Tækifærisréttir - 01.01.1936, Page 4

Tækifærisréttir - 01.01.1936, Page 4
Miðdegisverður á páskodogirm, handa 6. Gautasúpa m/ ostastöngum. Kampalampabrauð. Wienerschnitzel m/ makkaroni- salati. Bananahlaup. GAUTASUPA. 2 1. kjötsoð, 1 tesk. sósu- litur, 1 matsk. koní- ak, 14 dl. sherry, salt og pipar. — Soðið er hitað og síað á þétt- um línklút. Sósulitur, ___ _______ ___________________________ __________ salt og pipar er sett í sé það notað. Borðað með ostastöngum. — Ostastengur: 75 gr. smjörlíki, 50 gr. rifinn ostur, 125 gr. hveiti. Smjörlíkið og osturinn er mulið í hveitið og hnoðað saman. Deiginu rúllað í fingursverar lengjur, sem skornar eru í 5 cm. langa bita. Settar á plötu og smurðar með eggjarauðu. Bakað ljósbrúnt við meðalhita. 2—3 stengur eru settar á lítinn disk, sem settur er vinstra megin við súpudiskinn. KAMPALAMPABRAUÐ. 6 sneiðar hveitibrauð, 14 kg. kampalampar, salatblöð og mayonnaise. Brauð- ið er smurt og tekið undan kringlóttu móti. Kampalamparnir hreinsaðir og raðað í hring á yztu röð brauð- sneiðarinnar, þannig að allir halarnir snúi inn að miðjunni. Mayonnaise sprautað í topp á miðju sneiðarinnar. Salatblað sett á lítinn disk eða hörpudisk, þar á brauðsneiðin. Einn skammtur ætlaður handa hverjum manni. WIENERSCHNITZEL. 1 kg. kálfskjöt, salt og pipar, 1 egg, brauðmylsna, 1 sítróna, ansjósur, 1 matsk. kapers, 2 dl. kjötsoð, 14 dl. sherry, 100 gr. smjör, makkarónísalat og soðnar kartöflur. I staðinn fyrir kálfs- kjöt má nota gott lamba- eða nautakjöt. Kjötið er skorið í fingurþykkar sneiðar og barið með kjöthamri. Salti og pipar er stráð yfir kjötið, sneiðunum snúið upp úr egginu, þar á eftir upp úr brauðmylsnunni og sett jafn- óðum á pönnuna. Steikt móbrúnt á báðum hliðum, alls í 10 mín. Raðað á fat (sjá myndina). Soðinu hellt á pönnuna, soðið í 5 mín., vínið sett út í og hellt yfir fatið. Á hverja kjötsneið er sett sítrónusneið, sem á er upp- rúlluð ansjósa, sem roð og bein er tekið úr, þar í kring raðað kaperskornum. Makkarónísalatið er borið með í glerskál og soðnar kartöflur í fati. — Makkarónísalat 40 gr. makkaróní, vatn og salt, 1 dl. rjómi, 13 gr. pipar- rót, sykur og edik, 1 tómatur og steinselja. Makkarónurnar soðnar í saltvatni og köldu vatni hellt yfir þær á gatasigti. Rjóminn er þeyttur og öllu kryddinu blandað þar saman við og makkarónunum, sem eru kaldar. Ef maður hefir ekki piparrót, verður að vera meira edik. Sett í glerskál og skreytt með sundurskornum tómöt- um og saxaðri steinselju. BANANAHLAUP. V2 kg. bananar, 100 gr. sykur, safi úr 1 sítrónu, )4 h vatn, 8—10 blöð af matarlími, vín eftir vild, 14 1. rjómi. Vatn og sykur er soðið saman og froðan veidd af. Matarlímið látið í kalt vatn í 15 mín., kreist upp úr 0g sett út í sykurlöginn. Þegar það er bráðið er lögurinn síaður gegn- um þéttan línklút. Sítrónan pressuð, safinn sí- aður og blandað saman við. Ef notað er vín, er það einnig látið í. Slétt hringmót er skolað inn- an úr köldu vatni og stráð sykri. Þegar lögur- inn er orðinn kaldur er honum hellt í mótið. Bananarnir eru flysjaðir, skornir í jafnlanga bita og lögurinn er djúpur í mótinu. Þegar lögurinn er svo hlaupinn saman, að bitarnir geta staðið, eru þeir settir út í (sjá myndina). Þennan ábæti verður að búa til daginn áður. Hlaupið losað frá börmunum á mótinu með hendinni, hvolft á fat, á búðinginn settur hanki úr banönum og skreytt með rjóma. BAKAÐ HVEITIBRAUÐ MEÐ SARDÍNUM. Hveiti- brauð og smjör, sardínur og tómatpúrra, 1 .matsk rjómi, salathöfuð. Brauðsneiðarnar eru steiktar í miklu smjöri á pönnu. Raðað upp á heitt fat. Sardínurnar hit- aðar á pönnunni og þeim raðað ofan á brauðið. Tómat- púrra og rjómi er sett á pönnuna, hitað og hellt á fatið. Salatið er hreinsað, skorið í sundur og stráð yfir sar- dínurnar. ÁVEXTIR I VÍNANDA. Niðursoðnar perur og ananas, bananar, epli, appelsínur, vínber, sítrónusafi, vín og sykur. Hve mikið af ávöxtum og hvort það eru allar þessar tegundir getur hver ákveðið og haft eftir efn- um og ástæðum. Allir ávextirnir eru brytjaðir í jafna bita. Sykur, vín og sítrónusafi sett í eftir smekk. Sett í kampavínsglös, sem látin eru standa á grunnum disk- um. Hressandi og fallegt á undan miðdegisveizlum.

x

Tækifærisréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tækifærisréttir
https://timarit.is/publication/1613

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.