Sæbjörg - 01.11.1938, Blaðsíða 20

Sæbjörg - 01.11.1938, Blaðsíða 20
10 S Æ BJÖRG Sundiþpóttin. Eftir Þórarinn Magnússon. Eg hefi lofað að segja nokk- ur orð uxn g'ildi sunds og lielstu sundaðferðir, en vegna rúm- leysis verð eg aðeins að stikla á því lielsta. Sundíþróttin er af mörgum kölluð íþrótt íþróttanna, og' má það til sanns vegar færast, þó að margar aðrar íþróttir séu nijög nytsamar og' alliliða þjálfandi, held eg varla að nokkrar þeirra taki sundíþrótt- inni fram. Sundið er íþrótt fyrir alla, eldri og yngri, karla sem kon- ur. Það er varla svo fatlaður maður til, sem annars hefir fótavist, að liann ekki geti iðk- að sund sér til gagns og gam- ans. Sundið hefir þá liöfuð- kosti, að það þjálfar og mýkir alla vöðva líkamans, lireinsar liúðina, lieldur henni mjúkri og lxeilhrigðri, og færari til að þola hið hreytilega loftslag', er við íslendingar eigum við að ixúa. Þá veitir það manni, sem fellur í vatn og' vel er gyndur, mikla möguleika til björgunar, hæði á sjálfum sér og öðrum, og mætti þess mörg dæmi nefna, að menn iiafi hjargast og verið hjargað fyrir sund- kunnáttu, og svo aftur á móti hitt, að marg'ir liafa druknað, bersýnilega af þvi að þeir ekki kunnu sund og eru þau dæm- in því nxiður fleiri, enda voru fáir landsmenn syndir alt fram á siðustu ár, en nú er þetta að brevtasl. Áliugi og þekking al- mennings er að aukast, svo að nú er lögð mikil áhersla á að börn og skólafólk læri sund al- staðar þar sem staðhættir leyfa og að því verður að keppa, að öll hörn landsins, sem fullnað- arpróf taka, kunni að synda, og þar sem sú aðstaða er ekki fyrir bendi, að þau geti lært i sínu bygðarlagi, verður að hjálpa þeim til að komast þangað, sem sundkensla fer fram. Til þess að læra bringu- sund, á ekki að þurfa nema mánaðartíma, og' ætti viðkom- andi bæjai'félag að kosta þau börn, sem ekki geta kostað sig sjálf. Það er ekki nema sjálf- sögð fermingargjöf hreppsins og sú besta og skemtilegasta, sem hreppurinn gæti veitt þeim í tilefni þessa fyrsta og þýð- ingarmiklu tímamóta æsku- mannsins. Þá vil eg fara nokkrum orð- um um einstakar sundaðferðir. Byrjunarsund livers manns á að vera bringusund, og eru lireyfingar þess í aðaldráttum þessar. Maður liggur þráðbeinn i gjörð í vatninu, með hendur beinar fram og' böfuð beint fram og' niður i vatnið og and- ar frá sér gegnum nasir, réttir því næst hendur út og niður og heitir lófum vel i vatuið, þar til armar vita beint af öxl- um, á sama tíma lyftir bann iiöfði upp úr vatninu, opnar munninn og andar að sér, þá beygir hann liandleggina um olnboga og færir upp liand- leggi að neðanverðum síðum, en færir hendur að brjósti, með lófa niður; samtímis liand- leg'gjabeygjunni dregur bann að sér fæturna, þannig að hæl- ar eru saman, með tevgðar rist- ar, knén beygð út og niður þar lil maður er fullkreptur, kreppir liann þá ristar, dregur liæla í sundur og' spyrnir fót- um út og aftur og slær þeim því næst beinum saman, sam- tímis því. að setja fætnr út, aftur og saman réttir hann hendur beint fram með höfuð niður í vatuið og' andar frá sér, og skriður nú flatur í vatninu i sömu stellingum og þegar suudtakið var lxyrjað, þannig endurtekur hann þessar iirevf- ingar þar til komin er góð sam- vinna milli lianda og fóta, en þá getur liann farið að synda og æfa þol og' hraða. Þegar búið er að læra og æfa bringusundið, er rétt að læra baksund, sem venjulega

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/1601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.