Fréttablaðið - 16.11.2021, Side 8
Flutningur höfuðstöðva Shell
frá Hollandi til London vekur
spurningar. Göfug markmið
um losunarleysi, að sögn
fyrirtækisins. Brexit er sér-
leið fyrir umhverfissóða að
sögn prófessors.
bth@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Olíurisinn Shell
hefur ákveðið að f lytja höfuðstöðv-
ar fyrirtækisins frá Haag í Hollandi
til London. Samkvæmt tilkynningu
frá Shell í erlendum fréttamiðlum
er stefnt að því að Shell verði alfarið
breskt félag. Ákvörðunin sé tekin
til að einfalda skipulag og gera
félagið sveigjanlegra. Áfram sé
stefnt að því að Shell verði losunar-
laust fyrirtæki.
Edvard Huijbens, prófessor við
Wageningenháskóla í Hollandi
og fyrrverandi varaformaður VG,
gefur þó lítið fyrir skýringar Shell.
Hann telur að f lutningur höfuð-
stöðvanna tengist fyrst og fremst
Brexit.
„Brexit er sérleið fyrir umhverfis-
sóða,“ segir Edward.
Stutt sé síðan Shell var dæmt
í Hollandi vegna mengunar frá
útblæstr i . Holland haf i með
ýmsum hætti skipað sér í fremstu
röð ríkja er kemur að umhverfis-
legri ábyrgð. Þetta umhverfi sé
fyrirtækið hugsanlega að f lýja.
Með Glasgow-samkomulag-
inu sem aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna undirrituðu um síðustu
helgi er vonast til að hægt verði að
takmarka hlýnun við eina og hálfa
gráðu. Notkun jarðefnaeldsneytis
er ein veigamesta hindrunin á
þeirri vegferð.
„Það fyrsta sem manni dettur
í hug er að þeir séu að f lytja sig úr
Evrópusambandinu til að losna
við vesen,“ segir Stefán Gíslason
umhverfisstjórnunarsérfræðingur.
Með „veseni“ á Stefán við stífara
regluverk í umhverfismálum en sé
í Bretlandi. Auðveldara kunni að
vera fyrir Shell að hafa áhrif á bresk
stjórnvöld en hollensk.
„Þetta gæti líka snúist um að
f lýja lagaumhverfi. Það hafa fallið
dómar í Hollandi sem kannski
hefðu ekki fallið í öllum Evrópu-
sambandsríkjum þar sem umhverf-
isverndarsamtök kærðu ríkið fyrir
aðgerðaleysi og unnu það mál.“
Lagaleg staða umhverfisins sé
sterkari í Hollandi en f lestum
öðrum löndum. Meiri óvissa sé
varðandi atvinnulíf og hvernig
bresk stjórnvöld, óbundin Evrópu-
sambandinu, munu bregðast við í
kjölfar Glasgow-samkomulagsins.
„Eftir Brexit er Bretland ekki
bara eyja í eiginlegri merkingu
heldur líka eyja í Evrópu í óeigin-
legri merkingu. Mér finnst líklegt
að þar reikni menn með meiri
sveigjanleika í umhverfismálum
en innan ESB. Jafnvel þótt ekkert
sé fast í hendi þá er líklegt að fyrir-
tæki sem vilja sérstaklega koma sér
undan umhverfisreglum staðsetji
sig þar. Flutningurinn gæti verið
strategísk aðgerð,“ segir Stefán.
Hann segir að mörg fyrirtæki
hafi þó frá og með 2015 tekið fram
úr stjórnvöldum í vilja til mikil-
vægra umhverfisaðgerða. Atvinnu-
lífið kalli eftir að stjórnvöld setji
því ramma en stjórnvöld haf i
víða setið hjá og beðið lausna hjá
atvinnu- og viðskiptalífi.
Spurður um væntingar vegna
Glasgow-samkomulagsins segist
Stefán bjartsýnn en miklu varði
að fyrirheit verði að athöfnum fyrr
en síðar. Það geti skipt sköpum að
takmarka losun strax fremur en að
horfa til loka samningstímabilsins.
Þrátt fyrir Parísar-samkomu-
lagið sem vakti á sínum tíma
miklar vonir meðal pólitískra leið-
toga hefur gengið illa fyrir ríki, og
þar á meðal Ísland, að efna skuld-
bindingar. Losun gróðurhúsaloft-
tegunda er enn að aukast í heim-
inum þvert á fyrirheit.
„Það vantar oft eftirfylgni í
kjölfar orða og yfirlýsinga, eftir-
fylgnin verður ekki sjálf krafa, en
ef allir standa við loforð sín erum
við kannski komin nálægt einni og
hálfri gráðu í lok samningstímans,“
segir Stefán. ■
Flutningur Shell vekur spurningar
Brennsla jarð-
efnaeldsneytis
er hindrun í því
markmiði að
stemma stigu
við hnattrænni
hlýnun.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Það er ekki hægt að
flytja tíu metra tré á
nýjan stað.
Kristrún
Sigurðardóttir,
formaður Skóg-
ræktarfélags
Garðabæjar
Brexit er sérleið fyrir
umhverfissóða.
Edward
Huijbens,
prófessor
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL „Inf lúensan er
ekki komin svo ég viti til,“ segir
Óskar Reykdalsson, forst jór i
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins, spurður hvort árleg inflúensa
sé ástæða veikinda sem hrjá um
þessar mundir fjölda landsmanna.
