Fréttablaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 1
2 2 6 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 1
Hættuleg
sambönd
Yfir hundrað
ráð í fanginu
Menning ➤ 20 Lífið ➤ 26
Þú færð okkar besta verð á líf- og sjúkdómatryggingum
og getur tryggt þig og þína á örfáum mínútum á tm.is
Tryggingar fyrir það
allra mikilvægasta
NÝR NETBÆKLINGUR
Heilsugæsla höfuðborgar-
svæðisins ætlar að aka um
og bjóða bólusetningu við
Covid-19. Forstjóri segir að ná
verði til óbólusettra.
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 „Við beitum öllum ráðum
til að veita öllum tækifæri til að
komast í bólusetningu,“ segir Óskar
Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Á næstunni
mun strætó verða ekið um götur
borgarinnar og fólki verða boðið
um borð í hann í bólusetningu gegn
Covid-19.
Strætóinn verður staðsettur á
nokkrum stöðum á höfuðborgar-
svæðinu á mismunandi tímum og
í hann geta öll þau sem ekki hafa
fengið bólusetningu komið og látið
bólusetja sig gegn Covid.
„Við erum enn á byrjunarreit en
það gæti þá verið þannig að bíllinn
eða strætóinn myndi vera fyrir
utan vinnusvæði eða bara í Smára-
lind eða Kringlunni, og þar getur
fólk fengið bóluefni,“ segir Óskar.
Nú þegar eru 89 prósent lands-
manna sem náð hafa tólf ára aldri
fullbólusett. Í þessari viku hefur
einnig verið hafist handa við að
veita fólki örvunarskammt bólu-
efnis sem auka á vernd gegn sjúk-
dómnum enn frekar.
Óskar segir að helst sé reynt að
ná til þess hóps sem ekki hefur
fengið neinn skammt bóluefnis
með því að bólusetja víðs vegar um
borgina í bólusetningarstrætónum.
„Númer eitt er bara að ná til sem
flestra og minnka útbreiðslu sjúk-
dómsins og minnka álagið á spítal-
anum. Það gerum við með því að
bólusetja sem flesta.“
Þá segir Óskar að sóttvarnalækn-
ir hafi í samstarfi við aðra greint vel
hvaða hópar það eru sem ekki hafi
þegið bólusetningu.
Reynt verði að fara með bólu-
setningarstrætóinn þar sem auð-
velt aðgengi verði að honum fyrir
þessa hópa.
„Stefnan er að bólusetja alla sem
ekki eru bólusettir. Það er mikil-
vægt og tilgangurinn með þessu,“
segir Óskar. n
Nota strætó við bólusetningarátak
Óskar Reykdals-
son, forstjóri
Heilsugæslu
höfuðborgar-
svæðisins
Arnaldur Indriðason hlaut í gær Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, og eru ætluð þeim einstaklingi sem hefur
með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu til hags í skáldskap, fræðimennsku eða öðrum störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
SAMFÉLAG Mikil þörf er á athvarfi
fyrir konur með fjölþættan vanda
og virkan vímuefnavanda að mati
deildarstjóra á velferðarsviði
Reykja víkurborgar.
Borgarstjórn samþykkti í gær að
vísa tillögu Sjálfstæðismanna um
neyðarathvarf fyrir heimilislausar
konur til velferðarráðs borgar-
innar.
Eygló Margrét Stefánsdóttir
kynjafræðingur, sem starfar í
kvennaathvarfi í Óðinsvéum í Dan-
mörku, segir úrræðið hafa reynst
vel. Mikil skömm fylgi lífi í neyslu
og miklar sjálfsásakanir. SJÁ SÍÐU 6
Telur mikla þörf á
sérstöku athvarfi