Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.07.2005, Side 6

Fiskifréttir - 08.07.2005, Side 6
6 7.-10. september 2005 • www.icefish.is FISKIFRETTIR 8. júlí 2005 FISKIFRÉTTIR 8. júlí 2005 7 FRETTIR Fiskmarkaðir fyrstu sex mánuði ársins: Magnið jókst um 4,3% en veltan stóð í stað Þrátt fyrir að heildarsala á fiskmörkuðum landsins hafi aukist um 4,3% á fyrstu sex mánuðm ársins miðað við sama tíma í fyrra stóð velta þeirra nokkurn veginn í stað á tímabil- inu. Skýrist það af um 4% lækk- un á meðalverði allra fiskteg- unda samkvæmt samantekt Fiskifrétta sem unnin er upp úr gögnum frá Islandsmarkaði. Fyrstu sex mánuði ársins 2005 voru seld rétt tæp 60 þúsund tonn á fiskmörkuðum landsins og heild- arveltan nam rétt rúmum 6,5 millj- örðum króna. Fyrstu sex mánuði ársins 2004 voru seld rétt rúm 57 þúsund tonn fyrir um 6,5 milljarða króna. Meðalverð á kíló fyrir allar tegundir lækkaði úr um 114 krón- um niður í um 109 krónur milli ára fyrir sama tímabil. Jafnmikið af óslægðum afla og slægðum Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er verðlækkunin ekki eins mikil og í fyrstu sýnist þar sem samsetning á milli slægðs og ó- slægðs afla hefur breyst milli ára. Hvað sem því líður þá lækkaði meðalverð fyrir allar tegundir; um 3% á slægðum fiski og um 2% á ó- slægðum fiski. Sala á slægðum fiski dróst saman um rúm 8% á tímabilinu en jókst um heil 20% í óslægðum fiski. Munar þar mest um aukningu á óslægðri ýsu, ufsa og gullkarfa. Nú er svo komið að nokkurn veginn jafnmikið er selt af óslægðum fiski og slægðum á fisk- mörkuðunum. Mikil aukning í óslægðri ýsu Taflan sýnir að samdráttur varð í sölu á flestum helstu tegundum í slægðum afla. Mestur var sam- drátturinn hlutfallslega í ufsa, eða um 30%. Einnig varð talsverður samdráttur í sölu á slægðum stein- bít og slægðum þorski. Þá má einnig sjá að um 10% samdráttur varð í sölu á þorskhrognum á tíma- bilinu. Slægð langa sker sig úr með um 32% aukningu en einnig var lít- ilsháttar aukning í sölu á slægðum skarkola. Yfirleitt var nokkur aukning í sölu á óslægðum afla í flestum tegundum. Mesta aukning hlutfallslega var í sölu á óslægðri ýsu, eða um 38%. Sala á óslægðum ufsa jókst einnig mikið eða um tæp 32% Verðhækkun á steinbít Yfirleitt hefur meðalverð á helstu tegundum lækkað á milli ára miðað við fyrri helming ársins. Slægður þorskur hefur til dæmis lækkað urn rúm 9%, fór úr 176,21 kr./kg fyrstu sex mánuði ársins 2004 niður í 159,86 kr./kg fyrir sama tíma í ár. Þrátt fyrir verðlækkun svona nokkurn veginn á línuna má sjá hækkun í verði í nokkrum tegund- um milli ára. Ber þar hæst um 27% hækkun á slægðum steinbít og 18% hækkun á óslægðum steinbít. Með- alverð á slægðum steinbít fór þannig upp í rétt rúma 101 krónur á fyrri helmingi þessa árs. Sala á fiskmörkuðum fyrstu árin 2004 og 2005 Tonn Tonn 2004 2005 Breyting sex mánuði Meðal- Meðal- verð verð 2004, 2005, kr./kg kr./kg Breyting Þorskur - slægður 11.543 10.250 -11,20% 176,21 159,86 -9,30% Þorskur - óslægður 11.487 13.539 17.90% 130,43 126,76 -2,80% Ysa - slægð 5.671 5.381 -5,10% 92,59 90,59 -2,20% Ýsa - óslægð 5.859 8.091 38,10% 99,11 93,79 -5,40% Ufsi - slægður 3.413 2.364 -30,70% 35,98 33,63 -6,50% Ufsi - óslægður 844 1.110 31,50% 28,33 29,04 2,50% Gullkarfi - óslægður 2.129 2.574 20,90% 68,25 62,16 -8,90% Steinbítur - slægður 3.124 2.698 -13,60% 79,56 101,29 27,30% Steinbítur - óslægður 1.990 1.847 -7,20% 56,07 66,22 18,10% Skarkoli - slægður 1.489 1.561 4,80% 188,97 176,88 -6,40% Skarkoli - óslægður 1.805 1.765 -2,20% 121,31 131,07 8,00% Langa - slægð 1.057 1.399 32,40% 71,83 73,37 2,10% Þorskhrogn 1.165 1.053 -9,60% 125,91 117,64 -6,60% Allar tegundir, slægt 32.480 29.756 -8,40% 124,23 120,38 -3,10% Allar tegundir, óslægt 24.672 29.830 20,90% 100,65 98,57 -2,10% Samtals slægt og óslægt 57.152 59.586 4,30% 114,05 109,46 -4,00% Unnið upp úr gögnum frá íslandsmarkaði. Fiski landað á Faxamarkaði. (Mynd:Teitur). 