Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.11.2021, Qupperneq 6
Við eigum í margvís- legu samstarfi og fannst rökrétt að heyra í félögum okkar. Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri Grundarfjarðar Deildarstjóri á velferðar­ sviði borgarinnar segir þörf á kvennaathvarfi fyrir konur með fjölþættan vanda og vímuefnavanda. Þær þurfi öryggi og viðeigandi stuðn­ ing. Slíkt úrræði hefur reynst vel í Danmörku. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Hrafnhildur Ólöf Ólafs­ dóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir reynsluna sýna að mikil þörf sé á Kvennaat­ hvarfi, fyrir konur með fjölþættan vanda og virkan vímuefnavanda, hér á landi. Konur sem glími við vímuefnavanda og/eða geðrænan vanda og hafi orðið fyrir of beldi þurfi að geta leitað í athvarf þar sem þær fái öryggi og viðeigandi stuðning. „Skortur á kvennaathvarfi fyrir þennan hóp kvenna gerir það meðal annars að verkum að þær eiga erfið­ ara með að ná að nýta og halda sjálf­ stæðri búsetu, þar sem algengt er að konur með fjölþættan vanda verði ítrekað fyrir ofbeldi í nánum sam­ böndum,“ segir Hrafnhildur. Í apríl í fyrra veitti félagsmála­ ráðuneytið Reykjavíkurborg 40 milljóna króna styrk til þjónustu við heimilislausa einstaklinga með fjölþættan vanda. Málaf lokkur­ inn var skoðaður af velferðarsviði borgarinnar þar sem meðal annars kom í ljós að konum, sem leituðu í neyðarskýli eða vettvangsþjónustu borgarinnar vegna aukins ofbeldis í þeirra garð, hafði fjölgað mikið. Eygló Margrét Stefánsdóttir kynjafræðingur starfar í kvenna­ athvarfi í Óðinsvéum í Danmörku, sem sérstaklega er ætlað konum með tvíþættar greiningar, það eru í mörgum tilfellum konur sem eru með virkan vímuefnavanda og/ eða þungar geðraskanir. Konurnar geta því ekki verið í hefðbundnum kvennaathvörfum þar sem eru börn. Hún segir úrræðið hafa reynst vel. „Margar af þeim heimilislausu konum sem koma til okkar búa við daglegt of beldi og óöryggi og hafa gert í mörg ár. Það hafa ekki verið mörg úrræði fyrir þennan hóp og erum við eitt af fyrstu kvennaat­ hvörfunum sem bjóðum þessar konur velkomnar,“ segir Eygló. Kvennaathvarfið er opið allan sólarhringinn og þar er pláss fyrir tuttugu konur sem orðið hafa fyrir of beldi. Þær búa í athvarfinu allt frá örfáum vikum upp í tvö ár og þar er leyfilegt að neyta neyslu­ skammta vímuefna. „,Við erum að sjálfsögðu með reglur og ramma í kringum það,“ segir Eygló og bætir við að ekki allar konurnar neyti vímuefna. Eygló segir úrræði líkt því og hún starfi í vel geta nýst hér á landi. „Við þurfum að opna úrræði sem veitir þessum hópi kvenna möguleika á að komast úr of beldisaðstæðum og gefur þeim trú á að þær eigi betra skilið,“ segir hún. „Það myndi gagnast þeim konum sem verða fyrir of beldi, bæði í nánum samböndum og þeim sem geta ekki komið í hefðbundin kvennaathvörf,“ segir Eygló og bætir við að margar konur sem verði fyrir ofbeldi þori ekki að leita sér hjálpar þegar þær verði fyrir ofbeldinu. „Því oft fylgir lífi í vímuefna­ neyslu eða lífi með geðröskunum alls kyns skömm, fordómar annars fólks og samfélagsins og gífurlegar sjálfsásakanir,“ segir hún. „Sumar af þeim sem koma til okkar fara aftur á götuna eftir að hafa fengið öryggið hjá okkur um stund en sumum tekst að finna íbúð og tekst jafnvel að búa þar um hríð,“ segir Eygló. „Stundum gera þessar pásur sem þær fá hjá okkur það að verkum að þær fá meiri trú á sjálfar sig, þær vita að það er fólk sem vill þeim vel og er til staðar.