Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.11.2021, Qupperneq 2
arnartomas@frettabladid.is SAMFÉLAG Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, afhentu í gær hvatningar- verðlaun dags gegn einelti. Athöfnin fór fram í Rimaskóla þar sem tilkynnt var að Guð- ríður Aadne gard námsráðgjafi og umsjónarkennari við Grunnskólann í Hveragerði hefði hlotið verðlaunin. Í tilnefningu segir að Guðríður hafi undanfarna áratugi unnið ómetanlegt starf í eineltismálum og hún sé góð fyrirmynd fyrir aðra kennara þegar kemur að samskipta- málum nemenda. n Guðríður er námsráð- gjafi og umsjónarkenn- ari í Hveragerði. Nýtt líf á Hverfisgötu Glæsilegt ytra byrði Hegningarhússins blasir nú við vegfarendum á Hverfisgötu eftir að veggur sem byrgði vegfarendum sýn að húsinu var tekinn niður. „Húsið míglak og það var löngu kominn tími á að gera eitthvað,“ sagði Olgeir Gestsson múrari þegar kraftur var kominn í viðgerðarvinnuna í fyrrasumar. Sagði hann verkefnið óvenjulegt. „Það er gaman að fá að taka þátt í einhverju sem er algjörlega út úr kassanum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Opið 10 - 23 alla daga Sjö lúgur – hraðari þjónusta Bílaapótekið Hæðasmára birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Frá og með deginum í dag mega einungis 500 manns koma saman en hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Einnig er í gildi eins metra regla, en á sitjandi viðburðum er heimild til að víkja frá henni á meðan setið er, svo lengi sem allir beri grímu. Veitingastöðum, þar sem heimil- aðar eru vínveitingar, er nú heimilt að hafa opið til klukkan ellefu á kvöldin og rýma skal staði fyrir miðnætti. Einnig skal nú skrá alla gesti og bera veitingar til borðs. Heimilt er að skipuleggja við- burði þar sem allt að 1.500 manns koma saman en allir gestir þurfa að sýna neikvætt hraðpróf og bera grímu ef ekki er unnt að virða eins metra regluna. Á skólaskemmtun- um í framhaldsskólum þurfa allir að sýna neikvætt hraðpróf en slíkar skemmtanir eru undanþegnar eins metra reglu. Á öllum stærri viðburð- um skulu gestir skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Reglurnar gilda til og með 8. des- ember, stjórnvöld munu þó endur- meta þörf á takmörkunum eftir því sem efni standa til, bæði hvort af létta megi fyrr eða framlengja þurfi aðgerðirnar. n Hertar Covid-reglur hafa tekið gildi Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 23.00. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hópur fólks lagði til hugmynd um víkingaþorp, líkt og þekk- ist víða á erlendri grundu, fyrir Garðabæ í vikunni. Einn forsprakka hugmyndarinnar segir að þetta geti bæði annað eftirspurn ferðamanna sem og reynst menntakerfinu á Íslandi vel. kristinnpall@frettabladid.is MENNING „Þessi hugmynd er búin að vera í pípunum hjá mér í langan tíma og ég er viss um að þetta víkingasafn mun einn daginn rísa, það er bara spurning um hvar og hvenær. Ég er virkur meðlimur í Rimmugýg, vík- ingafélaginu í Hafnarfirði, hef farið á alþjóðlegar víkingahátíðir og þorp erlendis undanfarin fimmtán ár þar sem hugmyndin hefur þróast í átt að þessari útfærslu,“ segir Theódór Árni Söebech Hansson, aðspurður út í hugmyndina um Hringborg. Hugmyndin var lögð fyrir bæjar- yfirvöld í Garðabæ í von um að fá lóð en bæjarráð vísaði málinu til bæjar- stjóra. Theodór er einn þeirra sem standa að hugmyndinni ásamt Beth Rogers, stundakennara við Háskóla Íslands, Helgu Rós Helgadóttur ferðamálafræðingi og fleirum. Í skjalinu sem sent var til Garða- bæjar kemur fram að Hringborg yrði menningar- og menntasetur sem væri um leið útisafn innan hring- virkis. Innan þess væru hús líkt og voru á víkingaöld en hugmyndin byggist á Víkingasetrinu í Ribe í Danmörku. Þar að auki er lagt til að hægt verði að halda námskeið í hinu ýmsa handverki innan Hring- borgar en talið er að það verði um 1,5 til tveir hektarar af landsvæði, helst innan höfuðborgarsvæðisins, sem væri auðveldlega aðgengilegt með almenningssamgöngum. „Þetta er mjög vinsælt erlendis. Sambærileg söfn í Svíþjóð og Dan- mörku hafa reynst vel og á sumum stöðum er boðið upp á að dveljast og upplifa lifnaðarhætti fortíðar- innar. Þetta er ekki bara fyrir ferða- menn því þetta býður einnig upp á ýmsa möguleika fyrir menntastarf á Íslandi,“ segir Theodór og heldur áfram: „Þetta yrði kjörinn staður fyrir ungt fólk að læra sjálfbærni en um leið hluti eins og trésmíði, vefn- að, bogfimi og leðurvinnslu. Þessar gömlu góðu aðferðir í handverki sem eru ákveðin menningarverðmæti en eru í hættu á að gleymast.“ Í kynningunni er talað um að Evr- ópusambandið hafi aðstoðað við að fjármagna slík söfn en einnig er nefndur til sögunnar möguleikinn á hópfjármögnun. „Safnið í Ribe var að stærstum hluta byggt upp á styrkjum frá Evr- ópusambandinu en einnig á styrkj- um frá danska ríkinu. Það er mikið af styrkjum á alþjóðlegum grundvelli sem hægt er að sækja um en þegar þetta er upp komið ætti það að vera sjálfbært fljótlega. Svo verður hægt að fjárfesta í stökum verkefnum innan þorpsins, víkingaskipi eða einhverri tegund af byggingu og þá væri nafn einstaklingsins grafið í sem nokkurs konar minnisvarði.“ n Hópur vill fá lóð undir lítið víkingaþorp í Garðabæ Tveir víkingar berjast til síðasta blóðdropa á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Þar í bæ hefur víkingafélagið Rimmugýgur haft aðstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta yrði kjörinn staður fyrir ungt fólk að læra sjálfbærni en um leið hluti eins og trésmíði, vefnað, bogfimi og leður- vinnslu. Theódór Árni Söebech Hans- son, víkingur Afhentu verðlaun gegn einelti Guðríður Aadnegard fékk verðlaun. 2 Fréttir 10. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.