Sæbjörg - 01.11.1938, Qupperneq 17
SÆBJORG
9
mörgum venst sjósóttin, með
})ví að róa ár eftir ár, en af sum-
um venst hún aldrei............
Eg sagði í upphafi, að það
væri kvíðvænlegt fyrir margan
ungling, að fara til róðra. En
það er ekki einungis vegna sjó-
sóttarinnar, lieldur einnig vegna
mannanna, sem þeir eiga að
vera með. Margir eru tregir til
þess að segja unglingum til;
sumir gera það alls ekki, aðrir
gera það með ónotum og sum-
ir i mesta flýti. Nokkrir gera
sig merkilega með því að snúa
út úr spurningum veslings ung-
linganna, og marga liefi eg
lieyrt leika sér að þvi, að
skrökva að þeim, til hvers það
og það sé notað, hvað þetta eða
liitt sé kallað og hvernig fara
eigi að hinu og öðru. Og þegar
svo sumir segja alt eins og
þeir eiga að segja unlingum, þá
kemst hann i vafa um hverju
liann eigi að trúa, og tefur það
hann töluvert frá því, að vita
hið sanna og rétta, auk þess
sem þetta kveikir gremju í huga
unglingsins, þar sem hann sér,
að verið er að leika með sig. Og
sé nú unglingurinn sjóveikur, þá
er þetta athæfi eins og eitur í
sár.
Það þarf að fara nákvæmlega
með unglinginn þegar liann
kemur til sjávar, þvi liann kem-
ur þangað eins og harn. En all-
ir hafa börnin verið.
Jón Sveinbjarnarson.
(Sæbjörg 1892).
Myndin liér að ofan er frá fyrsta sjómannadeginufn, sem
haldinn var á Islandi, J). (i. júní s.i. og sýnir kappróðursbáta
sjómannanna vera að koma að landi. Forsíðumyndin á blað-
inu er einnig frá þessum fyrsla sjómannadegi.
Blaði Ungmennadeildar Slysavarnafélagsins, „Sæbjörgu",
þótti vænt um sjómannadaginn, eins og öllum góðum Islend-
ingum. Með degi þessum sýndi sjómannastétt vor livers hún
er megnug', þegar allir eru samtaka, og mcð degi þessum hlaut
isl. sjómannastéttin verðskuldaða aðdáun og vinsældir allra
þeirra mörgu þúsunda af fólki, sem viðstatt var þessi ágætu
liátíðahöld eða lilýddu á þau í útvarpi.
Marga lieyrði ég tala um J)að, eftir þennan fyrsta sjómanna-
dag, hvernig á því stæði, að ekki hefðu slíkir liátiðisdagar sjó-
manna verið haldnir fyr. Svo sjálfsagður og ánægjulegur þót.ti
þessi fyrsti sjómannadagur.
Ungmennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík var svo
heppin að geta rétt sjómannadeginum sína litlu hjálparhönd,
með því að sjá um og selja aðgöngumiða að sýningunum á
íþróttavellinum. Við næsta sjómannadag vill Ungmennadeild-
in gjarnan geta lijálpað til á fleiri sviðum og hiður „Sæbjörgu"
að skila því til sjómannanna.
TVEIR LAPPAR í BÁTI.