Fréttablaðið - 17.11.2021, Síða 3

Fréttablaðið - 17.11.2021, Síða 3
Hreint ál úr íslenskri orku Nánari upplýsingar á nordural.is Umhverfis vænni og verðmætari afurð Ný framleiðslulína Á Grundartanga reisir Norðurál nýja fram­ leiðslu línu þar sem framleiddar verða ál­ stangir. Álstangirnar eru framleiddar fyrir kaup endur í Evrópu og verða að stórum hluta notaðar í framleiðslu rafbíla og annars há­ tæknibúnaðar. Ekki er um að ræða aukningu á álframleiðslu, heldur verður álið unnið áfram og verðmeiri afurð búin til, en álstangirnar eru verð mætari en hleifarnir sem steyptir eru í núverandi steypu skála. Þegar framleiðslan hefst verður langstærstur hluti þess áls sem Norðurál framleiðir virðisaukandi vara, álstangir og álblöndur. Framkvæmdir eru hafnar og gert er ráð fyrir að nýja framleiðslulínan verði tekin í gagnið í byrjun árs 2024. Minna kolefnisfótspor Norðurál notar 100% endurnýjanlega raf­ orku við alla framleiðslu, en hingað til hafa ál hleifar Norðuráls verið bræddir í stangir í Evrópu, þar sem notuð er raforka með stærra kolefnisspori. Engin aukalosun verður við fram leiðslu álstanga í steypuskála Norður­ áls og orkuþörf verður mun minni en ef þær væru steyptar erlendis. Græn fjármögnun Verkefnið er að fullu fjármagnað á Íslandi og vegna þess hve jákvæð umhverfisáhrifin eru uppfyllir það skilyrði fyrir grænni fjár mögnun hjá Arion banka. Fjörutíu ný störf Um er að ræða fjárfestingaverkefni sem hleypur á um 120 milljónum dala, eða um 16 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir því að út flutnings tekjur Norðuráls aukist um 3­4 milljarða króna á ári. Þá mun raforkunotkun Norðuráls aukast um 10 MW. Meðan á fram­ kvæmdum stendur verða til um 80­90 bein störf og þá verða til um 40 varanleg störf þegar framleiðsla um nýja línu hefst. Í stuttu máli: • Kostnaður: 16 milljarðar króna • Störf við framkvæmdir: 80-90 í tvö ár • Fjöldi nýrra starfa eftir framkvæmdir: 40 • Aukning útflutningstekna: 3-4 milljarðar króna á ári • Aukin raforkunotkun: 10 MW • Bætt orkunýting: 40%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.