Fréttablaðið - 10.11.2021, Síða 30

Fréttablaðið - 10.11.2021, Síða 30
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir frá Hrappsstöðum í Dalabyggð, síðast til heimilis að Gullsmára 9, Kópavogi, lést 31. október. Kveðjustund verður frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 15. Hlekkur á streymi: www.sonik.is/emilia Leifur Steinn Elísson Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir Bjarnheiður Elísdóttir Kári Stefánsson Alvilda Þóra Elísdóttir Svavar Jensson Gilbert Hrappur Elísson Guðrún Vala Elísdóttir Arnþór Gylfi Árnason og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þröstur Reynisson Hlynsölum 5, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Lindakirkju, föstudaginn 12. nóvember klukkan 10. Þorbjörg Haraldsdóttir Haraldur Unnarsson Ragnhildur Högnadóttir Guðrún Þrastardóttir Torben Nordling Reynir Þrastarson Sigríður Helga Sveinsdóttir Atli Þrastarson Inga Kristín Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sérstaða geirfuglsins sem tákn- mynd aldauðans verður tekin fyrir í erindi í Gerðarsafni í dag. arnartomas@frettabladid.is Gísli Pálsson, mannfræðingur og pró- fessor emeritus við Háskóla Íslands, f lytur erindi í Gerðarsafni í hádeginu í dag undir yfirheitinu Geirfuglinn sem táknmynd aldauðans. Gísli er málefninu ansi kunnugur en á síðasta ári gaf hann út bókina Fuglinn sem gat ekki f logið. Bókin var tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna, en þar rakti Gísli sögu síðustu geirfuglanna. „Aldauðinn er vissulega sterkt orð. Það hefur oft verið talað um útdauða eða útrýmingu, en nú blasir við útdauði fjölda tegunda,“ segir Gísli. „Það er sjötta bylgjan í sögu plánetunnar af því tagi, í þetta sinn af mannavöldum. Það er því full ástæða til að taka sterkt til orða.“ Sérstök táknmynd Í erindi sínu mun Gísli fjalla um geir- fuglinn sem táknmynd aldauðans, en hann bendir á að fuglinn hafi ákveðna sérstöðu þrátt fyrir að önnur útdauð dýr eins og dódófuglinn eða risaeðlurnar séu vissulega sambærilegar táknmyndir. „Um miðja nítjándu öld var aldauðinn sem hugtak varla þekkt og útrýming teg- unda varla komin á dagskrá. Hugtakið var eldra en yfirleitt skildu menn dauða tegunda sem afleiðingu af náttúrulegum ferlum eins og eldgosum,“ útskýrir hann. „Það er geirfuglinn sem setur aldauðann á dagskrá í nýrri merkingu.“ Skömmu áður en að geirfuglinn varð útdauður komu bresku vísindamenn- irnir Wolley og Newton til Íslands í von um að rannsaka fuglinn sem þeir vissu að væri að verða sjaldgæfari. „Þeir fundu enga geirfugla og komust ekki út í Eldey vegna veðurs,“ segir Gísli. „Þess í stað tóku þeir viðtöl við þá sem fóru í síðustu ferðina til Eldeyjar, tólf manns. Newton og Wolley skráðu þetta allt samviskusamlega og handritin eru til á háskólabókasafni Cambridge.“ Þannig urðu þessi handrit og tíðindi frá Íslandi valdur að því að Newton tók aldauðann á dagskrá, nú á nýjum for- sendum. „Það er maðurinn sem er að valda aldauða og það er að gerast hér og nú, fyrir framan nefið á okkur,“ segir Gísli. „Geirfuglinn sýndi í hvað stefndi.“ Táknmynd aldauðans Umhverfismál og samspil manna og dýra eru í brennipunkti í sýningu Bryndísar og Marks. MYND/GERÐARSAFN Geirfuglinn var úrskurðaður útdauður 1852. Ógn mannaldar Eins og gefur að skilja er aldauðinn sem blasir við þó öllu stórtækari en saga geir- fuglsins. „Í dag eru aðrir hlutir að verki. Ham- farahlýnun, skógareldar og allt þar fram eftir götunum valda því að í dag er heil bylgja af brottfalli tegunda að eiga sér stað, af allt annarri stærðargráðu en sést hefur á tíma mannsins,“ segir Gísli. „Margir tala um mannöld, sem byrjaði með plantekrum og iðnvæðingu, en einkennist af því að maðurinn er að setja mark sitt á plánetuna. Það eru jöklar, skógar og hafið og allt saman. Þessi aldauði er eitt einkenna þessarar mannaldar.“ Erindi Gísla er haldið í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson sem ber heitið „Óræð lönd: Samtöl í sam- eiginlegum víddum“ þar sem samspil manna, dýra, náttúru og umhverfis er í brennidepli. „Ég sá þessa sýningu fyrir nokkrum vikum og það var mjög gaman,“ segir Gísli „Bryndís og Mark, sem eiga heið- urinn af sýningunni, hafa verið upp- tekin af ísbirninum, og hafa verið það áður en hann varð að þessari táknmynd aldauðans þegar sást að það stefndi í óefni á norðurslóðum. Þau hafa síðan fylgt þessu eftir á mjög athyglisverðan hátt.“ n Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor emeritus við HÍ 1848 Í Kaupmannahöfn er stofnuð stjórnardeild til að annast málefni Íslands, Grænlands og Færeyja. Fyrsti forstöðumaður er Brynjólfur Pétursson lög- fræðingur. 1913 Járnbrautarlest er notuð til fólksflutninga á Íslandi í fyrsta skipti. Hún liggur frá Reykjavíkurhöfn að Öskjuhlíð. 1928 Brú yfir Hvítá í Borgarfirði hjá Ferjukoti er vígð. 1944 Þýskur kafbátur sekkur farþegaskipinu Goða- fossi út af Garðskaga þegar skipið er að koma frá Bandaríkjunum. Tuttugu og fjórir farast en nítján er bjargað. 1960 Breski rithöfundurinn Neil Gaiman fæðist. 1967 Siglufjörður kemst í vegasam- band með opnun Strákaganga sem eru þá lengstu göng á Íslandi, 800 metrar. 1984 Raforkukerfi Íslands er hring- tengt þegar Suðurlína er tekin í notkun. 1990 Pétur Guðmundsson kast- ar kúlu 21,26 metra og bætir með því þrettán ára gamalt Íslandsmet Hreins Halldórssonar. 1992 Fyrsti GSM-sími Nokia, Nokia 1011, kom á markað. Merkisatburðir Neil Gaiman TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 10. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.