Tækifærisréttir - 01.01.1936, Síða 13
Nokkur heilræði.
Þeyttan rjóma má drýgja með því að setja í hann
þeytta eggjahvítu.
Fiskur sé saltaður helmingi meira en kjöt, þegar
soðið er.
Sundurskorin sítróna geymist þannig, að sárið snúi
niður á diski með litlu ediki á.
Blómkál verður hvítara, sé mjólk sett í vatnið, sem
það er soðið í.
Allt brauð er bezt að skera með heitum hníf.
Brenndar formkökur er bezt að rífa með fisk-
hreinsara.
Notið þeytara við að búa til jafninga.
Hafið deigan klút undir brettinu, þegar þið berj-
ið kjöt.
Hafið samanbrotinn deigan klút undir fatinu eða
skálinni, þegar hrært er, svo að fatið eða skáiin standi
kyrt á borðinu.
Vefjið allar matarleifar frá kveldinu inn í smjör-
pappír, sem undinn er upp úr vatni, þá ve»"ða þær
sem nýjar.
Munið að nudda plötuna með bréfi milli þess sem
bakað er á benni, og þvoið bana úr sódavatni að lokn-
um bakstri.
Munið að hafa bréf undir fiski eða síld, þegar þið
hreinsið það.
Munið að hella vatninu af kartöflunum, þegar bú-
ið er að sjóða þær, og hrista pottinn yfir eldi.
Munið að leggja matarlím í kalt vatn í V4 klst.,
kreistið það upp úr og bræðið það í skál yfir gufu. Það
er mátulega heitt í búðinga, þegar ekki finnst velgja
með litla fingrinum, sem stungið er ofan í það.
Ef súpa eða sósa, sem jöfnuð er með eggjum, ystir,
þá verður hún að jafnast með fleiri eggjum.
Munið að súpa eða sósa með eggjum má aldrei
sjóða, þá ystir hún.
Munið að olían í mayonnaise verður að vera glær.
Munið að setja bæði salt og edik í rauðurnar, þeg-
ar þið byrjið að hræra mayonnaise.
Ef mayonnaise ystir, þá hrærið sjóðandi saltvatni
út í, eða hrærið eina eggjarauðu með salti og hinu ysta
mayonnaise þar í.
Munið að sjóða makkaróní í miklu saltvatni.
Gott er að bafa gúmmímottu fyrir framan vaskinn,
það hvílir fæturna.
Grænmeti á æfinlega að setjast ofan í sjóðandi
saltvatn.
Eg vil leyla mér að benda yður á, að bókin
Við horfum á lifið
efiir Jón Aðils,
er bezfo páskabókin.
KAMPALAMPAR M/ RÍSRÚLLETTUM.
200 gr. hrísgrjón, 1 laukur, 14 sellerí, steinselja,
V4 dl. olía eða smjör, 125 gr. kampalampar, 1 dl. tómat-
púrra, salt og pipar. Laukurinn og selleríið er hreins-
að og skorið smátt. Steinseljan hreinsuð. Allt látið í
pott með olíunni og hitað, en á ekki að brúnast. Þar í
eru hrísgrjónin látin og hrært í um stund. Þá er vatni
hellt á, svo miklu, að hrísgrjónin geti soðið, þar til þau
eru meyr. Saltað eftir smekk. Steinseljuna má ekki
sjóða með. Soðið í 20 mín. Hrísgrjónunum hellt á gata-
sigti, látin í pottinn aftur með tómatpúrrunni. Síðast
eru hinir hreinsuðu kampalampar settir út í og þessu
hellt á fat í topp. Hafi maður ekki nýja kampalampa
eru notaðir niðursoðnir kampalampar úr dósum. Borð-
að til miðdegis- eða kveldverðar.
Hveiti í hveitijafning er hrært út í köldu vatni, með
gaffli eða þeytara.
Hrærið köldu vatni út í kjötsósuna, ef hún er svo
feit að hún aðskilst.
Látið allan mat kólna í opnu íláti, þá súrnar hann
mikið síður.
Setjið aldrei heitan mat í eldhússkápinn.