Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.11.2021, Qupperneq 4
Við höfum lagt mikla áherslu á umhverfis- mál og samfélagslega ábyrgð í okkar rekstri. Sveinbjörn Indriðason, framkvæmda- stjóri Isavia Allir áhættuþættir er viðkoma stjórnun Menntamálastofnunar eru metnir rauðir, sem táknar óviðunandi áhættu sem bregðast þurfi við án tafar. bth@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgarstjórn hafi staðið sína vakt með því að skipuleggja land og auka framboð á húsnæði. Það sé ekki pólitískum ákvörðunum borgarinnar að kenna að framboð íbúða til sölu sé nú í sögulegu lágmarki. Víða um land sé sömu sögu að segja, nánast engar eignir séu á skrá. Sjaldan hafi verið byggt meira í Reykjavík en það hafi ekki dugað til. Flestum greinendum beri saman um að vaxtalækkun og gríðarleg útlán til heimila án þess að sam- bærileg aukning hafi orðið á lánum til íbúðauppbyggingar sé lykill að því að skilja ójafnvægið milli fram- boðs og eftirspurnar. „Við erum núna að kynna tíu ára sýn varðandi lóðaúthlutanir og skipulagssvæði,“ segir Dagur. „Þetta gríðarlega vaxtartímabil sem við höfum orðið vitni að síðastliðin fimm ár mun ekki hara halda áfram heldur verður bætt í.“ Dagur segir að stefna borgarinnar og þau svæði og uppbyggingar- möguleikar sem borgin sé að tefla fram undirstriki að næsti áratugur verði áratugur Reykjavíkur í upp- byggingu íbúðarhúsnæðis. Fjármálastofnanir ráði þó alltaf miklu um hraða uppbyggingar með lánum til framkvæmda. Ríkisvaldið ákveði framboð stofnframlaga fyrir óhagnaðardrifin félög. n Næsti áratugur skipti sköpum Isavia hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að verða kolefnislaust í starfsemi sinni á Keflavíkurflugvelli árið 2030. Mest losun gróðurhúsa- lofttegunda hjá Isavia er vegna tækja til þjónustu og viðhalds sem nota jarðefnaeldsneyti. elinhirst@frettabladis.is UMHVERFISMÁL Kef lavíkurf lug- völlur ætlar að verða kolefnislaus í starfsemi sinni árið 2030, sem er eftir níu ár. Þetta kemur fram í nýrri sjálfbærnistefnu Isavia. Þetta er áratug á undan áætlun íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi og tveimur áratugum á undan Net- Zero-skuldbindingu Evrópudeildar Alþjóðasamtaka f lugvalla, ACI Europe. „Mestu áskoranir Isavia til þess að draga úr kolefnissporinu er að finna lausnir á því hvernig megi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá sérhæfðum tækjum flugvallarins,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðu- maður stefnumótunar og sam- félagsábyrgðar hjá Isavia. Langstærsti umhverfisþátturinn í starfsemi Isavia, eða 80 prósent, er vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti á tæki sem sjá um þjónustu og við- hald á brautum flugvallarins. Isavia hefur prófað sig áfram með notkun repjuolíu á tæki og þær prófanir hafa gefið góðan árangur. „Aðgerðir snúa fyrst og fremst að endurnýjun bíla- og tækjaflota félagsins, þar er um að ræða um 140 tæki á Keflavíkurflugvelli, og skynsamlegri nýtingu auðlinda þar sem sóun er haldið í lágmarki. Nú þegar eru til lausnir fyrir minni öku- tæki sem hægt er að skipta út fyrir rafmagnstæki í dag með eðlilegri endurnýjun,“ segir Hrönn. Hún segir að það muni taka lengri tíma að skipta út stærri tækjum en áætlanir gera ráð fyrir að það náist innan tilsetts tíma. Samhliða útskiptingu tækja er þörf fyrir inn- viðauppbyggingu til þess að þjóna f lotanum með nýjum umhverfis- vænni orkugjöfum. „Þessu til viðbótar erum við að láta greina fýsileika þess að nota vetni á vara- aflsstöðvar til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og losna loks alfarið við það,“ segir Hrönn. „Við höfum lagt mikla áherslu á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð í okkar rekstri,“ segir Svein- björn Indriðason, framkvæmda- stjóri Isavia. „Frá árinu 2015 höfum við markvisst unnið að því að minnka kolefnaútblástur okkar og erum meðal annars að vinna að þriðja stigi af sex í innleiðingu á kol- efnisvottun ACA (Airport Carbon Accreditation). Við höfum kort- lagt kolefnisspor okkar, gripið til aðgerða til að minnka það og sett okkur markmið um samdrátt. Eftir ítarlega yfirferð á okkar losun getum við núna fullyrt að við getum orðið kolefnislaus í okkar rekstri í síðasta lagi árið 2030,“ segir framkvæmda- stjóri Isavia. Losun á gróðurhúsalofttegundum frá íslenskum flugrekendum hefur dregist mikið saman vegna minni f lugsamgangna af völdum Covid- 19, en líklegt er að hún aukist á ný þegar faraldrinum slotar. Spáð er Flugvöllurinn á núlli eftir áratug mikilli aukningu í alþjóðaflugsam- göngum fram til ársins 2050, allt að þreföldun frá því sem nú er. Verið er að þróa minni farþegaflugvélar sem ganga fyrir rafmagni og vonir standa til að á næstu árum og ára- tugum verði hægt að knýja stærri farþegavélar með umhverfisvænna eldsneyti, til dæmis með því að framleiða vetni með rafgreiningu í stað jarðefnaeldsneytis. En er það raunhæft að ISAVIA nái því að verða kolefnislaust árið 2030? „Við höfum fordæmi fyrir því frá Svíþjóð þar sem flugvellir eru komn- ir þangað og svo er fjöldi evrópskra flugvalla búinn að setja takmarkið á 2030,“ segir Hrönn. „Við getum náð þeim árangri líka.“ Verður hægt að kaupa rafeldsneyti á Kef lavíkurf lugvelli þegar f lug- vélar fara að ganga fyrir því? „Við fylgjumst vel með þeirri þróun sem er á orkugjöfum til að knýja þoturnar og verðum tilbúin að veita þá þjónustu sem þarf þegar þar að kemur,“ segir Hrönn Ingólfs- dóttir. n Langstærsti umhverfisþátturinn er eldsneyti á tæki sem sjá um þjónustu og viðhald á brautunum. MYND/AÐSEND Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri tsh@frettabladid.is MENNTAMÁL Bráðabirgðaniður- stöður áhættumats á starfsumhverfi innan Menntamálastofnunar sýna að sjö af ellefu áhættuþáttum eru metnir rauðir, sem táknar óviðun- andi áhættu sem nauðsynlegt er að bregðast við án tafar. Tveir þættir eru metnir gulir, sem táknar viðunandi áhættu er kallar á öryggisráðstafanir og eftirlit. Aðeins tveir eru grænir sem táknar viðunandi áhættu. Starfsandi er metinn rauður og fram kemur að skiptar skoðanir séu um starfsanda á meðal starfs- fólks. Sem dæmi má nefna ítrek- aða árekstra í samskiptum, lítinn samgang milli deilda, óhjálplegar samskiptaaðferðir, valdabaráttu, tímaskort við verkefni og skort á samvinnu og samhygð. „Ríkjandi orðræða í viðtölum bar merki þess að óheilbrigð þróun starfsanda hafi fengið að viðgang- ast í langan tíma sem rekja megi til stjórnarhátta. Fyrir vikið er traust og virðing í garð stjórnenda rýr og vísbendingar um að starfsfólk hafi misst trú og tilgang í starfi,“ segir í niðurstöðunum. Eineltismál, stjórnarhættir og óheilbrigður starfsandi eru sögð hafa dregið úr tækifærum fólks til að sýna eiginleika og frumkvæði. Allir áhættuþættir er viðkoma stjórnun stofnunarinnar eru metnir rauðir. Fram kemur að starfsfólk upplifi misræmi í stjórnun og meiri- hluti þess hafi óskað eftir breyt- ingum á núverandi stjórnarháttum og stjórnendum. Í viðtölum mátti greina skýrar vísbendingar um að starfsfólk hafi íhugað uppsögn ef ekki verður ráðist í breytingar á yfirstjórn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þrír starfsmenn þegar sagt upp störfum vegna þess sem þeir lýsa sem stjórnunarvanda, stefnuleysi, hentileikastefnu, skorti á yfirsýn yfir verkefni og fjármál og eineltistilburðum forstjórans. n Þrír hafa sagt upp störfum vegna stjórnunarvanda 4 Fréttir 10. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.