“ ■ Þurfum að opna kvennaathvarf fyrir heimilislausar konur í Reykjavík Eygló Margrét Stefánsdóttir, starfar í Kvenna- athvarfi fyrir konur með tví- þættan vanda í Danmörku, hún segir slíkt úrræði geta gagnast vel hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkur- borgar Eygló Margrét Stefánsdóttir, kynjafræðingur kristinnhaukur@frettabladid.is VESTURLAND Fulltrúar allra fimm sveitarfélaganna á Snæfellsnesi munu koma saman bráðlega til að ræða óformlega um sameiningu. Fundurinn er að undirlagi Grundar­ fjarðar, sem er eina sveitarfélagið sem þegar er ekki í neinum sam­ einingarviðræðum. Snæfellsbær og Eyja­ og Miklaholtshreppur eru í formlegum viðræðum og Stykkis­ hólmsbær og Helgafellssveit eru í óformlegum viðræðum við Dala­ byggð. „Við eigum í margvíslegu sam­ starfi og fannst rökrétt að heyra í félögum okkar,“ segir Björg Ágústs­ dóttir, sveitarstjóri Grundarfjarðar. Hún segir fundinn óháðan þeim við­ ræðum sem þegar eru í gangi. „Það er vaxandi umræða um sameiningar­ mál á Snæfellsnesi.“ Árið 2005 var tillaga um stóra sameiningu á Snæfellsnesi felld með afgerandi hætti í öllum sveitarfélög­ unum. Síðan þá hafa verið þreifing­ ar, til að mynda milli Grundarfjarð­ ar, Stykkishólms og Helgafellssveitar á síðasta kjörtímabili. Samkvæmisleikurinn f lækist enn því brátt munu Stykkishólmur og Helgafellssveit funda með Dala­ byggð, sem hefur nýlokið fundi með Húnaþingi vestra. Kristján Sturlu­ son, sveitarstjóri Dalabyggðar, seg­ ist ekki eiga von á að ákvörðun um formlegar viðræður í aðra hvora áttina verði tekin fyrr en eftir kosn­ ingar í maí. Veturinn verði meðal annars notaður til þess að kynna kosti og galla fyrir íbúum. Ofan á þetta ákváðu fulltrúar Strandabyggðar að bjóða Dala­ byggð, Húnaþingi vestra, Reykhóla­ hreppi, Ásahreppi og Kaldaðarnes­ hreppi í viðræður um sameiningu. „Erindi Strandamanna var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi og ákveðið að bregðast ekki við því á meðan hinar viðræðurnar eru í gangi,“ segir Kristján. ■ Ræða óformlega um stóra sameiningu á Snæfellsnesi svavamarin@frettabladid.is REYKJAVÍK Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, fagnar því að borgin ætli með raf­ orkukaup og LED­ljósavæðingu í útboð. Það hefði átt gera þetta strax í byrjun kjörtímabilsins. „Það hefur ekki þurft að tefja þetta,“ segir hann. Borgin kaupir nú rafmagn af Orku náttúrunnar. „Við höfum bent á það að þessi innri viðskipti borgarinnar eru tímaskekkja,“ segir Eyþór. „Þarna er samstæða að kaupa af sjálfri sér, svipað eins og kaupfélagið í gamla daga.“ ■ Ekki þurft að tefja Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins arib@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Ís lenskur karl maður á fimm tugs aldri er grunaður um að hafa nauðgað íslenskri konu og frelsis svipt hana, í Hollandi í síðustu viku. Sam kvæmt heimildum Frétta­ blaðsins hefur meintur gerandi tví vegis verið dæmdur fyrir nauðg­ anir og of beldi á Ís landi, síðast árið 2018. Heimildir blaðsins herma að brota þoli hafi gefið skýrslu hjá lög­ reglunni í Hollandi í síðustu viku en konan sé nú komin til Ís lands og hafi einnig gefið skýrslu hér heima. Lög­ regla í Hollandi leitar mannsins. ■ Leita að Íslendingi 6 Fréttir 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.