Fréttablaðið - 16.11.2021, Síða 36
odduraevar@frettabladid.is
Förðunarfræðingarnir Heiður Ósk
og Ingunn Sig hjá HI beauty hafa
gengið til liðs við Kristínu Péturs-
dóttur í förðunarþáttunum Make
Up.
„Við erum ótrúlega spenntar og
ánægðar með að það sé að koma
svona makeup-keppni á Íslandi,“
segir Heiður. Hún og Ingunn halda
úti einum vinsælasta snyrtimiðli
landsins og eru eigendur Reykjavík
Makeup School.
Þær hafa kennt yfir þrjú hundr-
uð manns að farða sig sjálf með
vinsælu námskeiðunum Kvöld-
stund með HI beauty og unnið við
fjölda förðunarverkefna. Það lá því
beint við fyrir Kristínu að leita til
þeirra.
„Við erum að leggja lokahönd á
undirbúninginn og förum bráðlega
að fara yfir umsóknirnar, vonandi
bætast f leiri við og svo förum við
að sigta út,“ segir Heiður en enn er
leitað að keppendum og er hægt að
sækja um á makeup@siminn.is. n
Kristín Péturs fær góðan liðsauka
Félagaskipti Heiðar og Ingunnar
hafa vakið verðskuldaða athygli.
Jonny Ensall, breskur blaða-
maður og plötusnúður, setur
á laggirnar „pop up“ diskótek
á Þingeyri í apríl næst-
komandi eftir að hafa kynnst
hjónaballi Þingeyringa.
svavamarin@frettabladid.is
„Ég var í verkefni á Þingeyri árið
2018 og festist fyrir vestan vegna
veðurs. Þá hitti ég þau Hauk
Sigurðsson og konu hans Vaida
Braziunaite sem reka Blábankann
á Þingeyri.
Ég fékk þá hugdettu að halda far-
and-diskótek á afskekktum stöðum
í heiminum og fannst mér Þingeyri
kjörinn staður til að byrja á,“ segir
Jonny.
Að sögn Hauks hýstu þau hjónin
Jonny og kynntu hann fyrir Hjóna-
ballinu þar sem hugmyndin að
farand-diskótekinu kom upp og
komu honum í kjölfarið í samband
við Íslandsstofu og Visit Vestfjords.
Fyrsta stopp af vonandi mörgum
ber heitið Partíið við jaðar heimsins
eða Detour Discotheque.
„Ég hef fengið frábæra plötusnúða
til liðs við mig frá Bretlandi, Banda-
ríkjunum og Hermigervill kemur
frá Íslandi,“ segir Jonny og bætir
við að Partíið við jaðar heimsins sé
ekki tónleikahátíð heldur diskótek í
anda sjöunda áratugarins. n
Breti breytir litlu Þingeyri í
skemmtilegan skemmtistað
Frá toppi Sandfells við Dýrafjörð. Jonny Ensall heillaðist upp úr skónum af fegurð fjarðarins í tengslum við gigg árið
2018. Hann ætlar að koma með hátíðina Detour Discotheque, eða Partíið við jaðar heimsins. MYND/AÐSEND
Rós í hnappagat Vestfjarða
Vestfirðir eru efstir á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í
árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði
og borgir til að heimsækja á komandi ári og hlutu svokallaða Best
in Travel-viðurkenningu, sem birt var 28. október. Val Lonely Planet
mun beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem getur
reynst mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og Ísland
sem áfangastað.
Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk
Lonely Planet staði fyrir Best in Travel-listann, sá listi fer síðan fyrir
dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara fram
úr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „vá-
faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar
ferðaþjónustu
odduraevar@frettabladid.is
Íslenski söngvarinn Natan Dagur
situr ekki auðum höndum síðan
hann komst í undanúrslit The Voice
í Noregi.
„Það gengur mjög vel, ég er í fullt
af verkefnum með mismunandi
tónlistarfólki og hef fengið tvö mjög
spennandi boð sem ég veit ekkert
hvort verði eitthvað úr,“ segir Natan
þegar Fréttablaðið slær á þráðinn
til hans. „Ég er náttúrulega svo nýr í
þessum tónlistarbransa og hef lengi
verið að leika mér að því að syngja
en þegar maður tekur ábreiður
er maður ekkert að spá í sjálfum
sér sem tónlistarmanni,“ útskýrir
Natan en hann hefur gert Vor í
Vaglaskógi vinsælt í Noregi.
„Ég hef verið að reyna að átta mig
á því hvaða rödd ég hef og hvernig
orku ég vil í lögunum mínum,“ segir
söngvarinn einlægur.
„Ég er búinn að setja mér eitt
markmið en mig langar til þess að
gefa út fyrstu smáskífuna mína fyrir
enda janúar,“ segir hann. Nokkur
lög séu mjög nálægt því að vera til-
búin.
„Kannski slær eitt þeirra í gegn og
þá þarf ég að endurskoða hin, svo
maður veit aldrei í hvaða átt þetta
fer. “
Natan ver tíma sínum heima í að
semja. „Þegar ég er ekki að vinna
með öðru tónlistarfólki er ég bara
heima að búa til laglínur og skrifa
texta,“ segir Natan Dagur sem segir
engan bilbug á sér að finna. n
Markmið Natans er að gefa út smáskífu í janúar
Söngrödd Natans vekur athygli.
24 Lífið 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR