Tækifærisréttir

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Tækifærisréttir - 01.01.1936, Qupperneq 12

Tækifærisréttir - 01.01.1936, Qupperneq 12
FISKIBOÐ. Þar sem þorskur er ein af aðal fæðutegundum okkar íslendinga, ætti hann einnig að vera notaður til veizlu- halda. Borðið er dúkað með sægrænum eða bláum vatnsdúk. Þar á er lagður hálfþur þari, svo að myndist borðrenning- ur. Inn á milli þarans eru settir litlir glerdiskar, sem á er 1—2 hvít eða rauð blóm. Borðið á að líkjast sem mest mararbotni. Á borðinu er fallegt að hafa há græn kerti. Við grunna diskinn eru settir 2 gafflar og púnsglas. Sam- anlögð servíetta er sett öðrum megin við diskinn. Þorsk- fatið sett á mitt borðið, þar yfir látið net, sem riðað er úr seglgarni. Með fiskinum er drukkið púns, sem ausið er upp við borðið. — Síðar um kveldið er borið fram kaffi með smurðu brauði og kexi og osti, sem skorinn er í sver- ar ræmur, og lagður yfir brauðið. SOÐINN HEILL ÞORSKUR. Eigið þið ekki langan fiskipott, getið þið samt soðið fiskinn í heilu lagi í venjulegum potti. Öll innyflin eru dregin innan úr þorskinum, án þess að skera hann upp. Fiskurinn burst- aður vel utan og innan úr rennandi, köldu vatni, og allt slím skafið af honum. Haus og sporður saumað sam- an með sterku seglgarni (sjáið myndina). Skorið á nokkrum stöðum í fiskinn á hliðinni, sem út snýr. Látinn í sjóðandi vatn með salti og ediki. Bezt er að það sé rist í pottinum. Soðinn þar til fiskurinn er laus frá bein- inu, tekinn upp í heilu lagi og settur á stórt fat. Spottinn tekinn í burtn. Hrogn og lifur er soðið sér. Lifrin sett innan í fiskinn. Hrognin skorin í sneiðar og sett í hrúgu á fatið. Steinselja látin í búntum á tvo til þrjá staði ut- an um fiskinn, og þar í stungin gulróta- og kartöflublómum. Utan um er raðað fallega útskornum sítrónum (sjáið sítrónumyndina). Hráar gulrætur og kartöflur eru skornar út sem blóm, eftir smekk og handlægni. Með fiskinum eru borðaðar soðnar gulrætur, kartöflur og sinnepssósa. SINNEPSSÓSA. 20 gr. smjörlíki, 20 gr. hveiti, 314 dl. fisksoð, 2 eggjarauður, % dl. rjómi, 1 tesk. sítrónu- safi, 1—2 tesk. sinnep, 1 tesk. smjör. Smjörlíkið brætt. Hveitið með sinnepinu hrært þar út í, og þynnt út með síuðu fisksoðinu. Soðið í 5 mín. Eggjarauður hrærðar með salti og sítrónusafa. Rjóminn hrærður saman við~ Sósan hrærð út í eggjajafninginn. Hellt í pottinn aftur. Potturinn settur ofan 1 heitt vatn. Má ekki sjóða. Rétt áður en borðað er, er ein tesk. af óbræddu smjöri sett út í. P C N S . 11. vatn, 375 gr. sykur, sítrónuflus, vanilla, 14 fl. koníak, (4 fl. arrak, )4 fl. genever, )4 fl. sherry. Syk- ur og vatn soðið saman og froðan veidd af. Sítrónuflus og vanilla sett út í. Kælt og flusið og stöngin tekið upp úr. Öllu víninu blandað saman við. Smáhöggnir, hreinir ísmolar settir út í. Borið inn í stórri skál og ausið í glösin við borðið. — Þetta púns er dýrt og sterkt, en hér er önnur uppskrift að öðru púnsi, sem er ódýrt og létt, DROTTNINGARPÚNS. !4 kg- sykur, 6 sítrónur, 2 appelsínur, 3 dl. vatn, 2 fl. hvítvín, 14 stöng vanilla, 1 dl. madeira. Sítrónurnar eru nuddaðar utan með molasykri, safinn er pressaður úr appelsínunum og sítrón- unum. Blandað með vatninu, hellt yfir sykurinn, vanillan sett út í, hitað, en má ekki sjóða, froðan tekin vel af, síað og kælt. Þegar það er alveg kalt er vínið sett út í og ísmolarnir. f staðinn fyrir að láta ísmola út í má láta púnsið standa á ís í nokkrar klukkustundir. SÍTRÓNUR. Sítrónur eru ætíð til skrauts og hollustu, hvenær sem þeirra er neytt. Á myndinni sjáið þið, hvernig má skera sítrónur á mis- munandi hátt, svo að þær verði til prýðis með allskonar mat, sérstaklega með kjöti og fiski. MAKKARÓNÍ M/ OSTI. 400 gr. makkaróní, vatn og salt, 200 gr. rif- inn ostur, 3 matsk. smjörlíki, 2 matsk. hveiti, 3—4 dl. mjólk, 2 matsk. brauð- mylsna. Makkarónurnar brotnar í 5 cm. langa bita, soðnar í saltvatni í 2—5 mín., hellt á gatasigti, látnar í vel smurt mót og inni í milli er blandað hinum rifna osti. Smjörlíkið brætt, hveiti hrært út í, þynnt út með mjólkinni og sósunni hellt yfir makkarónurnar, brauðmylsnu stráð yfir og smjörbitar settir þar á. Bakað í ofni þar til það er ljósbrúnt.

x

Tækifærisréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tækifærisréttir
https://timarit.is/publication/1613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.