Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.07.2005, Side 9

Fiskifréttir - 08.07.2005, Side 9
FISKIFRETTIR 8. júlí 2005 7.-10. september 2005 • www.icefish.is 9 FRETTIR Fiskveiðiáríð 2004/2005: Yfir 80% óveidd í tveim tegundum — þegar aðeins tveir mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu Það verður líklega að teljast einsdæmi að nú þegar aðeins tveir mánuðir eru eftir af fisk- veiðiárinu að eftir er að veiða yfir 80% kvótans í tveimur teg- undum, þ.e. um 86% af skráp- flúrukvótanum eru óveidd og um 82% af úthafsrækjukvótanum. Þá er einnig eftir að veiða um 60% af sandkolakvótanum sem Betur hefur gengið að veiða steinbítskvótann á þessu fiskveiðiári en árið þar á undan. (Mynd: Einar Asgeirsson). er heldur meira en í fyrra og 47% eru óveidd af grálúðunni sem er svipað hlutfall og á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Á meðfylgjandi skýringarmynd, sem unnin er upp úr gögnum frá Fiskistofu, má sjá að á heildina lit- ið hefur gengið ágætlega að veiða úthlutaða kvóta. Um 19% eru nú ó- veidd og er það svipað hlutfall og á sama tíma í fyrra en þá átti eftir að veiða um 21% kvótans. Mjög vel hefur gengið að veiða ýmsar teg- undir. Þannig er aðeins eftir að veiða 15% af humarkvótanum en á sama tíma í fyrra var t.d. eftir að veiða um 41 % humarkvótans. Vel hefur einnig veiðst af skötu- sel en aðeins 7% eru eftir af kvót- anum. Á sama tíma í fyrra var eftir að veiða um 29% af skötuselnum. Einnig er hlutfallslega lítið eftir af löngukvóta og skarkolakvóta. Þá er langlúrukvótinn uppurinn og farið hefur verið um 4% fram úr heim- ildum í þykkvalúru og 5% í skar- kola. Síldarkvótinn náðist einnig að þessu sinni en aðeins 1% er eft- ir af kvótanum. Loks má vekja at- hygli á því að einungis er eftir að veiða 14% af steinbítskvótanum. Betur hefur gengið að veiða stein- bítinn að þessu sinni heldur en í fyrra þegar 35% voru eftir af kvót- anum á þessum tima. Ræðst það líklega af því að verð á steinbítnum hefur hækkað talsvert milli áranna 2004 og 2005. Eftirstöðvar kvóta 1. júlí 2005 Kvóti 174.003 tn Óveitt 21.240 tn Kvóti 79.058 tn Óveitt 8.081 tn Kvóti 60.880 tn Óveitt 13.610 tn Kvóti 65.244 tn Óveitt 15.729 tn Kvóti 3.597 tn Óveitt 600 tn Kvóti 5.806 tn Óveitt 3.439 tn Kvóti 12.969 tn Óveitt 1.851 tn Kvóti 5.335 tn Óveitt 4.611 tn Kvóti 1.991 tn Óveitt 136 tn Kvóti 17.986 tn Kvóti 4.921 tn Óveitt 8.527 tn Umfram 228 tn Kvóti 1.718 tn Umfram 60 tn Kvóti 3.373 tn Óveitt 186 tn Kvóti 1.881 tn Óveitt 23 tn Kvóti 469 tn Óveitt 61 tn Kvóti 115.164 tn Óveitt 927 tn Kvóti 803.256 tn Óveitt 164.042 tn Kvóti 560 tn Óveitt 86 tn Kvóti 18.873 tn Óveitt 15.408 tn Noregur: Fiskveiði- laga- brotum fækkar Tölur frá norsku strand- gæslunni benda til þess að fiskveiðilagabrotum hafi fækkað frá því í fyrra. Á þetta ekki síst við um fjölda er- lendra skipa sem tekin hafa verið fyrir brot á norsku fisk- veiðilöggjöfinni, að því er fram kemur á Skip.is. Það, sem af er árinu, hafa fimm erlend skip verið tekin fyrir meint fiskveiðilagabrot og færð til hafnar í Noregi. Brotin hafa verið fólgin í því að möskvi i trollum hefur verið of smár, skipstjórar þeirra hafa lát- ið undir höfuð leggjast að til- kynna skipin inn í lögsöguna á fyrirframákveðnum stöðum eða þá að uppgefnar aflatölur hafa verið of lágar. Tíu norsk skip haf verið tekin í ár og eru brot þeirra aðallega fólgin í því að þau hafa verið að veiðum á stöðum þar sem þau höfðu ekki veiðileyfi eða þá að afladag- bækur hafa verið færðar á rang- an hátt. NRK greindi frá. KVÓTAMIÐLUN HITTUM í MARH * Eigum i aflamarki þorsk, ýsu, steinbít, löngu, keilu, karfa, skarkola, ufsa, sandkola, skrápflúru og langlúru. * Vantar ýsu i krókaaflamarki. * Eigum I krókaaflamarki þorsk, ufsa, steinbit, löngu, keilu og karfa. * Vantar þykkvalúru og skötusel I aflamarki. * Vantar síldarkvóta Höfum kaupendur af hlutdeild i öllum tegundum I Aflamarki og Krókaaflamarki. Vinsamlegst hafið samband við Friðbjörn Fiskmarkaður Islands hf. í síma 430 3743 eða 840 3743, fax 430 3741 e-mail fridbjorn@fmis.is

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.