Dagrenning - 01.09.1939, Page 15

Dagrenning - 01.09.1939, Page 15
DAGRENNING 373 urinn var kær að góðum hest- um og kunni vel með þá að fara bæði um hirðingu og tamningu, Átti hann lengi úrvals reiðhross, þótt undar- legt mætti heita, þegar tekið var tillit til meðferðar hans á hestunum þegar hann var drukkinn. En það kom eins oft fyrir og efni frekast leyfðu. Skinnsokka-Finnur var dregið af því, að hann var ætíð í skinnsokkum, hvernig sem áárstíðum stóð. Voru það sauðar belgir, bundnir með leðuról fyrir ofan kné,og sólar úr þykku nautsleðri festir við. Hiýr var fótabún- aður sá, en ekki að sama skapi smekklegur. Þó hefir mér dottið í hug á þessum síðustu og verstu tímum að eigi væri fjarri lagi, að ís- lenzkir bændur notuðu geldær og sauðabelgi til fótabúnaðar í stað þess að farga þeim fyrir 2-3 krónur og kaupa í staðinn haldlítil og ósmekkleg gúmi- stígvél fyrir 35-40 krónur. Skyr-Finns nafnið var þannig til komið, að eitt sinn þegar hann var á ferðalagi, reið hann upp á bæ nokkurn. Brast þá búrþakið, en hestur og maður hrundu þar niður og komu ofan í heljarmikinn skyrsá, sem á gólfi var, og fóru þar á kaf. Varð báðum mannbjörg upp úr sánum, en Finnur varð að greiða bónda ærnar bætur fyrir húsbrot og eiðilegging skyrsins. Sagði Finnur það svo ég heyrði, að svo nærri sér hefði þetta ílát gengið að ekkert hefði verið eftir nema sitt góða mannorð og tiitrú um alt land. En ég geri ráð fyrir, að flestir þeir, sem voru Finni kunnugir, hafi litið svo á, að hann hefði ekki miklu að tapa á neinu sviði. Náttúran hafði verið nánasarleg í úllátum við Finn í flestum greinum, og hvorki orð né athafnir gátu bætt úr því. Var hann yfirleitt fremur illa séður. Hjá honum hefi ég heyrt al-ljótastann munnsöfnuð, því ekki nægði að segja um hann að hann væri “bölvandi úr svefni og í,” því að enda þótt hann böl- bölvaði mikið í vöku, bölvaði hann öllu meira í svefni, svo hátt og hrottalega, að öðrum varð lítt svefnsamt. Var því

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.