Fréttablaðið - 16.11.2021, Síða 10
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Enginn
hefur haft
pólitískan
kjark
til þess
að segja
hingað
og ekki
lengra.
Segja má
að í stefn-
unni sé
bæði horft
út á við og
inn á við.
Reykjavík er menningarborg. Hún býr yfir mjög frjórri
listasenu og öflugu menningarstarfi. Fyrir vikið verð-
ur til ríkidæmi sem við njótum öll. Það er geysimikil-
vægt. Líf okkar verður innihaldsríkara, fjölbreyttara,
skemmilegra. List og menning eru snar þáttur í
lífsgæðum okkar og um leið mikilvægir drifkraftar í
þróun samfélagsins. Undanfarna mánuði hefur verið
unnið að nýrri menningarstefnu fyrir Reykjavík sem
heitir „List og menning í Reykjavík 2030“.
Það er auðvelt að slá um sig með orðinu „menning-
arborg“. En til að borgin standi undir þeirri nafnbót
þarf margt að koma til. Það er grundvallaratriði að
„allir íbúar hafi jöfn tækifæri til að njóta lista, menn-
ingar og menningararfs bæði sem þátttakendur og
neytendur“. Enginn má vera útilokaður. Það er rauður
þráður í stefnunni.
Annað meginstef felst í því að í Reykjavík séu
framúrskarandi aðstæður til listsköpunar. Það á að
vera eftirsóknarvert fyrir listamenn að búa í Reykja-
vík. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg skapi aðstæður
þar sem listsköpun nýtur sín. Styrkir borgarinnar, sem
eru umtalsverðir, eiga að stuðla að eflingu listgrein-
anna á þeirra eigin forsendum.
Segja má að í stefnunni sé bæði horft út á við og
inn á við. Lögð er áhersla á hverfamenningu og sett
fram sú framtíðarsýn að öll hverfi borgarinnar verði
suðupottur menningar og lista. Um leið er áréttað að
Reykjavík eigi að verða heimsþekkt menningarborg.
Af hverju menningarstefna? Jú, hún gefur meðal
annars listafólki og þeim sem reka menningarstofn-
anir kleift að hafa áhrif á það hvaða markmiðum skuli
stefnt að næstu árin og til hvaða aðgerða skuli gripið
til að ná settu marki. Menningarstefnan byggir á
víðtæku samráði við fulltrúa allra listgreina, menn-
ingarstofnana og félaga sem borgin styrkir. Stefnan
brýnir borgaryfirvöld til að leggja metnað í að skapa
sem bestar aðstæður fyrir listsköpun og öflugt menn-
ingarstarf. Hún lýsir markmiðum og gerir grein fyrir
hvernig þessum markmiðum skuli náð. n
List og menning í
Reykjavík 2030
Hjálmar
Sveinsson
borgarfulltrúi
Samfylkingar-
innar og formaður
menningar-,
íþrótta- og tóm-
stundaráðs
Elín
Hirst
elinhirst
@frettabladid.is
Ferskur fiskur og fiskréttir,
lax á grillið og humarsúpan í hádeginu.
Sjávarhornið - fiskverslun, Bergstaðarstræti 14
benediktboas@frettabladid.is
Frosið spons
Ekki er langt síðan hvert
stórfyrirtækið á fætur öðru
vildi tengja sig við hetjurnar í
karlalandsliðinu en nú er öldin
önnur. Nú er það Dr. Oetker
með sínar frábæru frosnu
pitsur Ristorante sem var í sam-
starfi við RÚV til að sýna leik
Íslendinga og Norður Make-
dóníu. Hnignun landsliðsins
mælist víða en þó pitsurnar séu
frábærar teljast þær tæplega á
pari við helstu stórfyrirtæki
landsins úr röðum fjármála-
fyrirtækja, matvöruverslana og
jafnvel bílaumboða sem slógust
um að vera með í ferðalagi RÚV
í stofur landsmanna, þegar best
lét.
