Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.07.2005, Síða 8

Fiskifréttir - 08.07.2005, Síða 8
8 7.-10. september 2005 • www.icefish.is FISKIFRÉTTIR 8. júlí 2005 FRÉTTIR Á beitukóngsveiðum á Garpi SH árið 2003. Víða hægt að finna beitukóng á Breiðafirði: Veiðin um 11 kg í gildru þegar vel gengur — Ásgeir Valdimarsson í Grundarfirði hefur keypt beitukóngsvinnslu Útgerðar Arnars í Stykkishólmi Ásgeir Valdimarsson í Grundarfirði er á beitukóngsveiðum á 12 tonna bát, Garpi SH-95. Hann segir í samtali við Fiskifréttir aflann vera svona upp í 5 tonn í róðri en farið er um hálfsex á morgnana og komið til baka um kvöldmatarleitið. Undanfarið hefur Ásgeir verið á norðursvæðinu í námunda við Brjánslæk en þangað er um 4 tíma sigling frá Grundarfirði. Tilgangurinn með því að fara þetta langt er ekki síst sá að hvíla suðursvæðið. Auk Garps SH eru tveir aðrir bátar á beitukóngsveiðum, Sproti SH og Jakob Einar SH. Afli allra bátanna er unninn hjá Ásgeiri Valdimarssyni í Grundarfirði. Beitukóngurinn er fyrst soðinn í skelinni, síðan er hún brotin af honum, hann hreinsaður og loks lausfrystur. Afurðinni er síðan pakkað í 10 kg kassa. Á síðasta ári voru tveir aðilar við Breiða- íjörð sem unnu beitukóng en Ás- geir er nú einn eftir. „Við höfum selt okkar tæki og búnað vestur í Grundarijörð til Ásgeirs Valdi- marssonar enda er ekki pláss fyr- ir nema einn aðila á Breiðafirði við veiðar og vinnslu á beitu- kóng. Svo vorum við einnig óá- nægð með afkomuna svo þessum veiðiskap var að mínu mati sjálf- hætt,” sagði Guðbrandur Björg- vinsson, útgerðarmaður hjá Út- gerð Arnars í Stykkishólmi, í samtali við Fiskifréttir en á hans vegum var beitukóngur veiddur og unninn í nokkur ár. Þarf af hvíla svæðin Ásgeir Valdimarsson segir að víða sé hægt að finna beitukóng í Breiðafirði en samt er hann ekki í verulegu magni alls staðar. „Það getur verið snúið að finna þá bletti sem eitthvað magn er á. Að jafnaði fást um 11 kg í gildru ef vel gengur, en við erum að draga þær svona þriggja til ijögurra nátta. Það væri hægt að láta gildrurnar liggja lengur með tilliti til þess að beitukóngurinn er ekki að skemm- ast í þeim. Ef hann er svona vikum skiptir í gildrunum fer að bera á tómum skeljum í gildrunum, þ.e. þeir fara að éta hver annan. Eg sit orðið einn að veiðum og vinnslu á beitukóng við Breiðafjörð en ég keypti allar vélar af vinnslunni í Stykkishólmi og eins allar gildrur. Eg held að það sé ekki pláss fyrir fleiri aðila við beitukóngsveiðarn- ar. Meiri sókn mundi rústa stofnin- um. Við verðum að fara varlega í þetta og ganga ekki of nærri veiði- svæðunum og hvíla ákveðin svæði reglubundið. Þótt veiðin sé góð á á- kveðnu svæði reynum við að leggja ekki alveg á sama svæði strax aftur,” segir Ásgeir. Nægur markaður — Er nœgur markaður fyrir beitukóng? „Já, það virðist vera. Þetta fer svolítið á Frakkland og einnig til Suður-Kóreu. Við erum að fá þokkalegt verð fyrir beitukónginn í evrum en vegna sterkrar stöðu ís- lensku krónunnar er þetta varla á- sættanlegt. En með því að velta hverri krónu sleppur þetta kannski en við höldum áfram í þeirri von að það komi að því að gengið lagist. Við hættum yfirleitt veiðum á beitukóng um jólaleitið og byrj- um ekki aftur fyrr en í maímán- uði. Það ríkir eitthvað hrygning- arástand i janúar og febrúar. Við erum yfirleitt á þorskanetum á Breiðafirði þann tíma sem ekki er verið á beitukónginum,” segir Ásgeir. Veiðarnar hófust 1996 I apríl 1996 hófúst tilrauna- veiðar á beitukóngi í Breiðafirði og í fyrstu stundaði aðeins einn bátur veiðarnar með 100 gildrum. Fljótlega ljölgaði gildrum og í lok ársins voru bátarnir orðnir fjórir með alls yfir 4.000 gildrur. I fyrstu var aflinn frekar rýr með- an sjómenn voru að prófa sig á- fram með veiðisvæði og beitu. Meðalaflinn var um eða yfir tvö kg í hverja gildru frá apríl til júní, jókst í tæp 6 kg í október en minnkaði í tvö kg í desember. Alls var landað rúmlega 500 tonnum af beitukóngi til vinnslu í Stykkishólmi á árinu 1996. Árið 1997 stunduðu 7 bátar beitu- kóngsveiðar í Breiðafirði, þar af þrír nær allt árið. Alls lönduðu þeir 1.284 tonnum til vinnslu sem er mesti ársafli til þessa. Veiðar á beitukóngi hafa ekki verið sam- felldar og dottið niður sum ár. Meðalafli í hverja dregna gildru árið 2004 