Tækifærisréttir - 01.01.1936, Page 7

Tækifærisréttir - 01.01.1936, Page 7
Afmælisdagur barnarma. Þið bjóðið börnunum að koma klukkan 3, þá hafið þið dúkað borð með fallegum rósóttum vaxdúk, eigið þið hann ekki, má nota veggfóð- ur, ef þið hafið ekki nema vandaða borðdúka. Fyrir aftan diskinn og bollann er sett epli eða appelsína, sem litlu íslenzku bréfflaggi er stung- ið ofan í. Fallegt er, hafið þið smáa ljósastjaka, að raða þeim þannig á mitt borðið, að þeir myndi nafn afmælisbarnsins, og hve gamalt það er (t. d. Hulda, 12 ára) eða bara fangamarkið. En hvað eigum við að hafa með súkkulaðinu. Jú, fyrst er bezt að bjóða samlagt brauð. RADÍSUBAUD. Ostur er brytjaður, settur í skál og bræddur yfir gufu. Smurður á brauðsneið. Önnur sneið er smurð með smjöri, þar á látnar saxaðar radísur. Ostsneiðinni hvolft þar yfir. Bíði um stund. Skorið í sneiðar. ÁVAXTABRAUÐ. 1 bolli sykraðir ávextir, 10 steinlausar rúsínur, 10—15 möndlur, 2 matskeiðar sultutau, hveitibrauð og smjör. — Bezt er að sem flestar sortir séu af ávöxtunum. Þeir eru brytjaðir, möndlurnar flysjað- ar og saxaðar, einnig rúsínurnar saxaðar. Öllu hrært saman við sultutauið. Hveitibrauðssneið er smurð, þar á sett maukið, þá smurð sneið, þá maukið, og þannig er haldið áfram þar til 4 hveitibrauðssneiðar eru í röð. Bíði um stund, skorið í sneiðar. BANANAKEX. Kexið smurt, þar á sett 1 salatblað, bananasneiðum raðað ofan á, sítrónusafi kreistur yfir. DÖÐLUBRAUÐ. 2 steinlausar döðlur eru settar á kexköku, þar á sprautað þeyttum rjóma. — Öllu hinu smurða brauði er raðað hverju innan um annað á föt. ÁVAXTATERTA. 100 gr. smjörlíki, 100 gr. flórsykur, 3 egg, 5 gr. lyftiduft, 100 gr. hveiti. — Eggjakrem: 11/2 dl. mjólk, 1 egg, 1 matsk. sykur, 1 tesk. hveiti, (4 vanillust., kg. ferskjur eða apríkósur, Va 1- rjómi. Smjör og sykur er hrært, eggin hrærð þar út í og síðast hveitið og lyftiduftið. Bakaðar 3 kökur í tertumóti, sem hvolft er á sykristráðan pappír. — Eggjakrem: Egg, sykur og hveiti hrært saman. Mjólkin hrærð út í þegar hún sýður, hitað aftur og hrært í þar til sýður. — Kaka er sett á fat, þar á krem, kaka og krem, og síðast kaka. Gott er að hella ávaxtasafanum yfir kökuna. Ferskjunum raðað ofan á og skreytt með hinum stífþeytta rjóma (sjáið myndina). Nota má hvaða niðursoðna ávexti sem eru. BARNAKÖKUR (40 stykki). 3 egg, 180 gr. sykur, 180 gr. smjörlíki, 180 gr. hveiti, sultutau, 100 gr. flór- sykur, 2 matskeiðar vatn. — Smjörið er brætt og kælt. Egg og sykur hrært, smjörið hrært þar út í, síðan hveitið. Deigið smurt frekar þunnt, en jafnt á plötu og bakað ljósbrúnt. Helmingur kökunnar er smurður með berja- mauki. Hinn parturinn lagður ofan á. Hinum úthrærða flórsykri smurt þar ofan á. Skorið í tígla. ISKREM MEÐ SÓDAVATNI. 1 matsk. af vanilluís er látin í vatnsglas og ísinn hrærður þar til hann er linur. Þá er hellt hátt í glasið af sódavatni. Þar á sett 1 matskeið af ís og svolítið rautt berjamauk. í hvert glas er látið sogrör. Borið inn og hverju barni fengið sitt glas. — Auðvitað má gefa börnunum annan ábætisrétt, t. d. ávexti í hlaupi, eða bara ávexti með rjóma, en hvað sem þau nú fá, þá munið að bera fram ákveðinn skammt handa hverju barni, í glasi eða hörpudisk. SÍLDARBÚÐINGUR. 1 stór söltuð síld, 1/2 kg. hráar kartöflur, 1—2 laukar, hvítur pipar, 2 matsk. smjör, 1 matsk. brauðmylsna. 1 mótið: 1/2 matsk. smjör, brauðmylsna. Síldin er hreinsuð, roðflett og bein- in tekin úr henni, lögð í vatn í 12 klst., síðan þerruð í línklút og hvert flak skorið í 8 bita. Kartöflurnar eru þvegnar og flysjaðar og skornar í mjög þunnar sneið- ar. Laukurinn er flysjaður og saxaður mjög smátt. Eld- fast mót eða kökumót er smurt með smjöri og brauð- mylsnu stráð í það. Síld, kartöflur og laukur ,er lagt í lögum niður í mótið, efst eru smjörbitar og brauð- mylsna sett. Bakað í 35—40 mín. í heitum ofni. Borð- að strax. Súr rjómi, sem nota á í kaffi, ystir ekki, ef sett er í hann örlítið af hjartarsalti. SVESKJUHLAUP í glasi, handa 6, 18— 24 sveskjur, 5 matsk. sykur, 36 möndlur, sítrónuflus, vatn, 6 blöð matarlím í 1/2 1. af sveskjusafa, þeyttur rjómi. Sveskjurnar eru soðnar í sykurvatni með sítrónu- flusinu, þar til þær eru meyrar. Steinninn tekinn úr þeim og í hans stað sett flysjuð mandla. Sveskjusafinn mældur. Matarlímið látið þar út í. 3—4 sveskjur látn- ar í hvert kampavínsglas. Sveskjusafanum hellt þar yf- ir. Þegar það er stíft er þeyttum rjóma sprautað á. Þar á stráð söxuðum möndlum. — I staðinn fyrir kampa- vínsglös má nota rauðvínsglös, smá glerdiska eða hörpu- diska undir ábætisrétti. Tízka er að bera ábætisrétti fram í eins manns skömmtum. Leggið þurrkaða ávexti í bleyti í sykurvatn yfir nóttina, áður en þeir eru notaðir.

x

Tækifærisréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tækifærisréttir
https://timarit.is/publication/1613

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.