Tækifærisréttir - 01.01.1936, Síða 6

Tækifærisréttir - 01.01.1936, Síða 6
Skírnarveizla eða fækifærisboð, handa 6. Sölt síld m/ eggjarauðum. Reyktur lax m/ slöreggjum. Koli m/ banönum. Sænskt salat. Lambakjöt m/ tómötum. Appelsínusalat. Skírnarveizluna hefi ég haft frábrugðna hinum veizlunum, að því leyti, að það er ekki miðdegisverður, heldur margir smáréttir, sem ýmist eru heitir eða kaldir, og allir mega þeir vera kaldir, nema lambakjötið. Þess vegna er mjög hentugt fyrir ykkur að útbúa þetta allt saman áður en gestirnir koma. ■— Raðið öllum fötunum með réttunum á dúkað borð. Þar á setjið þið ölflöskur, vín, ef það er haft, kex, rúgbrauð og franskbrauð í stöflum á fati, marga smjördiska með hnífum i, og munið að hafa gaffla og skeiðar í öllum föt- unum. Auðvitað er tilvalið að hafa fleiri teg- undir, t. d. kampalampa, sem raðað er í glæra glerskál, og ísmoli lagður ofan á. — Venju- legast hefir maður bara blómsturvasa á miðju borðinu, en mjög fallegt og æskilegt er, að láta undir hann silki (vaskasilki), í lit við blómin, og sé silkið haft svo mikið, að það megi rykkja það saman í fellingar, svo að það myndist borðrenningur. Diska og hnífapör hafið þið í bunka og röðum, annaðhvort á smá borðum eða á stóra borðinu, og einnig servíettur, og neyta allir matar síns þar sem þeir vilja, sitjandi eða standandi. — Auðvitað er síldin boðin fyrst, og er hún borðuð af smádiskum. — Drukkið er kaffi í annari stofu á eftir. Æskilegast er að gefa síðar um kveldið kaffi eða te með 2—3 tegundum af brauði. SÖLT SÍLD M/ EGGJARAUÐUM. Síldin er afvötnuð og hreinsuð. Lögð þversum á fat (sjá mynd- ina). Laukhringir settir framan við síldina og aftan við grænt salat eða ósöxuð steinselja. Við hliðarnar er raðað tartalettum. I tartaletturnar öðrum megin eru látnar smjörkúlur, en eggjarauður hinum megin. Borðað með soðnum kartöflum. STEIKTIR KOLAR M/ BANÖNUM. 3 kolar, salt og sítrónusafi, egg og hveiti, 150 gr. smjör, 3 bananar. Kolinn er hreinsaður og flattur, roðið rifið af, fiskurinn nuddaður með salti og sítrónusafa, og bíði þannig í 15 mín. Fiskinum snúið upp úr egginu, þar á eftir upp úr hveitinu. Steiktur móbrúnn í smjöri. Raðað upp á fat. Bananarnir eru flysjaðir og skornir langsum. Snúið upp úr hveiti og steiktir ljósbrúnir í smjörínu. Lagðir ofan á fiskinn. Fallega útskornum sítrónum er raðað í kring. Ósöxuð steinselja sett á enda fatsins. LAMBAKJÖT M/ TÓMÖTUM. Y-i kg. lambakjöt, Yt kg. tómatar, salt, Yé kg. grænar baunir. Lamba- kjötið er skorið í ferkantaða bita, sem eru ca. 5 cm. á hvern kant. Brúnað í smjöri, þar til það er hart. Þá er soðnu vatni hellt yfir og flysjaðir og sundurskornir tómatar settir út í. Því meira, sem haft er af tómötun- um, þess betra verður það. Saltað og soðið, þar til kjötið er meyrt. Þá eru grænu baunirnar settar út í. Borið inn í fati með loki yfir. REYKTUR LAX M/ SLÖREGGJUM. 12 sneiðar reyktur lax, díll, 7 slöregg, spínatjafningur. Lax- sneiðarnar eru látnar utan um dílinn, svo að það myndist slaufa. Raðað fallega á mitt fatið. Utan um er slör- eggjunum raðað. Hér með er borðaður spínatjafningur, sé þetta borðað sem sjálfstæður réttur. — Slöregg: 1 1. vatn, 1 tesk. salt, 1 matsk. edik, egg. Þegar vatnið sýður, með salti og ediki, er eggið brotið og sett gætilega út í. Hvítunni haldið utan um rauðuna með matskeið. Soðið þannig í 3—4 mín., tekið upp með gataspaða. Einn- ig má brjóta eggið út í bolla og hella því þannig út í pottinn. SÆNSKT SALAT. 6 tómatar, salt og pipar, 3 bananar, 2—3 epli, kapers, mayonnaise úr 2 eggjarauðum, sítrónusafi, söxuð steinselja, 2 harðsoðin egg. Lok er skorið af tómötunum og þeir holaðir innan. Hvolft á rist, svo að vökvinn sígi úr þeim. Salti og pipar stráð innan í þá. Ávextirnir eru flysjaðir og skornir smátt, blandað í mayonnaisen, ásamt sítrónusafanum og kapersinu. Salatið látið í tómatana, svo að það myndist toppur. Þar yfir stráð saxaðri steinselju. Raðað á fat. Harðsoðin egg eru skorin í 4 parta langsum og þeim raðað milli tómat- anna á fatið. Nauðsynlegt er að tómatarnir séu stórir. Það, sem tekið er innan úr tómötunum, er notað í kjöt- réttinn. APPELSÍNUSALAT. Appelsínurnar skornar í 2 parta og flusið tekið heilt utan af. Skornar í þunnar sneiðar, lagðar í skál, og þar á hellt legi, sem þannig er búinn til: Salatolíu og sítrónusafa er blandað saman og þar í hrært salti og engifer. Sett í appelsínu-flusið. Borið jafnt með heitum og köldum kjötréttum. Appel- sínuskálunum er raðað í kringum kjötið á fatinu, sé það haft með kjöti.

x

Tækifærisréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tækifærisréttir
https://timarit.is/publication/1613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.