var 3,1 kg samanborið við 4,8 kg árið 2003 og ársaflinn 631 tonn. Samkvæmt aflatölum Fiskistofu 1. júlí sl. er aflinn á þessu ári kominn í 174 tonn. Samverkandi þættir í umhverfinu svo sem hitastig sjávar, æxlunar- ferill og hrygning gera það að verkum að beitukóngur veiðist illa hluta ársins. Gögn frá sjóstangaveiðimótum um þorsk: Benda til vaxandi göngu á grunnslóð — á Vestfjörðum og Norður- og Austurlandi Eitt af rannsóknaverkefnum Hafrannsóknastofnunarinnar sem unnið hefur verið að á yfirstandandi ári er athugun á því hvort unnt sé að nýta gögn sjóstangaveiðifélaga við stofnmat. Hreiðar Þór Val- týsson, fiskifræðingur og umsjónarmaður verkefnisins, segir að nýtt séu gögn allt frá árinu 1994 um sókn og samsetningu afla. Álíta megi að afiinn sé eins konar vísitala á það fiskmagn sem sé á svæðinu þar sem mótið fari fram. Á sama tíma og vísitalan hafi minnkað í togar- arallinu hafi hún ekki minnkað í veiðum á grunnslóð. Spurning sé hvort þessi gögn séu nýtanleg til útreikninga á vísitölu og hvort slík vísitala sé í samræmi við önnur gögn sem nýtt eru í dag við stofnmat. Einnig hvort þau segi eitthvað til um göngur eða magn þorsks eða annarra fiska á grunnslóð. Á sjóstangaveiðimótunum gilda ákveðnar reglur til að keppendur eigi jafna möguleika á verðlaunum en þessar reglur gera gögnin stöðl- uð þ.e.a.s. svipuð veiðarfæri hafa ætíð verið notuð og keppnir fara fram á svipuðum tíma á hverju ári. Gögn frá sjóstangaveiðimótum benda til þess að magn þorsks á grunnslóð hafi farið vaxandi á Vestfjörðum og Norður- og Austur- landi, en standi nokkurn veginn í stað á Vestur- og Suðurlandi. Þegar gögn um meðalþyngdir á öllum stöðum eru borin saman kemur í ljós að almennt hefur meðalþyngd farið vaxandi á Vestfjörðum, Norð- urlandi og Austurlandi en hins veg- ar hefur hún almennt minnkað á Vesturlandi og Suðurlandi. Líklegt er að skýringin á þessum breyting- um sé sú að sjávarhiti í kringum landið hefur farið hækkandi á síð- ustu tveimur árum. Þegar afli á mótum Sjóstanga- veiðifélags Akureyrar er borinn saman við stofnstærðarvísitölur og afla bátaflotans í Eyjafirði kemur í ljós að oft er tölfræðilega marktækt samband á milli gagna frá Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar og leiðangra Hafró og afla á sóknar- einingu ýmissa veiðafæra í Eyja- firði. Þorskafli á mótum Sjóstanga- veiðifélags Akureyrar var einnig í flestum tilfellum í marktæku sam- bandi við þorskafla í innfjarðar- rækjuleiðöngrum á Norðurlandi. Um 80% útflutn- ings á eldifiski eru ferskur, heill eldislax Fyrstu fjóra mánuði yfirstandandi árs voru flutt út liðlega 51 tonn af ferskum og heilum eldissilungi til 12 landa og var fob-andvirði út- flutningsins um 21 milljón króna og meðalverð 404 kr/kg. Ferskur, heill eldislax var fluttur út til 7 landa og var magnið rúm þúsund tonn og fob-andvirði útflutningsins 216 milljónir króna og meðalverð 202,18 kr/kg. Um 22 tonn af ferskum, heilum laxfiski voru flutt út fyrir 7,8 milljónir króna, eða meðalverð 355,86 kr/kg. Alls nam út- flutningur á eldisfiski þessa fyrstu fjóra mánuði ársins liðlega 1.349 tonnum. Athygli vekur að flutt var út lif- andi eldislúða, þ.m.t. seiði til Nor- egs fyrir 10,2 milljónir króna og er meðalverð þar 17.122 kr/kg en að- eins var um 599 kg að ræða. Flaka- útflutningur er einnig umtalsverð- ur, en flutt voru út 77 tonn af ferskum laxaflökum til Bandaríkj- anna, Belgíu og Svíþjóðar fyrir 27,9 milljónir króna og meðalverð því 360,55 kr/kg. Meðalverð fyrir fersk silungsflök er mun hærra, eða 702,15 kr/kg en flutt voru út 36,2 tonn fyrir 25,4 milljónir króna. Útflutningur á reyktum laxi var nokkuð jafn í öllum ljórum mán- uðunum, þó mest í apríl. Útflutn- ingurinn nam 17,2 tonnum fyrir 14,9 milljónir króna og meðalverð því 843,71 kr/kg. Meðalverð á reyktum silungi er mun hærra, eða 2.130,38 kr/kg, en samanburður varla marktækur því útflutningur á reyktum silungi nam þessa mánuði aðeins 24 kg í marsmánuði til Sví- þjóðar fyrir 51.129 krónur. Víða er verið að bera niður í markaðssetn- ingunni, m.a. var fluttur út haf- beitalax og landfryst silungsflök í blokk til Malasíu, heill eldislax til Færeyja, heill laxfiskur og eldissil- ungur til Sviss og reyktur lax til Úganda.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.