7.-10. september 2005 • www.icefish.is RANNSÓKNIR Texti: GAG Mynd að ofan: Horft úr suðaustri yflr nyrðri hluta mælingasvæðis fyrir sunnan land. Landgrunnsbrúnin er á um 200 m dýpi, í rauðum lit, og mesta dýpi á myndinni er um 1850 m í botni gljúfranna. Breidd rannsóknasvæðisins er um 100 km. Mynd Guðrún Helgadóttir. Efri mynd til hægri: Fjölgeislamynd af hafsbotninum suður af Hornafjarðardjúpi. A myndinni má greinilega sjá bratta hlíðina með gilskorningum. Rákirnar í appeisínugula fletinum eru taldar vera jökulrákir. Neðri mynd til hægri: Rs. Árni Friðriksson er búinn fullkomnum fjölgeislamæli til kortlagningar hafsbotnsins. Kortlagning Kötlugrunns með fjöigeislamæiingum: Forgangur vegna hugsanlegs eldgoss Kortlagning hafsbotnsins kringum ísland er verkefni sem ráðist var í þegar rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom nýtt til Iandsins árið 2000. í skipinu er fjölgeisladýptarmælir (Multibeam Echo Sounder) af gerðinni Simrad EM en með honum er hægt að kort- leggja hafsbotninn af mun meiri nákvæmni en gert er með hefð- bundnum dýptarmæli. Upplýsingar fást um lögun og gerð hafs- botnsins með nákvæmum dýptarlínu-, sólskugga- og þrívíddarkort- um auk botngerðarkorta. Tækið er hið fyrsta sinnar tegundar í ís- lensku skipi og reynslan hefur þegar leitt í Ijós mikilvægi þess. í langtímaáætlun Hafrann- sóknastofnunarinnar hefur verið lögð áhersla á að kortleggja valin svæði á ytri hluta landgrunnsins og landgrunnshlíðar niður á 2.500 metra dýpi sunnan og vest- an lands, auk neðansjávarhryggj- anna suðvestur og norður af land- inu. Stefnt er að því að nýta upp- lýsingarnar við margvíslegar rannsóknir stofnunarinnar, m.a. könnun nýrra og þekktra fiski- slóða, áhrifa veiðarfæra á botn, á vistkerfum botndýra og hrygg- leysingja, hrygningarstöðva og á jarðfræði hafsbotnsins. Fram til þessa hafa fjölgeisla- mælingar að mestu leyti verið gerðar í sérstökum kortlagningar- leiðöngrum en stefnt er að frekari nýtingu tækisins samhliða öðrum rannsóknum, svo sem í síldar- og loðnuleiðöngrum líkt og gert var árið 2002. Á árunum 2000 til 2001 var kortlagt um 12.000 ferkílómetra svæði fyrir sunnan land, frá land- grunnsbrún við Háfadjúp til suðurs að 62. gráðu norðlægrar breiddar og til austurs yfir vestari Kötlu- hrygg og yfir lengstu neðansjavar- rásir sem þekktar eru hér við land en þær eru kenndar við Reynisdjúp og Mýrdalsjökul. Sjávardýpi á rannsóknasvæðinu er 100 til 2.200 metrar. Að mörgu leyti er landslag þarna svipað því sem víða sést á landi þar sem árrof er ríkjandi, þ.e. gil og skorningar á milli íjalla og hryggja, sem sameinast í þeim tveimur meginfarvegum sem áður eru nefndir. Kolbeinseyjarhryggur minnir á Þingvelli Um mitt sumar 2002 var liðlega 5.000 ferkílómetra svæði kortlagt í Eyjaljarðarál, Skjálfandadjúpi, Skjálfanda og á Kolbeinseyjahrygg í samstarfi við Orkustofnun og Raunvísindastofnun Háskóla ís- lands. Mælingar