Fréttablaðið - 16.11.2021, Síða 15

Fréttablaðið - 16.11.2021, Síða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 2021 thordisg@frettabladid.is Vinsæll jólamarkaður Bjarna Sigurðssonar keramíkers verður opnaðu á fimmtudag í fimmtánda sinn. Á markaðnum verða einungis ný verk sem Bjarni hefur unnið undanfarna mánuði í nýrri og stærri vinnustofu sinni. Bjarni er einn fræknasti leirlista- maður Íslendinga í samtímanum. Hann vinnur nú að verkum fyrir veitingastað Jean-George í New York, sem er Michelin-staður og er Jean-George sjálfur mjög þekktur í sínum bransa. „Ég er einmitt nú að vinna vasa fyrir þá sem ég sendi utan í næstu viku, en þeir eru þegar búnir að fá eina sendingu frá mér. Jean-George er einnig með litla verslun og vill gjarnan setja verkin mín í sölu,“ segir Bjarni. Vinsæll um veröld víða Eftirspurn eftir verkum Bjarna hér heima og erlendis hefur margfald- ast undanfarin misseri. „Enda keypti ég mér nýjan ofn í fyrra og í næstu viku er annar á leið til landsins. Eftirspurn og sala hefur aukist svo mikið á Norður- löndunum að ég sé fram á að þurfa að senda flest sem ég framleiði eftir jólamarkaðinn beint til Dan- merkur, Svíþjóðar og Noregs,“ upplýsir Bjarni. Jólamarkaður Bjarna er að Hrauntungu 20 í Hafnarfirði. Opið fram á sunnudag frá klukkan 10 til 18. Afsláttur er að venju af öllum verkum og veitingar í boði fyrir unga sem aldna. Allir hjartanlega velkomnir! ■ Bjarni í jólaskapi Bjarni Viðar Sigurðsson, keramíker. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Green Diamond harðkornadekk geta komið í stað nagladekkja Green Diamond eru augljós kostur fyrir alla sem vilja hætta að nota nagladekk til að vernda umhverfið og auka öryggi sitt. Mjög góð reynsla hjá fjölmörgum aðilum og sú stað- reynd að þau valda mun minni svifryksmengun en nagladekk styður þennan valkost. 2 Kristinn Sigurðsson, seljandi Green Diamond dekkjanna, segir að þau hafi marga mikilvæga kosti fram yfir nagladekk og séu bæði umhverfisvænni og öruggari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.