„Hins vegar er mikið um sýkingar
í öndunarfærum en það eru annars
konar veirusýkingar,“ segir Óskar.
Hann segir þær sýkingar sem nú
séu tíðar hér á landi svokallaðar
haustkvefpestir sem einkennist
af kvefi, hósta og slappleika. Besta
ráðið við þeim sé að taka því rólega.
„Þegar fólk svo fær þessar ekta
inflúensur koma þær hratt og ein-
kennast af háum hita, beinverkjum
og höfuðverk. Síðast þegar ég vissi
var ekkert skráð tilfelli inf lúensu
Mikið um sýkingar í öndunarfærum en flensan ekki komin
Óskar Reykdals-
son, forstjóri
Heilsugæslunar
á Landspítalanum,“ segir Óskar.
Hann segir haustkvefið einkar
skætt í ár og ástæðuna þá að þjóðin
hafi sloppið við pestina í fyrra.
„Það er þannig að ef þjóð er lítið
útsett eitt árið þá „hefnist“ henni
fyrir það hið næsta,“ segir Óskar og
hvetur fólk til að láta bólusetja sig
gegn árlegri inflúensu. „Það getur
sparað fólki ýmislegt að sleppa við
inf lúensuna sem getur valdið því
að fólks sé mikið lasið með háan í
hita jafnvel í heila viku.“
Þá hvetur Óskar fólk, sem smit-
ast hefur af umræddum veiru-
sýkingum, til að leita ekki á heilsu-
gæslu nema um alvarleg veikindi
sé að ræða. Þar sé mikið álag
vegna Covid. „Við bendum fólki á
að nota skynsemina, sérstaklega
ef einkennin eru léttvæg og lítil-
fjörleg.“ ■
Kíktu í heimsókn!
Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Sjá nánar
á patti.is
Ný sending
af gæðarúmum
frá Dupen
kristinnhaukur@frettabladid.is
GARÐABÆR Skógræktarfélag Garða-
bæjar vill að óháður matsmaður
verði fenginn til þess að meta tjón
sem félagið hlýtur af því að missa
land undir golfvöll. Til stendur að
stækka völl Golfklúbbs Kópavogs og
Garðabæjar, GKG, inn í Smalaholt,
þar sem rúmlega 30 ára gamall
skógur stendur og Skógræktar-
félagið hefur byggt upp gönguleiðir.
Upphaf lega stóð til að taka 15
hektara af skógi félagsins og var
félaginu aðeins boðið 2 hektara
lúpínu land í staðinn. Endanlegar
stærðir liggja ekki fyrir fyrr en deili-
skipulag verður gert og ekki hefur
verið ákveðið hvenær jarðýturnar
mæti á svæðið.
„Í mínum huga eru loftslagsmálin
það alvarlegasta í þessu. Það er ekki
hægt að flytja tíu metra tré á nýjan
stað,“ segir Kristrún Sigurðardóttir,
formaður félagsins, en það tekur tré
mjög langan tíma að fara að skila
sínu til loftslagsins. Lítið hafi verið
hlustað á athugasemdir félagsins.
„Eftir athugasemdir okkar var
svæðið sem tekið er aðeins minnk-
að og fært til. Samt verður elsti og
gróskumesti skógurinn tekinn,“
segir hún.
Kristrún segir félagið eiga rétt á
tugmilljónum króna vegna þessa
máls. Það er út frá sams konar
málum sem komið hafa upp í
nág rannasveit ar félög u nu m. Í
sumum tilfellum hafi verið samið
en önnur endað fyrir dómstólum.
Bæturnar eru þá metnar út frá fjölda
trjáa og stærð þeirra.■
Vilja tugmilljónir í bætur fyrir skóg
sem ruddur var undir golfvöll GKG
thorvardur@frettabladid.is
BANDARÍKIN Steve Bannon, fyrr-
verandi ráðgjafi Donalds Trump
Bandaríkjaforseta, gaf sig fram við
alríkislögregluna í Washington í
gær og var vígreifur þegar hann
ræddi við stuðningsfólk áður en
hann gaf sig fram. Dómsmálaráðu-
neytið ákærði hann fyrir að sýna
Bandaríkjaþingi vanvirðingu eftir
að hann neitaði að bera vitni um
árás stuðningsfólks Trumps á þing-
húsið 6. janúar, auk þess að neita að
afhenda gögn tengd málinu.
Bannon á yfir höfði sér árs fang-
elsisvist og 13 milljóna króna sekt
verði hann fundinn sekur. ■
Bannon gaf sig
fram við lögreglu
Steve Bannon á yfir höfði sér árs-
fangelsi og háa sekt. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
thorvardur@frettabladid.is
GEIMURINN Bandarísk yfirvöld
vöruðu í gær geimfara sem dvelja í
Alþjóðageimstöðinni við að geim-
brak gæti skollið á henni. Geimfarar
leituðu skjóls en svo fór að engin
hætta skapaðist af brakinu.
Uppruni braksins er óþekktur en
heimildarmenn bandarískra miðla
innan varnarmálaráðuneytisins
segja að hugsanlega hafi Rússar
sprengt eitt af fjölmörgum gervi-
tunglum sínum sem hluta af f lug-
skeytatilraun. ■
Geimstöðinni
ógnað af braki
8 Fréttir 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