Tækifærisréttir - 01.01.1936, Page 3
Eg hygg, að allar húsmæður hafi ánægju af að dúka og skreyta borð, því að tæplega er hægt að ímynda
sér, hve mikla þýðingu smekkvísi konunnar hefir hvað þetta snertir, því að fallega skreytt borð gerir máltíðina
mikið fullkomnari og setur hátíðasvip á borðhaldið. Með hverju borðið er skreytt fer eftir tækifæri og árstíma.
Blómin eru fallegasta borðskrautið, sem til er, en það hefir enga þýðingu, hvort þau eru dýr eða ódýr, því að jafn-
vel er hægt að skreyta fallegustu borðin með þeim blómum, sem tínd eru úti á víðavangi að sumarlagi. Þá eru
kertaljósin ljómandi skreyting á borðum. Þar að auki konfekt, silkibönd, krep-pappír o. m. fl. En hvað sem nú
er notað af þessu, þá eru blómin sjálfsögð og alltaf til mestrar prýðinnar. Þess ber þó ætíð að gæta, að hafa ekki
of mikið borðskraut, svo að nóg pláss sé fyrir borðbúnaðinn, og einnig þess að hafa ekki of háa vasa eða blóm-
vendi, svo að allir geti sézt við borðið.
Nú er tízka að nota mislita dúka og servíettur, en helzt þurfa dúkarnir að vera í lit við borðbúnaðinn.
Einnig er tilvalið fyrir þá, sem eiga borð með fallegum borðplötum, að sleppa dúkunum, en þess í stað að hafa
litlar heklaðar eða málaðar servíettur undir hverjum diski. Þetta er enskur og sænskur siður, sem bæði er falleg-
ur og hagkvæmur.
Með öðrum orðum, að dúka og skreyta borð getur hver gert eftir sínum vilja, því að um það ,eru engar fast-
ar reglur. En munið þó að hafa allar servíettur á borðinu með sama broti, og nú er tízka, að leggja þær þrefald-
ar hægra megin við diskinn. Ef þið óskið að hafa há brot á servíettunum, þá munið að nota það aðeins við mið-
degisverðinn, en ekki endranær.
».
*«**»**»*4»**»*4»í*»**»**»**»*4»m»*V »m»m»m»”«* « »m»”»*V » », »*V*»**»**»**»”»”»*V%m»**»”»,*»”» »m» * « » * » » » » » » » » » » » » » » » » » * « * W ♦”»’*»'%'*»''»*VVVVVVVVV*»**»’ »"»”»”»**» » » » » » » » » <
PÁSKABORÐ.
Á páskaborðið eru páskaliljurnar sjálfkjörnar.
Setjið þær í glæra skál á mitt borðið. Undir skálina eru
sett gul silkibönd í sama lit og blómin, og eru þau lögð
þannig, að þau myndi stjörnu. Við endann á hverju
bandi er settur lágur kertastjaki með gulu kerti. Fall-
egast er að dúka þetta borð með ljósgrænum dúk.
Þá má einnig skreyta borðið með páskaeggjum.
Takið kringlóttan bakka, látið mosa þar á, bregðið
hálmi eða bandi utan um, svo að myndist hreiður, legg-
ið páskaegg í hreiðrið. Fallegast er að sum eggin séu
með mislitu bréfi utan um. Ofan á eru settir litlir gul-
ir ungar.
Þegar búið er að borða, eru eggin boðin um, sem
ábætir. — Sé þetta á kveldborði, hefir maður hænuegg
í stað súkkulaðieggja.
FERMINGARBORÐ.
Setjið mosa á grunnan disk eða flatan bakka.
Stingið þar ofan í blómum og asparagus. Séuð þér svo
heppnar að eiga langan spegil rammalausan, þá setjið
hann á mitt borðið, blómabakkann á miðjan spegilinn
og raðið smá kertaljósum utan með speglinum.
TÆKI FÆRISBORÐ.
Nota má hvítan duk, en fallegt er að hann sé ljós-
blár .eða grænn. Kringlótt silkipjatla, sem fer vel í lit
við dúkinn, er sett á mitt borðið og þar á sett eitthvert
fallegt líkneski úr leir. Utan um það er raðað blómum
í sveig. Annar sveigur er látinn á yztu röð pjötlunnar,
og einn sveigur þar á milli, ef rúmið leyfir. Samskonar
smá sveigar eru lagðir hingað og þangað um allan
dúkinn.
TÆKIFÆRISBORÐ (fyrir ungt fólk).
Borðið er dúkað með hvítum dúk. Hárauður, b.lá-
grár og gulur krep-pappír er klipptur í x/2 cm. breiðar
ræmur, sem lagðar eru allar saman og teygt á þeim.
Lagðar á borðið þversum og langsum, svo að myndist
einskonar hólf, af hæfilegri stærð fyrir disk og hnífa-
pör. Hjá hverjum diski er settur lítill vasi með blóm-
um í. í hólfin á miðju borðinu er raðað konfekti, sem
pakkað er í skrautpappír, í smá hrúgur.
Gott kaffi segja Brasilíumenn að eigi að vera svart
eins og nóttin, heitt eins og helvíti og sætt eins og ástin.