Dagrenning - 01.09.1939, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.09.1939, Blaðsíða 16
372 DAGRENNING þótti, að hann væri trúlofað- ur efnilegri bóndadóttur, tvít- ugri að aldri. En þegandi vott- ur lýgur ekki. Árni varð á næstunni bóndi og faðir og heimilisfað- ir í filstu merkingu þess orðs. Hannfékk á leigu í Bólstaðar- hlíðarhreppi, og þá byrjaði fyrir honum nýtt tímabil á öllum sviðum. Efni voru engin að byrja með, nema sex ær og tvö hross, sem konan átti, og svo jarðarkúgildin. Þegar Árni hafði búið þarna nokkur ár, bar svo við, að leið mín lá þar nærri. Gerði ég mér það þá til erindis, að hitta karlinn og vita hvort hann væri hættur að kveða. Árni var að gefa kind- um sínum þegar ég kom. Þetta var góulok. Átti hann þá um fimmtyu kindur, og það var ánægjulegt að sjá, hvernig hann fór með skepnur sínar. Margar ærnar voru búnar að spretta frá sér, og nokkurra þumlunga hornahlaup voru á lömbunum. Alinn hestur stóð við stall og vel með farnir bjargræðis gripir í fjósi. Við gengnm ti! bað- stofu, hún var lág og lítil um- máls, en alt lýsti þar reglu og snirtimensku. Þegar ég hafði fengið góðgerðir, fór Árni ofan í kommcðu, dró þar upp “Þirna" og hóf að kveða “Elli sækir Grím heim.” Raddhæðin var hin sama og áður, en mýktina vantaði. Þóttist ég vita að vantaði á strengina eitthvað sem gæti mýkt þá. Þetta var í seinasta sinn, sem ég sá Árna. Hann lést fáum árum síðar (1918). En honum gleymi ég aldrei. ■-------♦-------- íKauöt-Jffimtur. Hann verður mér jafn- an minnisstæður. Mörg auk- nefni hafði hann svo sem t.d.: Skyr-Finnur, stutti- Finnur, Mera-Finnur og skinnsokka- Finnur. En sama var undir hverju nafni hann gekk í það og það sinn, allir vissu við hvaða Finn var átt, enda átti hvert viðurnefni sinn tilveru- rétt. Rauði-Finnur og stutti Finnur var vitanlega dregið af vaxtarlagi mannsins og yfirlitum. Mera-Finns nafnið átti sjer þær rætnr, að mað-

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.