Fréttablaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 24
11.11 SINGLES DAY 20% AF ÖLLU . WWW.NOLA.IS nola_singles_fréttablaðið.indd 1 09/11/2021 11:36:09 Auðæfi Sophiu, sem voru aðallega komin til vegna eignar á netversluninni, voru metin á 280 milljónir dala. 10 kynningarblað 10. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURSINGLES’ DAY Sophia Amoruso varð óvart frumkvöðull þegar hún stofnaði netverslunina Nasty Gal árið 2006. Versl- unin seldi vintage fatnað og náði hámarki vinsælda sinna fyrir um áratug. sandragudrun@frettabladid.is Sophia byrjaði með verslunina í svefnherberginu sínu þegar hún var aðeins 22 ára gömul. Í upphafi seldi hún gömul föt, sem hún fann í verslunum í nágrenni San Francisco og hjá fólki sem var að selja gömul innbú, á eBay undir nafninu Nasty Gal Vintage. Á þessum tíma vann hún í móttöku í listaskóla í borginni. Sophia hefur sagt frá því í við- tölum að upprunalega hafi hug- myndin með versluninni verið að vinna sér inn smá auka pening til að eiga fyrir reikningum, en hún hafði f losnað upp úr háskóla og átti erfitt með að haldast í öruggri vinnu. Til að gera langa sögu stutta þá sló verslunin í gegn á eBay og Sophia f lutti hana í kjölfarið yfir á eigin vefsíðu og Nasty Gal varð að sjálfstæðu vörumerki. Gríðarlegur vöxtur Þegar Nasty Gal gekk sem best voru starfsmenn 200 talsins og árleg velta var yfir 100 milljónir Bandaríkjadala. Auðæfi Sophiu, sem voru aðallega komin til vegna eignar á netversluninni, voru metin á 280 milljónir dala, en svo hrundi allt. Fyrir- tækið varð gjaldþrota árið 2016 og þrotabúið var selt til bresku netverslunarinnar Boohoo.com fyrir 20 milljónir dala. En Sophia dó ekki ráðlaus. Árið 2014 kom út eftir hana sjálfsævisaga titluð #Girlboss og árið 2017 voru gerðir þættir á Netflix eftir bókinni, með sama titli. Sophia var einn framleiðandi þáttanna. Sama ár stofnaði hún fyrirtækið Girlboss Media, fyrirtæki sem ætlað var að vera valdeflandi fyrir konur, í gegnum bloggsíður, ráðstefnur og hlaðvörp. Í fyrra yfirgaf hún fyrirtækið. Þættirnir á Netflix urðu bara ein sería og ýmsar skýringar hafa verið á kreiki um hvers vegna. Ein þeirra er að þættirnir hafi einfaldlega verið lélegir en þeir fengu einnig gagnrýni fyrir að sýna Sophiu Amoruso í röngu ljósi, þar sem reynt væri að fegra ímynd hennar. Dregið var í efa að hún væri raunverulega með það að markmiði að valdefla konur og sögur segja að hún hafi meðal annars rekið konur sem störfuðu hjá Nasty Gal rétt áður en þær áttu að fara í fæðingarorlof. Fallið var hátt En þrátt fyrir fall Nasty Gal segir Sophia sjálf að hún hafi lært heil- mikið um rekstur fyrirtækja í ferlinu. Eina af ástæðum þess að netverslunin gekk ekki upp að lokum telur hún vera að eftir- spurnin hafi orðið það mikil að fyrirtækið hafa þurft að stækka allt of hratt. Hún varð að taka stórar ákvarðanir með skömmum fyrirvara án nokkurrar reynslu af Stofnaði vefverslun í svefnherberginu Sophia Amor­ uso stofnaði netverslun í herberginu sínu, sem óx gríðar­ lega á örfáum árum. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY fyrirtækjarekstri. Reynslan sýnir að hraður vöxtur fyrirtækja er oft upphafið að háu falli. En þrátt fyrir allt sýnir saga Sophiu Amoruso að það er hægt að byggja upp stórt fyrirtæki úr nán- ast engu ef fólk er bara með aðgang að netinu. Ef rétt hefði verið haldið á spöðunum og stigið ögn varlegar til jarðar þegar allt gekk sem best, þá væri Nasty Gal hugsanlega enn þá blómstrandi vefverslun í dag. n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.