Fréttablaðið - 17.11.2021, Qupperneq 2
Það er grundvallar
atriði að við vitum
hvað felist í því að vera
heiðursborgari.
Hjálmar Bogi
Hafliðason,
sveitarstjórnar-
fulltrúi
Íslenskukaffi á Seljahlíð
Heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð talaði við starfsfólk á íslensku til að hjálpa því að læra íslensku í íslenskukaffi á Degi íslenskrar tungu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Deilt er um lögmæti
heiðursborgara á Húsavík.
Útnefningin er mikilvæg
landkynning, segir utanríkis-
ráðuneytið. Málið verður rætt
á fundi sveitarstjórnar.
bth@frettabladid.is
SVEITARSTJÓRNARMÁL Útnefning
Molly Sanden, sænsku söngkonunn-
ar sem söng Húsavíkurlagið í frægri
Eurovision-mynd, vekur deilur í
Norðurþingi. Tekist er á um hvort
Molly hafi með ólögmætum hætti
verið sæmd heiðursborgaratitli.
Reglur um val og útnefningu
heiðursborgara hjá sveitarfélögum
eru mismunandi. Sum sveitarfélög
hafa ekki sett sér skrifaðar reglur.
Norðurþing er í þeim hópi þótt Hús-
víkingar hafi átt sínar reglur fyrir
sameiningu.
Mörg sveitarfélög geta þess í
reglum sínum að sveitarstjórnir/
bæjarstjórnir skuli vera einhuga við
val á heiðursborgara.
Engin umræða fór fram í sveitar-
stjórn Norðurþings áður en Kristján
Þór Magnússon sveitarstjóri ákvað
í samráði við formann byggðarráðs
að bjóða íslenska sendiherranum
í Svíþjóð að sæma Molly heiðurs-
nafnbótinni í beinni útsendingu í
sænsku sjónvarpi.
Bergur Elíasson, sveitarstjórnar-
fulltrúi í Norðurþingi, segir í grein
í Vikublaðinu að það sé falsfrétt að
Molly sé í raun húsvískur heiðurs-
borgari. Svo virðist sem sendiherra
Íslands í Svíþjóð hafi ekki tryggt að
heiðursnafnbótin eigi við rök að
styðjast.
Hjálmar Bogi Hafliðason sveitar-
stjórnarfulltrúi segir líklegt að
málið verði tekið upp á næsta fundi
sveitarstjórnar.
„Það er grundvallaratriði að við
vitum hvað felist í því að vera heið-
ursborgari.“
Utanríkisráðuneytið segir að
framleiðendur sænska þáttarins
hafi haft samband við sendiráð
Íslands í Stokkhólmi og óskað eftir
því að sendiherrann afhenti söng-
konunni heiðursborgaraskjalið
sem undirritað var af fulltrúum
Norðurþings. Áður en skjalið var
afhent hafi verið birt upptaka þar
sem bæjarstjóri Norðurþings kunn-
gjörði ákvörðunina.
Um afar verðmæta landkynningu
hafi verið að ræða, ekki síst fyrir
Húsvíkinga sjálfa.
„Sendiherranum var þannig bæði
ljúft og skylt að afhenda söngkon-
unni skjalið enda er það skilgreint
hlutverk utanríkisþjónustunnar að
gæta íslenskra hagsmuna í hvívetna
og halda á lofti nafni lands og þjóð-
ar,“ segir í svari frá ráðuneytinu.
Stefán Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri hjá hvalaskoðunar-
félaginu Gentle Giants, er í hópi
þeirra sem gagnrýna meint frum-
hlaup bæjarstjóra. Spurður hvort
hann líti svo á sem Molly sé lög-
legur heiðursborgari svarar Stefán
án umhugsunar: „Alls ekki.“
Kristján Þór Magnússon sveitar-
stjóri er í veikindaleyfi. n
Heiðursútnefning snúist
upp í hatrammt deilumál
Ætluð gleðistund, heiðursnafnbót Molly Sanden, hefur dregið dilk á eftir sér.
Úr frægu myndbandi sem tekið var upp á Húsavík. MYND/SKJÁSKOT
FAXAFEN 11, 108 REYKJAVÍK, S: 534-0534
WWW.PARTYBUDIN.IS
Allt fyrir veisluna á einum stað
Skraut, borðbúnaður, búningar og tækjaleiga
bth@frettabladid.is
NEYTENDUR G-mjólk seldist upp í
síðustu viku hjá MS og hefur verið
ófáanleg. Að sögn Aðalsteins H.
Magnússonar, sölu- og markaðs-
stjóra MS, komu nokkrir dagar tvær
vikur í röð þar sem gat myndaðist í
vöruhúsunum.
Hann segir mjög sjaldgæft að G-
mjólk seljist upp. Hjá MS hafi menn
þó tekið eftir því að ef mikið sé um
framkvæmdir og fjölmennt bygg-
ingarlið úti um borg og bý aukist
salan töluvert. Óvenju margir noti
þá G-mjólk út í kaffið.
„Það er þannig með G-mjólkina
að salan á henni virðist fylgja efna-
hagsástandinu,“ segir Aðalsteinn.
„Þegar vel árar og mikið er að gera
í hagkerfinu, ekki síst í byggingar-
iðnaði, þá selst G-mjólkin vel. Þegar
kreppir að verður samdráttur,“
bætir hann við.
Af orðum Aðalsteins má ráða
að þensla einkenni líðandi stund.
Hann segir að starfsmenn MS grín-
ist stundum með það innanhúss að
hægt sé að tala um G-mjólkurvísi-
tölu í þessum efnum. n
Mikil sala á G-mjólk rakin til þenslu
G-mjólkin fjólubláa rýkur út þegar
umsvif aukast í byggingariðnaði.
Kristján Þór
Magnússon,
sveitarstjóri
gar@frettabladid.is
DÓMSMÁL „Ég vil láta skoða upptök-
ur af lögunum en ekki bara nótna-
blöð. Djössuð útgáfa af afmælis-
söngnum gæti litið allt öðruvísi út
á blaði en upprunalega lagið en ef
kviðdómur heyrði upptökurnar
lægi ljóst fyrir að um væri að ræða
afmælissönginn,“ sagði Michael
Machat, lögmaður Jóhanns Helga-
sonar, fyrir áfrýjunardómstóli í
Pasadena í Los Angelessýslu, í gær.
Jóhann leitaði til áfrýjunar-
dómstólsins eftir að dómstóll í Los
Angeles vísað frá máli sem hann
höfðaði vegna meints stuldar á lagi
hans Söknuði með laginu You Raise
Me Up.
Tónlistarfyrirtækið áfrýjaði á
móti þeirri ákvörðun dómstólsins
að verða ekki við kröfu þeirra um að
Jóhann yrði gert að greiða lögfræði-
kostnað þeirra upp á 323 þúsund
dollara, jafnvirði um 43 milljóna
króna á gengi dagsins.
Ekki kom fram í dómsal í gær hve-
nær búast megi við ákvörðun áfrýj-
unardómstólsins. n
Vill að dómarar
hlusti á lögin
Jóhann Helga-
son, tónlistar-
maður
2 Fréttir 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