leiddu í ljós margt áður óþekkt á þessu virka brota- svæði, s.s. nákvæma legu mis- gengja, fjöll og eldfjallakerfi, upp- streymisholur og menjar ísaldar- jökuls. Landslagið á hluta rann- sóknarsvæðisins á Kolbeinseyjar- hrygg minnir að mörgu leyti á Þingvelli. Gjábarma má rekja margra kílómetra leið og víða sjást merki um hvernig hraun rann frá sprungusvæðinu. Stofnunin er í samstarfi við Sjó- mælingar Islands um nýtingu fjöl- geislagagna til sjókortagerðar og eru slík gögn nú þegar komin í ný- lega endurútgefin sjókort af svæð- inu fyrir sunnan land. Kortlagning tengd friðun Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðar- forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar, segir að reynt sé að sinna þessum hafbotnsrannsóknum af fremsta megni. Nú sé í gangi fyrir norðausturlandi rannsóknir vegna friðunar á ákveðnum svæðum og í tengslum við þær rannsóknir sé ver- ið að kortleggja hafsbotninn þar sem farið er um. Guðrún Helgadótt- ir, sérfræðingur á Hafrannsókna- stofnun, mun seinna í sumar fara í leiðangur á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni til þess að halda kort- lagningu hafnsbotnsins innan 200 mílna landhelginnar áfram. Guðrún Helgadóttir hefur verið leiðangurs- stjóri í fyrri leiðöngrum þar sem hafsbotninn hefur verið kortlagður. Sl. þrjú hefur verið unnið fyrir iðn- aðarráðuneytið, utanríkisráðuneytið og landgrunnsnefnd við rannsókn sem stendur í um 50 daga á hverju ári og tengist m.a. kröfugerð um yf- irráð yfir hafsbotninum. Því tengdu þurfa að liggja fyrir mælingar um eðli hafsbotnsins. Hamfarahlaup úr Mýr- dalsjökli getur breytt hafsbotninum - Fyrstu hafsbotnsmœlingarnar á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni fóru fram á Kötlugrunni. Eru einhverjar ástæður sem liggja til grundvallar því að þessar rann- sóknir hófust þar? „Þetta svæði þótti áhugaverðast jarðfræðilega og því fóru fyrstu prófanir á tækjunum í rannsókna- skipinu fram þarna. Það vofir yfir Kötlugos og því þótti það mjög á- hugavert að fá ítarlegt kort af Kötlugrunni ef þarna yrði ham- farahlaup úr Mýrdalsjökli svipað og mun hafa gerst árið 1918 og geta þá borið saman mælingar sem gerður yrðu bæði fyrir og eftir slíkt hamfarahlaup í kjölfar mikils eld- goss. I tengslum við rannsóknir á kóröllum t.d. á Reynisdýpi og Lónsdýpi og búsvæði hafsbotns- ins höfum við verið að kortleggja hafsbotninn og gert ítarleg kort, t.d. suðaustur og suðvestur af landinu, s.s. á Reykjaneshryggn- um,” segir Ólafur S. Ástþórsson. Tíu ára verkefni í það minnsta „Rannsóknir á Kolbeinseyjar- svæðinu og kortlagning þar hefur verið í samstarfi við Háskóla Is- lands og er liður í því að rannsaka hafsvæðið suðvestur af landinu þar sem Atlantshafshryggurinn kemur inn á landið og eins norð- austur af landinu á Melrakka- sléttu þar sem hryggurinn liggur frá landinu til hafs. En við höfum þurft að taka mið af öðrum verk- efnum til þess að nýta skipið og tímann sem best. Við höfum gert kort af Hvalfirði og Arnarfirði á- samt nokkrum rninni stöðum þannig að þetta lítur út á korti yfir landið eins og mósaík. Það þéttist svo með tíð og tíma. Okk- ar draumur hér á Hafrannsókna- stofnun er að geta lokið kortmæl- ingum af öllu landgrunninu og lögsögunni á næstu 10 árum eða svo,” segir Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar. landgrunnsbrún Reynisdjúps- gljúfur Mýrdalsjökuls- gljúfur FRÉTTIR Kolmunni: Ingunn AK efst Mjótt var á