Fréttablaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 6
bth@frettabladid.is
JAFNRÉTTI Helga Vala Helgadóttir,
þingmaður og lögmaður, segir
vegna þess viðbragðs lögreglu-
manna að krefjast þess að ríkissak-
sóknari bregðist við ummælum Þor-
bjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns
um mismunun í réttarkerfinu eftir
þjóðfélagsstöðu, að þorri erindis
Þorbjargar Ingu þar sem ummælin
féllu hafi snúið að löngum máls-
meðferðartíma, ekki síst í kyn-
ferðisbrotamálum.
„Ég sé að dómsmálaráðherra
hefur tjáð sig um málið, hún segir
þetta grafalvarlegar ásakanir,“ segir
Helga Vala og vitnar til viðbragða
dómsmálaráðherra á frettabla-
did. is. „Ég held að kannski ættu
stjórnvöld fremur að einbeita sér
að málsmeðferðartímanum, sem
er allt of langur,“ bætir hún við.
Helga Vala segir að með löngum
málsmeðferðartíma sé framið mjög
alvarlegt mannréttindabrot sem
bitni bæði á brotaþolum og ger-
endum. Óhóf legur dráttur mála
Segir að fólki sé einnig mismunað í heilbrigðiskerfinu
Helga Vala
Helgadóttir,
þingmaður og
lögmaður
sé ekki vegna þess hve málin séu
umfangsmikil eða f lókin heldur
vantar f leiri rannsakendur í lög-
regluliðið.
Einnig sé ljóst að fullkomið jafn-
rétti sé ekki fyrir hendi.
„Þegar kemur að manngreinar-
áliti þá einskorðast það ekki við
störf lögreglu. Út frá mínum störf-
um í lögmennsku hef ég líka séð
það viðgangast inni í heilbrigðis-
kerfinu,“ segir Helga Vala.
Hún tekur sem dæmi að fólk með
geðrænar áskoranir, fíklar og fólk af
erlendum uppruna fái oft ákveðið
viðmót. „Ef þú ert fínn til fara þá
færðu annars konar þjónustu.“
Mikilvægt er að sögn Helgu Völu
að hvers konar gagnrýni um sam-
félagsmál sé rædd fyrir opnum
dyrum.
„Það kann að vera að hörð við-
brögð lögreglumanna skýrist af erf-
iðum aðstæðum þeirra, of boðslegu
álagi. Þegar á hólminn er komið
gera allir sitt besta en lögreglan
þarf að fá f leiri starfsmenn til að
stytta málsmeðferðartímann.“ n
elinhirst@frettabladid.is
JAFNRÉTTISMÁL Ísland sker sig úr
sem framsæknasta landið á sviði við-
horfa til leiðtogajafnréttis. Þetta er
niðurstaða könnunarinnar Reykja-
vik Index for Leadership sem kynnt
verður á Heimsþingi kvenleiðtoga í
Hörpu í dag.
Ísland er með vísitölugildið 92 af
100 mögulegum og mælist 10 stigum
á undan næstframsæknustu lönd-
unum, sem eru Spánn og Bretland
sem bæði eru með 82 stig. Rann-
sóknarfyrirtækið Kantar sá um
framkvæmd rannsóknarinnar sem
mælir afstöðu almennings um allan
heim til karla og kvenna sem leið-
toga. Viðhorf Íslendinga er nú mælt í
fyrsta sinn og sá Félagsvísindastofn-
un Háskóla Íslands um könnunina.
Þetta er í fjórða sinn sem Heims-
þing kvenleiðtoga, Reykjavík Gloa-
bal Forum-Women Leaders er
haldið. 600 kvenleiðtogar úr meðal
annars stjórnmálum, viðskiptum,
fjölmiðlum og vísindum, frá um 90
löndum, taka þátt. Þar af eru um 200
í Hörpu og 400 í rafrænni þátttöku
hvaðanæva úr heiminum. Yfirskrift
þingsins er Power together for pro-
gress, eða Sameinaðir kraftar til
framfara.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrr-
verandi borgarstjóri, alþingismaður
og ráðherra, sem er sérlegur ráð-
gjafi á aðalskrifstofu UN Women,
er stjórnarformaður heimsþingsins.
Hún segir að heimsþingið hafi vaxið
mikið á þeim árum sem liðin eru frá
því fyrsti viðburðurinn var haldinn
hér á landi. „Sá öflugi og stóri hópur
kvenleiðtoga sem tekur þátt í við-
burðinum reglulega er þó ekki það
eina sem skiptir máli, heldur mælum
við árangurinn miklu frekar í því
hvernig þær lausnir og aðgerðir sem
hér eru kynntar auka líkur á fram-
förum í jafnréttismálum,“ segir
Hanna Birna.
Á þinginu í dag verða kynnt-
ar jafnréttisviðurkenningar til
þriggja alþjóðlegra samtaka. Auk
þess mun Jóhanna Sigurðardóttir,
fyrrverandi forsætisráðherra, hljóta
sérstök heiðursverðlaun fyrir störf
sín í þágu jafnréttis. n
Ísland á toppnum í leiðtogajafnrétti samkvæmt könnun
Katrín Jakobsdóttir á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
kristinnhaukur@frettabladid.is
SLYSAVARNIR Ákveðið hefur verið að
tileinka alþjóðlegan minningardag
um fórnarlömb umferðarslysa bíl-
beltum. Dagurinn er þriðji sunnu-
dagur í nóvember og lendir á 21.
nóvember að þessu sinni. Verða
táknrænar minningarathafnir um
allt land og kveikt á kertum hring-
inn í kringum landið.
Bílbeltaskylda var leidd í lög árið
1981 en viðurlögin voru aftur á móti
engin. Ekki voru allir landsmenn
fylgjandi bílbeltanotkun og margir
sinntu henni ekki. Það var ekki fyrr
en árið 1990 sem sektir voru settar
á þá sem ekki höfðu beltin spennt.
Var Ísland seinust Norðurlanda-
þjóðanna til þess að taka upp bíl-
beltaskyldu. n
Dagurinn verður
helgaður beltum
Beltin bjarga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Settur ríkislögmaður telur
ásetning um rangar sakar-
giftir á hendur Klúbbmönn-
um hafa verið einbeittan
þrátt fyrir sýknudóm Hæsta-
réttar í Geirfinnsmáli. Erla
Bolladóttir ávarpaði réttinn
í munnlegum málflutningi í
máli sínu í gær.
adalheidur@frettabladid.is
GEIRFINNSMÁL Settur ríkislög-
maður telur Erlu Bolladóttur,
Sævar Marinó Ciesielski og Krist-
ján Viðar Júlíusson hafa haft mjög
harðan ásetning til að bera aðra
fjóra menn sökum færu böndin
að berast að þeim vegna hvarfs
Geirfinns Einarssonar. Þetta kom
fram í málflutningi hans í máli Erlu
Bolladóttur gegn íslenska ríkinu, í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Með málsókninni freistar Erla
þess að fá felldan úr gildi úrskurð
endurupptökunefndar frá árinu
2017, sem synjaði henni um endur-
upptöku á hennar þætti í Geir-
finnsmálinu sem lýtur að því að
hún, Kristján Viðar og Sævar hafi
sammælst um hinar röngu sakar-
giftir færu spjótin að beinast að
þeim sjálfum vegna hvarfs Geir-
finns.
Verði fallist á dómkröfu Erlu
getur hún að nýju óskað endur-
upptöku málsins hjá hinum nýja
endurupptökudómstól.
Samk væmt gögnum málsins
eiga hin samanteknu ráð þre-
menninganna að hafa átt sér stað
um tveimur sólarhringum eftir
hvarf Geirf inns. Með vísan til
þess að nú hefur verið kveðinn
upp sýknudómur um manndráps-
málin óskaði dómarinn í málinu,
eftir afstöðu ríkislögmanns til
þess hvaða ástæðu þau þrjú gætu
hafa haft til þess að koma sökum á
annað fólk, hafi þau hvergi komið
þar nærri sjálf.
„Eins og við vitum hafa þessir
menn verið sýknaðir vegna sönn-
unarskorts varðandi manndráps-
ákæruna,“ sagði Pétur Dam Leifs-
son dómari og varpaði fram þeirri
spurningu af hverju þau gætu hafa
haft ástæðu til að ætla að böndin
beindust að þeim.
Andri Árnason, settur ríkislög-
maður sagði ástæðu hinna saman-
teknu ráða blasa við: „Þau sem
sagt ákveða að ef böndin fara að
berast að þeim þá myndu þau bera
aðra sökum. Það er mótívið,“ sagði
Andri.
„Algerlega óháð því hvort þau
hafi átt aðild að einhverju eða
ekki?“ spurði þá dómarinn.
„Þau voru þá að koma í veg fyrir
að rannsókn málsins beindist að
þeim eða minnsta kosti þá að henni
yrði spillt með því að f lækja málið.
Hvers vegna stefnandi og aðrir í
hennar hópi héldu að sökum yrði
beint að þeim síðar, það gat verið
af ýmsum ástæðum. En hvatinn er
alveg kristalskýr í þessu og ásetn-
ingurinn mjög harður,“ svaraði
Andri.
Áður en málið var dómtekið varð
dómari við ósk Erlu um að fá að
ávarpa réttinn. Í ávarpi sínu brást
hún meðal annars við framan-
greindum málf lutningi ríkislög-
manns. Hún áréttaði að fyrir lægi
að aðild fólksins að mannshvarfinu
væri ósönnuð, eins og Hæstiréttur
hefði fallist á með sýknudóminum.
Engu að síður væri það látið standa
að þau þrjú hefðu tveimur sólar-
hringum eftir hvarf Geirfinns rætt
um að benda á einhverja aðra.
Miðað við f lækjustigið í rannsókn
málsins væru klókindi þeirra til
jafn f lókinnar ráðagerðar stórlega
ofmetin. Þá fengi ekki staðist að
markmiðið hefði getað verið að
draga athyglina frá þeim sjálfum
heldur hlytu þau einnig að hafa
sammælst um að hafa sig sjálf einn-
ig á vettvangi, þar eð þau voru ekki
undanskilin í þeirri atburðarás sem
varð til við rannsókn málsins.
Mál Erlu er umfangsmikið og
fjallað verður nánar um það og
skýrslur vitna fyrir dómi á næst-
unni. Dómari lét þess getið að
dómsuppsaga gæti dregist fram
yfir fjórar vikur vegna umfangs
málsins. n
Deilt um ásetning og samantekin ráð
Erla Bolladóttir ávarpaði réttinn áður en mál hennar var dómtekið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
helenaros@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Undirbúningsnefnd
kjörbréfanefndar mun fara í sína
þriðju vettvangsferð í Borgarnes
fyrr en síðar. Þetta segir Björn Leví
Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem
situr í nefndinni. Nefndin fundaði í
gær og mun halda áfram í dag.
„Það er ýmislegt athugavert við
málsatvikin en ég er ekki á þeim
stað að draga ályktanir um áhrifin
af þeim,“ sagði Líneik Anna Sævars-
dóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins og nefndarmaður undir-
búningsnefndar. n
Fara í þriðju
Borgarnesferðina
6 Fréttir 10. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