Fréttablaðið - 16.11.2021, Síða 30

Fréttablaðið - 16.11.2021, Síða 30
Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun og gaman að fá viður- kenningu á því að maður sé að gera eitthvað nýtt. Nýlega voru Svartfuglsverð- launin veitt og Unnur Lilja Aradóttir hlaut þau fyrir spennusögu sína Höggið. KolbrúnB@frettabladid.is Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höf- undarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verð- launanna í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Í umsögn dómnefndar um sög- una segir meðal annars: „Höggið er óvenjuleg spennusaga þar sem und- arleg tilfinning grípur lesandann strax á fyrstu síðum bókarinnar. Í lifandi en látlausum texta og hnit- miðaðri frásögn nær höfundurinn föstu taki á lesandanum." Mikill heiður Höggið er þriðja skáldsaga Unnar og fyrsta glæpasaga hennar. Fyrsta bók hennar Einfaldlega Emma kom út árið 2019 og í fyrra kom út Birta, ljós og skuggar. „Báðar eru þær dramatískar sögur þar sem meðal annars er fjallað um ástamál,“ segir Unnur Lilja. Af hverju ákvað hún að skrifa glæpasögu? „Ég var að skrifa og bjóst við að sú bók yrði í svipuðum dúr og þær fyrri en þegar skriftunum var lokið hugsaði ég með mér að hand- ritið gæti hugsanlega hentað fyrir þessa keppni. Þetta er reyndar ekki hefðbundin glæpasaga, það eru til dæmis engar löggur í henni, og þess vegna var ég í byrjun ekki alveg viss hvort ég ætti að senda handritið í keppnina, en ákvað að láta á það reyna. Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun og gaman að fá viður- kenningu á því að maður sé að gera eitthvað nýtt.“ Heldur áfram að skrifa Unnur Lilja vinnur sem sjúkraliði á næturvöktum, en Höggið hefst á því að ung kona vaknar á sjúkra- húsi með höfuðáverka og hefur auk þess misst minnið. „Þessi byrjun er kannski eitthvað sem kemur úr undirmeðvitundinni,“ segir hún. Hún segir framhald af bókinni ekki á döfinni þótt endirinn sé opinn. „Ég held allavega áfram að skrifa en það er spurning hvað verður úr því, hvort það verði glæpa- saga eða eitthvað annað,“ segir hún. Erlendir útgefendur hafa sýnt þeim glæpasögum sem fengið hafa Svartfuglinn mikinn áhuga. „Það er mjög spennandi. Ég held allavega að þessi saga henti vel til þýðingar. Það verður gaman að sjá hvað verður,“ segir Unnur Lilja. n Glæpur en engar löggur Höggið er þriðja skáldsaga Unnar og fyrsta glæpasaga hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÆKUR Allir fuglar fljúga í ljósið Auður Jónsdóttir Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 359 bls. Kristján Jóhann Jónsson Skáldsagan Allir fuglar fljúga í ljósið hlýtur að kallast ástarsaga, þó að hún sé um margt ólík hinni stöðl- uðu ástarsögu. Listakonan Björt segir frá í fyrstu persónu. Björt ráfar um bæinn og skrifar athugasemdir um fólk. Hún er eins konar njósnari eða bara rithöfundur. Hún verður til í eigin vitund með því að sjá og heyra aðra og skrifa um þá örstuttar skýrslur. Virðist ímynda sér að hún sé ekki að túlka. Í upphafi er sjálfs- vitund Bjartar á núllpunkti en smám saman er lesandi upplýstur um þann dimma dal sem hún hefur gengið í gengum. Björt sleppir ýmsu til að byrja með. Seinna skrifar hún langt bréf til fyrrverandi elskhuga, sem les- endur hafa vitað um, en nú er talað til hans en ekki um hann, og það breytir sögunni. Í lok sögunnar vingast hún við sambýlisfólk sitt, þar myndast trúnaður og hún segir frá atburðum sem hún hefur leynt. Sögumaðurinn er frá upphafi óviss um persónuleika sinn og líklega óöruggur um það hvaða frásögn hann ætlar að gangast við. Mikið er fjallað um tilfinningar. Aðalpersónur hafa verið hraktar í bernsku, barðar eða misnotaðar og beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi. Eftir það eru þær háðar viður- kenningu og ístöðulaus- ar í tilfinningamálum. Persónan Gestur sker sig úr en getur varla kallast aðalpersóna. Frásögnin af f ull- orðnu fólki sem á undir högg að sækja vegna andstreymis í bernsku hefur orðið nokkuð algeng síðustu árin. Sagan af hinu svikna barni á fullorðinsárum getur orðið erfið í skáldskap vegna þess að ef bernskan skilyrðir fullorðinsárin verður skáldskapurinn fyrirsjáan- legur og skáldskapur þarf á óvissu að halda. Raunasögur eru vissulega mörg hundruð ára gamall þáttur í heimsbókmenntunum en sagan af því hvernig ömurleg bernska mótaði efri ár, er í bili að vissu leyti lokuð inni í gefnu orsakasamhengi. Í skáldsögunni Allir fuglar f ljúga í ljósið er þessi vandi að nokkru leyst- ur með aðferðum spennusagna. Mikilvægum atriðum er haldið leyndum og þau síðan afhjúpuð. Að lokum fær lesandinn að vita hvernig í öllu liggur og hinu gefna orsaka- samhengi hefur verið drepið á dreif. En hvers vegna þarf að kortleggja tilfinningar og íhuga mismunandi skilning manna á þeim, að ekki sé nú talað um vandræðin sem af þeim stafa? Tilfinningar eru ekki einungis sértækar og einstaklingsbundnar, þær eru líka almennar og hversdagslegar. Stöku sinnum í sögunni verður ljóst að höfundur gerir sér grein fyrir því, mitt í til- finningaseminni, að það er ekki einungis stórkost- legt og einstakt að elska og þrá, það er líka hvers- dagslegt og kannski þáttur í því að verða fullorðinn að hemja tilfinn- ingar sínar og gera upp við fortíð sína. Þetta hefur Björt sögumanni ekki tekist, þó að sögulokin bendi til þess að höfundur hafi áttað sig á því að „lífið heldur áfram“ eins og ónefnt skáld sagði. n NIÐURSTAÐA: Skáldsaga um erfiða fortíð og ástarraunir sem raktar eru ítarlega. Sögumaðurinn er klókindalega saman settur. Endurtekið þema þessarar sögu er tilfinningasemi og grimmd og samhengið þar á milli. Ástin í klóm sjálfsmyndarinnar FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VERÖLD HVÍLDAR JÓLABÆKLINGUR BETRA BAKS WWW.BETRABAK.IS BETRA BAK – LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI 9.900 kr. STORMUR HEILSUINNISKÓR VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN 18 Menning 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.