mununum í byrjun vikunnar á þremur efstu kolmunnaskipunum en þau voru þá komin með um og yfir 20 þús- und tonna veiði hvert á árinu. í efsta sæti trónaði Ingunn AK með rétt rúmt 21 þúsund tonn. Hólmaborg SU kom þar á efltir með rúm 20 þúsund tonn og í þriðja sæti var Jón Kjartansson SU með 20 þúsund tonn. I heild höfðu íslensku skipin veitt í byrjun vikunnar um 222 þúsund tonn af kolmunna á ár- inu og eftir var að veiða um 123 þúsund tonn af 345 þúsund tonna heildarkvóta. Kolmunnaafli 2005, efstu skip m.v. 4. júlí Eftir- Röð Skip Am stöðvar 1 Ingunn 21.187 5.964 2 Hólmaborg 20.335 17.509 3 Jón Kjartansson 20.035 8.407 4 Börkur 18.407 15.619 5 Faxi 17.256 3.220 6 Ásgrímur Halldórsson 12.696 4.888 7 Huginn 11.259 3.281 8 Guðmundur Ólafur 10.385 3.898 9 Hoffell 10.302 6.387 10 Áskell 8.022 8.413 11 Svanur 8.005 1.995 12 Háberg 7.723 2.836 Heimild: Fiskistofa. Eftir- Röð Skip Afli stöðvar 13 Bjarni Ólafsson 7.291 8.913 14 Álsey 6.944 1.012 15 Júpíter 6.911 9 16 Beitir 6.126 8.326 17 Sunnuberg 6.084 6.804 18 Jóna Eðvalds 4.794 3.312 19 Vilhelm Þorsteinsson 4.176 313 20 Björg Jónsdóttir 3.491 1.081 21 Baldvin Þorsteinsson 3.240 652 22 Guðmundur 2.815 261 23 ísleifur 2.664 5.184 24 Sighvatur Bjarnason 1.728 2.741 Tvílembingsveiðar: Ætia að skipta yfir í stærra troll — til að auka kolmunnaveiðina Sighvatur Bjarnason VE og Isleifur VE hafa farið einn túr á sfld og tvo túra á kolmunna á tvflembingsveiðar, þ.e. skipin stunda tilrauna- veiðar með einu trolli sem þau draga á milli sín. Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum gekk sfldartúrinn ágætlega en Jón Eyfjörð, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE, sagði í samtali við Fiskifréttir nú fyrir helgi að þeir væru ekki nógu ánægðir með árangurinn á kolmunnaveiðunum. Ráðgert er að fara út með stærra troll næst þeg- ar skipin fara saman á veiðar. I fyrri kolmunnatúrnum fengu skipin um 2.200 tonn samanlagt og i þeim seinni um 800 tonn. „Við höfum verið að toga með 1.800 trolli og erum hálfvonsviknir með árangurinn. Við erum að fá sama afla og aðrir bátar sem draga einir troll af sömu stærð og ekkert fram- yfir það. Við væntum þess upphaf- lega að fá meiri afla meðal annars vegna þess að við getum togað hraðar. Hins vegar má ekki gleyma því að við erum engu að síður að fá mun meiri afla en þegar við vorum að toga einir,” sagði Jón Eyfjörð. Þegar rætt var við Jón síðastlið- inn föstudag var Sighvatur Bjarna- son VE á leið til Vestmannaeyja. Þeir náðu aðeins tveinr dögum á veiðurn í síðasta túr í færeysku lög- sögunni en eftir það datt veiðin nið- ur. Islensku kolmunnaskipin voru þá að leita að kolmunna á stóru svæði langt norður eftir bæði innan íslensku lögsögunnar og utan. „Við ákváðum að fara í land fyrst ekkert veiddist til að fá okkur stórt 2.048 Hampiðjutroll. Meðan verið er að stækka trollið geri ég ráð fyrir að við förum sitt í hvoru lagi á veiðar í næsta túr. Að öðru leyti erum við búnir að leysa öll önnur mál gagn- vart þessum tvílembingsveiðum. Við erum t.d. ekki lengur að koma frá okkur trollinu og taka það um borð en þegar við erum einir. Þetta gengur allt mjög lipurt en við vilj- urn veiða meira.” Listaverð flotaolía - skv. heimasíðum: Atlantsolía 46,40 kr. pr/líter ’ Shell 48,80 kr. pr/líter j Esso 49,40 kr. pr/líter Verð eru með vsk. ATLANTSOLÍA Listaverð: 05.07.2005 Finnur Jónsson: 591 3120

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.