Fréttablaðið - 17.11.2021, Síða 24
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Ivan Svanur Corvasce, stofn-
andi Reykjavík Cocktails,
sem er kokteilveisluþjónusta
og kokteilskóli og Andri
Davíð Pétursson, sem heldur
úti vinsæla hlaðvarpsþætt-
inum Happy Hour með The
Viceman, eru að gefa út bók
um kokteila sem nefnist
Heimabarinn.
Þeir félagarnir, Ivan Svanur og
Andri, hafa staðið í ströngu í
sumar og blandað fjöldann allan
af kokteilum sem eru líklegir til að
njóta vinsælda á heimabarnum,
í sumarbústaðnum eða hvar sem
fólki dettur í hug að skella í góðan
kokteil.
Báðir eru þeir með áralanga
reynslu af fremstu kokteilbörum
Reykjavíkur, hafa hreppt fjölda
verðlauna í kokteilkeppnum og
setið í stjórn barþjónaklúbbs
Íslands. „Við kynntumst á svolítið
skemmtilegan hátt þegar ég var að
keppa í minni fyrstu kokteilkeppni
fyrir mörgum árum, en þá vorum
við settir saman í síðasta hóp bar-
þjóna til að stíga á stokk það kvöld.
Þá tók við þriggja klukkustunda
stressandi biðtími eftir því að fá að
gera drykk fyrir dómnefnd. Andri
var þar, búinn að keppa oft og vera
í þessu töluvert lengur svo honum
tókst að róa mig niður og ef ég man
rétt þá endaði hann á að hreppa
annað sætið í þeirri keppni,“ segir
Ivan.
Allsherjar kokteilbiblía
Hvernig kom það til að þið
ákváðuð að gefa út kokteilbókina
Heimabar?
„Við höfðum báðir verið að gæla
við hugmyndina í langan tíma.
Eitt týpískt Covid-kvöld í október
í fyrra vorum við að spjalla í síma
þegar það kom upp að við værum
báðir með hugmynd að bók og hún
hét það sama hjá okkur báðum.
Þá var eiginlega ekkert annað í
boði en að gera þetta saman,“ segir
Ivan og skellir upp úr. Áherslur og
markmið bókarinnar eru skýr og
frá upphafi ákváðu þeir félagarnir
að vera líka með ýmsan fróðleik
um kokteila. „Bókin er allsherjar
kokteilabiblía þar sem við deilum
meðal annars uppskriftum að alls
kyns kokteilum, bæði eftir okkur
sjálfa en einnig eftirtektarverðum
heimsfrægum kokteilum, bæði
gömlum og nýjum. Við vildum
samt ekki bara gefa út uppskrifta-
bók heldur er hún einnig uppfull
af fróðleik um allt sem snýr að
kokteilum. Við förum yfir klakann
sem við notum, sírópin, líkjörana,
baráhöldin, áfengistegundirnar og
vörumerkin sem skipta svo miklu
máli þegar gera á góðan kokteil,“
útskýrir Ivan. Markmið bókar-
innar er að sýna fólki að þetta þarf
alls ekki að vera flókið, með réttu
Eggnog er jólakokteillinn í ár
Ivan Svanur Cor-
vasce og Andri
Davíð Pétursson
eru kokteilsnill-
ingar.
MYNDIR/KRISTINN
MAGNÚSSON
Eggnog kokteill-
inn er borinn
fram í bollum.
þekkinguna getur hver sem er gert
dýrindis kokteil.
Réttu baráhöldin
Aðspurðir segja þeir Ivan og Andri
að það hafi verið leikur einn að
setja saman bókina og þróa upp-
skriftirnar. „Það gekk frábærlega að
skrifa bókina. Við erum báðir með
svo svipaða skoðun á kokteilum og
með mikla þekkingu úr mismun-
andi áttum. Ekki skemmir fyrir að
við erum búnir að vera vinir í mörg
ár. Einhverjar uppskriftir urðu til
við skrif bókarinnar en flestar upp-
skriftir höfum við verið að vinna
með í langan tíma.“
Er nauðsynlegt að eiga ákveðin
áhöld, tæki og tól til að geta blandað
góða kokteila?
„Ég myndi ekki segja að það væri
nauðsynlegt, það er faktískt séð
hægt að nota hvaða ílát sem er til
að hrista drykk, maður hefur alveg
reddað sér í útilegu með krukku.
Ef mann langar að gera fullkominn
kokteil er það nauðsynlegt,“ segir
Ivan og er á því að það sé ávallt
skemmtilegra að vera með réttu
áhöldin til að allt gangi upp. Farið
er yfir öll baráhöldin í bókinni og
þar er líka kennt hvernig á að nota
þau. „Það er smá kúnst að vera
lunkinn með hristarann en um
leið og fólk er búið að læra það einu
sinni verður það ekkert mál, svipað
eins og að læra að hjóla.“
Töfratrixin fyrir kokteilgerð
Ljóst er að til að blanda kokteil sem
steinliggur þarf nokkur töfratrix
sem skipta sköpum við kokteil-
gerðina. „Það eru nokkur atriði
sem þarf að hafa í huga, í fyrsta lagi
að mæla hráefnin rétt í hristarann,
kokteilar eiga aldrei að vera of
sætir, súrir eða beiskir. Jafnvægið
skiptir höfuðmáli og því mikilvægt
að mæla vel og jafnvel smakka
drykkinn áður en hann er hristur.“
Ivan og Andri hafa fundið fyrir
miklum áhuga fólks að vera með
heimabar og ef eitthvað er þá
hafi áhuginn aukist enn frekar.
„Við finnum svo sannarlega fyrir
auknum áhuga á kokteilum, á
öllum vígstöðvum,“ segir þeir.
Jólakokteillinn í ár
Eruð þið til í að svipta hulunni af
jólakokteil ársins 2021?
„Við erum nokkuð vissir um það
að eggnog sé jólakokteillinn í ár.
Auk kokteilauppskrifta eru einnig
uppskriftir að púnsskálum í bók-
inni og er ein þeirra alveg framúr-
skarandi eggnog-uppskrift sem við
erum búnir að vinna í lengi. Það
hefur alltaf tíðkast vestanhafs að
drekka eggnog á jólunum og erum
við staðráðnir í því að koma þeirri
hefð til Íslands.“
Eggnog
1,5 l
250 ml koníak
150 ml ljóst romm
6 stk. egg
200-300 g sykur
700 ml mjólk
350 ml rjómi
Skraut: rifið múskat
Við byrjum á að brjóta eggin og
taka rauðurnar frá hvítunum og
setja þær í stóra skál. Svo hrærum
við í þeim með rafmagnsþeytara
og bætum sykrinum smátt og
smátt við eggjarauðurnar þar til
blandan byrjar að þykkna og taka
á sig ljósari lit, það þarf ekki að vera
að við notum allan sykurinn. Þá
bætum við mjólkinni og rjómanum
út í, einnig smátt og smátt á meðan
við hrærum. Að lokum er áfenginu
bætt við, öllu hrært vel saman og
skálinni lokað og hún sett í ísskáp
í smá stund eða þar til eggnogið
er orðið hæfilega kælt. Við fram-
reiðum svo púnsið okkar í bollum
með rifnu múskati yfir og þá mega
jólin koma.
Hægt er að nálgast upp-
lýsingar á heimabarinn.is en að
sögn félaganna er takmarkað af
bókinni í boði. Hægt er að fylgjast
með Heimabarnum á Facebook og
Instagram. n
Föstudaginn 26. nóvember
gefur Fréttablaðið út sérblaðið
Black Friday
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir:
Arnar Magnússon sölu-og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins
Sími 550-5652 / arnarm@frettabladid.is
6 kynningarblað A L LT 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR