Fréttablaðið - 10.11.2021, Síða 11

Fréttablaðið - 10.11.2021, Síða 11
Við höfum skýra sýn á hvaða félög eru vel til þess fallin að samein- ast Marel og munum halda aga þegar kemur að yfirtökum. Við munum ekki missa okkur í þeim efnum. FAXAFEN 11, 108 REYKJAVÍK, S: 534-0534 WWW.PARTYBUDIN.IS Allt fyrir veisluna á einum stað Skraut, borðbúnaður, búningar og tækjaleiga FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS Marel horfir í yfirtökum almennt til vöruframboðs fyrirtækjanna og hvernig félagið passi við Marel. „Almennt horfum við fremur á góða tækni en tilteknar heimsálfur,“ segir fram- kvæmdastjóri hjá Marel. helgivifill@frettabladid.is Mikil samlegðaráhrif eru fólgin í kaupum á fyrirtækjum sem geta bætt þjónustu við viðskiptavini Marels og aukið vöruframboð. Jafnvel þótt eignaverð hafi hækkað síðustu misseri í ljósi lægra vaxta- stigs eru mikil tækifæri til að efla hin keyptu fyrirtæki með því að samnýta viðamikið sölu- og þjón- ustunet Marels í yfir 30 löndum í sex heimsálfum sem nær til við- skiptavina í yfir 140 löndum, breitt vöruúrval og þá stafrænu tækni sem fyrirtækið býr yfir meðal annars til að tengja saman vélar og safna gögnum. Þetta segir Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, í viðtali við Markaðinn. Fyrirtækið stendur fyrir fjórum fjárfestadögum sem fara munu fram á netinu frá næstkomandi fimmtu- degi 11. nóvember til 9. desember og eru öllum opnir á vef Marels. Árið 2017 tilkynnti fyrirtækið að það hygðist auka tekjurnar um tólf prósent á ári á næstu tíu árum með innri og ytri vexti. Á fimmtudaginn verður fjallað um vöxt Marels, 18. nóvember um alþjóðastarfsemi, 2. desember stafrænar lausnir og 9. desember sjálfbærni. Árni segir að almennt í yfirtökum sé horft til vöruframboðs fyrirtækj- anna og hvernig það passi við Marel, ekki síst varðandi gildi og sýn. Það hafi þó komið fyrir að keypt hafi verið fyrirtæki til að auka markaðs- hlutdeild á ákveðnum mörkuðum, til dæmis með kaupum á brasilíska framleiðandanum Sulmaq árið 2017 sem hafði byggt upp sterk við- skiptasambönd við kjötiðnaðinn í Suður-Ameríku. „Almennt horfum við fremur á góða tækni en tilteknar heimsálfur,“ segir hann. Mörg fyrirtæki í iðnaðinum velta á bilinu 30 milljónum evra eða 4,5 milljörðum króna til 200 milljóna evra, jafnvirði 30 milljarða króna. „Listinn er langur,“ segir Árni aðspurður. „Við höfum skýra sýn á hvaða félög eru vel til þess fallin að sameinast Marel og munum halda aga þegar kemur að yfirtökum. Við munum ekki missa okkur í þeim efnum.“ Árni segir að helstu drifkraftar innri vaxtar Marels séu að bjóða viðskiptavinum upp á framúr- skarandi þjónustu, vöruþróun og nýsköpun ásamt jákvæðri vinnu- staðamenningu. „Marel fjárfestir sex prósent af tekjum í vöruþróun árlega en þörfin fyrir hana fer sívaxandi í ljósi þess að viðskipta- vinir eiga æ erfiðara með að ráða starfsfólk og neytendur gera æ rík- ari kröfu til gæða matvæla, öryggis, hagkvæmni, rekjanleika þeirra og fjölbreytts vöruúrvals. Árið 2020 nam fjárfesting Marels í vöruþróun 69 milljónum evra, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, og skilaði 30 nýjum lausnum á markað. Ein af nýju vörunum okkar sem við teljum að njóta muni vin- sælda er Marel Spectra sem leitar í kjúklingi að mjúkum aðskota- hlutum eins og plasti. Það er með ólíkindum hvað getur leynst í mat- vælavinnslum. Við horfum á að bjóða upp á þessa sömu tækni fyrir fisk og kjöt. Það eru mikil tækifæri í að heimfæra tækni úr tilteknum matvælaiðnaði, eins í kjúklingi í þessu tilviki, yfir á önnur svið í því skyni að stuðla að bættri arðsemi af vöruþróun,“ segir hann. Árni segir að Marel hafi góða reynslu af því að yfirfæra tækni úr einum iðnaði í annan en þar megi til dæmis nefna SensorX-lausnina sem hafi upprunalega verið þróuð fyrir beinaleit í hvítfiski en tryggir nú að kjöt- og kjúklingavörur eins og hamborgarar séu beinlausar fyrir neytendur um heim allan. Að hans sögn eru auk þess mikil tækifæri fólgin í að nýta stafræna tækni og gögn til að minnka mat- arsóun í virðiskeðjunni og auka gæði, rekjanleika og sjálf bærni. Slíkt kalli á mikla fjárfestingu og þekkingu sem minni fyrirtæki hafi oft ekki burði í og njóti því góðs af því að tilheyra Marel. „Það að nýta stafræna tækni í vaxandi mæli er liður í aukinni sjálfbærni. Fyrir ein- hverjum áratugum þurfti fjóra fiska til að búa til sama magn af mat en nú þarf þrjá. Við erum alltaf að nýta matinn betur með hjálp tækninnar og í því felast mikil tækifæri.“ n Mikil samlegðaráhrif fylgja yfirtökum fyrir Marel Árni segir að listinn yfir áhugaverð fyrirtæki fyrir Marel til að taka yfir sé langur. MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Covid-19 mun hafa góð áhrif á Marel Til langs tíma mun Covid-19 hafa góð áhrif á rekstur Marels, segir Árni Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá fyrirtækinu. „Heims- faraldurinn hefur skapað aukna þörf fyrir sjálfvirknivæðingu og viðskiptavinir eru mun reiðu- búnari að leggja í þá vegferð en áður,“ segir hann. Til skamms tíma hefur Covid- 19 raskað virðis- og flutninga- keðjum. Árni segir að til að mæta þeim áskorunum hafi fyrirtækið brugðið á það ráð að eiga mikið af birgðum til að geta þjónustað viðskiptavini og afhent vörur og lausnir þegar þeir þurfi á þeim að halda. „Marel er nánast óskuld- sett og hefur því burði til að byggja upp birgðir til skamms tíma. Við erum óhrædd við að fara þessa leið til að tryggja góða, örugga þjónustu við við- skiptavini,“ segir Árni. FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2021

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.