Fréttablaðið - 10.11.2021, Side 27

Fréttablaðið - 10.11.2021, Side 27
Kristín Edwald hæstarétt- arlögmaður er annálaður fagurkeri og nýtur þess að bera fram huggulegar kræs- ingar á fallegan hátt eins og við höfum fengið að sjá. sjofn@frettabladid.is Hér fer Kristín á kostum með þetta ómótstæðilega ljúffenga hvítlauksbrauð sem hún kallar hvítlauksstjörnuna. „Hugmyndina af útlitinu á brauðinu fékk ég frá Kollu vinkonu minni á Facebook en hún er mikil lista- og hand- verkskona. Hún hefur gert svona brauð með pitsa- eða nutellafyll- ingu en mér datt í hug að yfirfæra það á hvítlauksbrauðið mitt. Skemmtilegt að bera brauðið fram í þessari mynd því það skreytir matarborðið og svo er eitthvað svo hlýlegt að deila brauði með þessum hætti. Uppskriftina hef ég notað lengi og hún hefur alltaf tekist vel. Ég baka brauðið á pitsasteini en það er alls ekki nauðsynlegt. Annað ráð er að snúa ofnplötu á hvolf og baka brauðið þannig en þá er gott að láta ofn- plötuna hitna með inni í ofninum þannig að hún sé vel heit þegar brauðið er látið á hana.“ Kristín deilir hér með lesendum uppskriftinni ásamt leiðbein- ingum fyrir samsetninguna á þessari fallegu og ljúffengu hvít- lauksstjörnu. Ótrúlega skemmti- lega útfærsla og mun líka passa á hátíðarborðin um jól og áramót. Byrjið á því að hita ofninn vel áður en baksturinn hefst í 200°C með undir- og yfirhita. Hvítlauksstjarna Brauðdeig 320 g volgt vatn 10 g þurrger 10 g sykur 525 g brauðhveiti (Mér finnst ítalska La Farina hveitið frá Bigolin alltaf best) 5 g salt 25 g ólífuolía (ég nota Olio Nitti olíuna). Blandið saman volga vatninu, gerinu og sykri í skál. Látið bíða í nokkrar mínútur. Bætið svo við hveitinu, saltinu og ólífu- olíunni. Hnoðað vel í hrærivél eða höndum. Formið kúlu úr deiginu og setjið í skál sem hefur verið smurð með olíu, breiðið yfir skál- ina. Látið deigið hefast á hlýjum stað þar til deigið hefur tvöfaldast, tekur um 1 klukkustund. Hvítlauksfylling 4 hvítlauksrif 4 stilkar basilíka 120 g bragðmikill ostur (ég notaði Búra og parmesan) 150 g mjúkt smjör Setjið hvítlauksrifin og basilíkuna í blandara í örstutta stund, bætið svo ostinum við og maukið í nokkrar sekúndur, endið svo á að bæta mjúku smjörinu við og maukið vel. Samsetning: Skiptið deiginu í fjóra hluta. Fletjið hvern og einn út í hringlaga botn, um 25 cm í þvermál. Setjið fyrsta botninn á bökunarpappír, smyrjið með hvítlauksfyllingunni, setjið næsta botn ofan á og og smyrjið, endurtakið með þann þriðja. Setjið fjórða botninn ofan á en smyrjið hann ekki. Jafnið því næst hliðarnar með höndunum eða skerið eftir stórri skál. Þá er komið að föndrinu. Setjið glas á miðjuna á brauðinu og skerið út frá því 16 jafnar lengjur. Gott er að byrja að skera eins og klukku, 12-3-6-9, skera svo hvern flipa í tvennt og aftur hvern flipa í tvennt. Vinnið síðan með tvær og tvær lengjur í einu, snúið upp á þær í gagnstæðar áttir og tengið endana vel saman svo formið haldist við baksturinn. Klárið allan hringinn. Að lokum er brauðið penslað með ólífuolíu. Bakað í 200°C heitum ofni í 22-25 mínútur eða þar til brauðið er fal- legt á litinn. ■ Ómótstæðileg hvítlauksstjarna Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður er annálaður fagurkeri og nýtur þess að bera fram huggulegar kræsingar á fallegan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvítlauks- brauðið er bæði fallegt á borði auk þess að vera ljúffengt. Skemmtilegt að bera brauðið fram í þessari mynd því það skreytir matarborðið og svo er eitthvað svo hlýlegt að deila brauði með þessum hætti. Kristinn Karl Dulaney hefur alltaf verið hrifinn af lækn- ingamætti náttúrunnar og er