Afsláttur
Allir tala nú um að sóttvarna-
yfirvöld séu búin að tapa
íslensku þjóðinni, réttara sagt
þolinmæði æstrar þjóðar. Það er
ekki rétt enda landsmenn alltaf
til í að semja. Það nær skammt
að segja að vonir séu um að
þriðja sprautan geri okkur frjáls.
Sölumenn þekkja að það er betra
að bjóða afslátt, það þarf ekki
að vera Singles’ Day, geymum
það til sjöundu sprautunnar.
Þeir sem fá þriðju sprautuna
gætu fengið 30 prósenta afslátt
af næstu sóttkví, 20 prósent
af næstu einangrun, hálftíma
lengur á barnum og jafnvel tvo
fyrir einn í grímulaust leikhús. n
Nafnið á Covid-19 farsóttinni er
illu heilli orðið úrelt, því nú má
einnig kenna farsóttina við árin
2020 og 2021. Líklega bætist árið
2022 fljótlega við, ef til vill árið
2023 líka, en vonandi ekki. Ekkert er þó úti-
lokað í þeim efnum. Óþægilegt er að hugsa
til þess hvernig kínversk yfirvöld brugðust
við árið 2019, þegar veiran kom fyrst upp þar
í landi, með afneitun og leynd sem olli að
líkindum mun meiri útbreiðslu en ef gripið
hefði verið strax í taumana.
Því miður hafa bólusetningar ekki skilað
þeirri vörn sem vonast var til. Menn skiptast
nú í tvö horn. Þeir sem vilja grípa til hertra
aðgerða til að vernda Landspítalann og þeir
sem vilja litlar sem engar hömlur. En staðan
er því miður sú að íslenska þjóðin býr við
heilbrigðiskerfi með eldgamla og úr sér
gengna innviði, sem hefur lítið þanþol. Sum
húsakynni LSH eru ekki einu sinni músheld.
Við Íslendingar höfum ekki borið gæfu til
að hlúa að heilbrigðismálum okkar eins og
eðlilegt hefði verið í velmegunarsamfélagi
þar sem þjóðarauður hefur vaxið ríkulega á
síðustu áratugum.
Hvað ætli kjósendur hafi oft grátbeðið
um endurbætur, loforð hafa verið gefin, en
síðan fæðast bara litlar mýs, í orðsins fyllstu
merkingu. Ekki verður núverandi valdhöfum
einum kennt um, heldur byrjaði þessi hruna-
dans fyrir mörgum áratugum. Enginn hefur
haft pólitískan kjark til þess að segja hingað
og ekki lengra. Auðvitað verður það miklu
dýrara fyrir íslenska þjóð að rétta þetta kerfi
við, heldur en ef við hefðum byggt það upp
jafnt og þétt.
Vísindamenn vonast til þess að Covid-
veiran muni hætta að stökkbreytast að
lokum og breytast í væga kvefpest, en
ómögulegt sé að segja til um hvenær. Árið
2022 og jafnvel 2023 gætum við því staðið
frammi fyrir stöðugu kapphlaupi við stökk-
breytingar veirunnar. Smitsjúkdómalæknar
eru efins um að þriðja sprautan muni nægja.
Ný af brigði geta því kallað á enn fleiri endur-
bólusetningar.
En góður fréttirnar eru þær að íslensk
stjórnvöld hafa borið gæfu til þess að hlusta
á vísindin þrátt fyrir sífelldan kryt við ríkis-
stjórnarborðið þar sem Sjálfstæðisflokkur-
inn stendur vörð um „frelsi einstaklingsins“
og atvinnurekenda, enda er það leiðarstef í
stefnuskrá hans. Raddir skynseminnar hafa
sem betur fer haft betur við þetta margum-
talaða ríkisstjórnarborð. n
Músagangur
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR