Sæbjörg - 01.11.1938, Síða 9
S Æ BJÖRG
3
SamtaÉ £ emuM ipcoíti.
Ungmennadeildir úti um Iand ættu að láta leika þátt
þennan á samkomum sínum.
(Leikþátturinn liefst á því aS
dóttirin kemur heim úr skólan-
um og heilsar föður sinum glað-
lega. Leikendurnir eru að eins
tveir, faðirinn (f.) og dóttir
hans (d.), sem er á barnaskóla-
aldri).
D: Komdu sæll pabbi minn,
nú var þó gaman í dag.
F: Sæl elskan mín. Hvað var
svona sérstaklega skemtilegt í
dag í skólanum?
D: Það var ekki i skólanum.
F: Hvað segirðu barn, var
það ekki i skólanum? Hefirðu
máske farið eitlivað að skemta
þér, í stað þess að fara í skól-
ann ?
D: Já, en það gerði ekkert til,
]íví kennarinn var með.
F: Svo já — fóruð þið í
gönguferð ?
D: Nei, nei, en gettu livert við
fórum.
F: Á náttúrugripasafnið?
D: Nei, gettu betur.
F: Nú —• við skulum sjá,
Þjóðminjasafnið, eða listasafn-
ið, eða ....
D: Nei pabbi minn. Yið fór-
um ekki á neitt safn. Við fórum
á Slökkvistööina.
F: Hvað segirðu barn,
Slökkvistöðina? Nú hvað er
þetta, kviknaði i nokkurum?
D: Nei-hei —- en við fengum
að vita hvað ætti að gera, ef
það kviknaði i einbverjum.
F: Ja hérna, á flesta staði er
nú farið að leiða þessi skóla-
börn.
D: Já, og við fengum að vita
mikið, mikið meira. Heyrðu
pabbi, þú hefir nú altaf svo lít-
inn tíma til þess að tala við mig.
Mig langar svo mikið til þess að
segja þér svo voða, voða mikið,
sem eg veit, en þú veist ekki.
F: Jæja barnið mitt, svo þú
ert orðin svona mentuð á því
að koma á slökkvistöðina, að
þú ætlar að fara að fræða hann
föður þinn. Eg skal þá sitja
hér og hlusta á þig þangað til
strætisvagninn fer, eftir tíu
mínútur.
D: Ágætt, nú skal eg segja þér
frá öllu saman. I morgun, þegar
við komum i skólann, sagði
kennarinn að skólinn befði
fengið bréf frá slökkviliðsstjór-
anum, þar sem bann býður
skólabörnunum að koma og
skoða slökkvistöðina, og til
þess að segja okkur krökkun-
um frá ýmsu, sem fróðlegt væri
fyrir okkur að vita. Svo þegar
við komum niðureftir, fengum
við að skoða alla stóru, fínu,
rauðu bilana, sem allir verða að
lilaupa frá, þegar þeir þjóta um
göturnar.
F: Já, það eru nú meiri ólæt-
in.
D: Ólæti? Já, en veistu ekki
að þeir eru að fara til þess að
bjarga fólki úr bruna, svo þeir
verða að flýta sér og það eiga
allir að víkja fyrir þeim.
F: Já góða mín, það er alveg
satt. Hvað sáslu meira?
D: Við sáum mikið meira, en
eg ætla heldur að segja þér frá
því, bvað slökkviliðsstjórinn
sagði. Hann sagði t. d., að
stundum befðu krakkar narrað
slökkviliðið með þvi að brjóta
brunaboða, þó enginn eldur
væri.
F: Uss, það er ljótt.
D: Og veistu eitt pabbi. Það
getur kostað mörg bundruð
krónur fyrir bæinn, i hvert
skifti, sem slökkviliðið er gabb-
að.
F: Svo já?
D: Já — slökkviliðsstjórinn
sagði ]iað, og þá spurði einn
strákurinn, bann Gvendur, hann
er altaf svo mikill prakkari,
bvort ])að gerði nokkuð til, úr
því bærinn borgaði það. En þá
sagði kennarinn okkur að allir
peningar, sem bærinn borgaði,
væri peningar sem pabbi okkar
])orgaði i sköttum, svo það
væri verst fyrir fólkið sjálft, ef
bærinn þyrfti að borga mikið
— er það satt pabbi?
F: Já góða mín, það kannast
allir pabbar við skattana, og
maður á aðspara fé þess opin-
bera, eins og sitt eigið fé.
D: Heyrðu pabbi, veistu ])vað
þú átt að gera, ef alt í einu
kviknaði í fötunum mínum?
F: Ha, já, eg mundi ....
Iivað ertu að rugla barn, það er
engin ástæða til þess að ætla að
það kvikni í fötunum þínum.
D: Ja, þelta gæti altaf komið
fyrir, ef eg væri t. d. að leika
mér með kerti eða eldspýtu.
Hvað mundir þú gera pabbi?
F: Eg mundi reyna að slökkva
í þér.
D: Já, en hvernig?
F: Til dæmis með því að láta
þig lilaupa fram i eldliús og
sprauta þar á þig úr krananum.
D: Nei pabbi minn, það væri
alveg rangt. Því ef það logar í
fötum fólks, þá má það ekki
hlaupa um, við það æsist eldur-
inn. Það sem þú ættir að gera