að eigin sögn alinn upp við notkun fjallagrasa. Síðustu tíu ár hefur Kristinn haft tröllatrú á krafti rauðrófa og segir hylkin frá ICEHERBS algera himnasendingu. Kristinn segist alltaf hafa verið fjörmikill og hress og stundað mikið íþróttir. „Sem ungur maður var ég í handbolta og fótbolta, frjálsum, sundi og fleiru. Í dag geng ég mikið og hjóla og er að vinna í því að þvera Ísland. Ég veit nú ekki hvað ég er ekki búinn að ganga á Íslandi en meðal annars hef ég krossað Ísland frá Reykjanesi yfir á Langanes, og sömuleiðis frá Horni austur í Lón. Einnig hef ég hjólað mikið erlendis, meðal annars á Kúbu, í Perú, Víetnam og víðar. Þá hef ég hjólað Jakobsveginn og Noreg endilangan. Í vor gekk ég svo frá Dalvík innst inn í Eyjafjörð sem er hluti af því að þvera Ísland.“ Fær kraft úr rauðrófum „Síðustu tíu ár hef ég haft tröllatrú á krafti rauðrófa. Rauðrófur eru stútfullar af vítamínum og fjörefn- um sem gefa kraft og auka úthald og lífsgæði. Í fjölda ára hef ég keypt ferskar rauðrófur og búið til minn eigin safa sem ég tek inn í skot- formi á hverjum einasta morgni með engiferi og sítrónu. Rauðrófur hafa vissulega fengist í safaformi í búðum en það hefur aldrei heillað mig. En þegar ég heyrði að íslenska fyrirtækið ICHEHERBS væri að framleiða 100% náttúrulegt rauð- rófuduft var ég ekki lengi að koma því inn í rútínuna mína. Íþróttafólk víðs vegar um heiminn hefur fundið hvað kraftur rauðrófunnar er mikill. Nú er ég jafngamall lýðveldinu, eða 77 ára, og rauðrófurnar gefa mér orku og úthald til þess að stunda göngur og hjól eins og mig lystir og auka þannig lífsgæði mín. Það sem er svo hentugt við dufthylkin er að þau taka svo lítið pláss. Ef ég er að ferðast, gangandi eða hjólandi, þá er töluvert auðveldara að kippa þeim með sér heldur en mörgum lítrum af rauðrófusafa. Duftið virkar líka alveg jafn vel og safinn.“ Rauðrófuduft stuðlar að aukinni snerpu og blóðflæði Rauðrófur eru þekktar fyrir að bæta súrefnisupptöku og auka blóðflæði. Með auknu blóðflæði eykst snerpa, orka og úthald og því hafa rauðrófur slegið í gegn á meðal íþróttafólks. Rauðrófur koma þér hraðar og lengra nátt- úrulega og eru því tilvaldar fyrir alla þá sem vilja auka æfingaút- hald sitt fyrir reglulega íþrótta- iðkun. Þær eru einnig stútfullar af steinefnum, trefjum og vítamín- um og eru sönn ofurfæða. Rauð- rófur eru gríðarlega andoxandi og hreinsa líkamann og styrkja Koma þér hraðar og lengra náttúrulega Kristinn Karl Dulaney hefur nýtt sér kraft rauðrófunnar í tugi ára. Hann segir rauð- rófuduftið frá ICEHERBS auka orku og úthald hjá sér. Rauðrófur eru alger ofurfæða, stútfullar af vítamínum, auka blóðflæði og úthald. Þá virka þær einnig sem náttúruleg kynörvun fyrir öll kyn. Rauðrófurnar gefa mér orku og úthald til þess að stunda göngur og hjól eins og mig lystir og auka þannig lífsgæði mín. Kristinn Karl Dulaney ónæmiskerfið til muna. Ekki má gleyma því að aukið blóðflæði getur einnig virkað sem náttúru- leg kynörvun fyrir bæði karla og konur. Rauðrófur eru sannkölluð heilsubót. Íslensk og kröftug bætiefni ICEHERBS er íslenskt fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla á að vörur ICEHERBS nýtist viðskiptavinum vel, að virknin skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Gríðarleg áhersla er lögð á að vörurnar innihaldi engin óþarfa fylliefni og eru vörurnar fram- leiddar hér á landi. ■ ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum. Einnig hefur ICEHERBS opnað nýja vef- verslun þar sem hægt er að panta bætiefnin: iceherbs.is ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2021

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.