
grundvallar við ákvörðun magns
og skráningu einstakra tegunda
meðafla. Fjöldi sýna úr hveijum
farmi skal ákveðinn þannig að úr
1000 lesta farmi og minni skal tek-
ið eitt sýni fyrir hverjar hundrað
lestir en þó aldrei færri en þrjú
sýni. Sé farmur stærri en 1000 lest-
ir skal að auki tekið eitt sýni úr
hverjum 200 lestum umfram 1000
lestir en þó skal aldrei taka fleiri en
15 sýni alls úr hverjum farmi. Þá
skal hvert sýni vega um það bil 500
kg. Skulu sýni valin þannig að
dregnar skulu út slembitölur fyrir
hverja heila lest á talnabilinu frá
einum til áætlaðs heildarafla og
ræðst fjöldi þeirra af tölu sýna.
Sýnin skulu sett í kar og merkt með
númeri og þau vegin til að ákvarða
heildarþunga hvers sýnis. Starfs-
menn vigtunarleyfishafa skulu teg-
undaflokka meðafla, telja fiska af
hverri tegund og vigta magn hverr-
ar tegundar í hverju sýni (kari).
Magn meðafla í hverri tegund skal
síðan uppreiknað með tilliti til
heildarafla hverrar löndunar og
skal sá meðafli skráður til afla við-
komandi fiskiskips í aflaskráning-
arkerfi Fiskistofu.
Björgólfur sagði að verksmiðjur
þyrftu að hafa góða aðstöðu til
þess að taka þetta mikla magn af
sýnum sem gert er ráð fyrir í reglu-
gerðinni. Einnig þyrftu þær að
leggja til starfsfólk. Kostnaðurinn
yrði því umtalsverður. „Að sjálf-
sögðu gengur ekki að við
kolmunnaveiðar komi mikill bol-
fiskur sem meðafli sem ekki skrá-
ist til aflamarks. Eg tel að við þurf-
um að huga að öðrum hagkvæmari
leiðum til að skrá þennan meðafla.
Einn valmöguleikinn er að flokka
hann frá úti á sjó og koma með
hann að landi aðskildan frá öðrum
afla. Mér finnst sá möguleiki koma
vel til greina. Það skiptir þó auðvit-
að mestu máli að losna við meðafla
við kolmunnaveiðar eins og kost-
ur er. Við erum að vinna að því
með því að nota skiljur um borð í
Berki NK og höfum áhuga á að
þróa þá leið enn frekar. Þess má
geta að í næsta túr hjá Berki verða
rannsóknamenn um borð sem
ætla að mynda neðansjávar
hvernig skiljan vinnur og það
verður fróðlegt að sjá niðurstöður
þeirra rannsókna, Ég tel að flest-
ar útgerðir kolmunnaveiðiskipa
muni ekki treysta sér til að leggja
til mikinn bolfiskkvóta til að geta
stundað þessar veiðar. Við verð-
um því að finna leiðir til að losna
við meðaflann annars er framtíð
kolmunnaveiða í hættu,” sagði
Björgólfur.