Fréttablaðið - 17.11.2021, Qupperneq 28
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Kær frænka okkar,
Geirlaug Ingvarsdóttir
(Gilla frá Balaskarði)
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Blönduósi, fimmtudaginn
11. nóvember. Jarðarförin fer fram
frá Hólaneskirkju, Skagaströnd,
laugardaginn 20. nóvember kl. 13.
Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.
Vefstreymi verður frá athöfninni og tengill á slóðinni:
https://www.mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/
Þeim sem vilja minnast Gillu er bent á Hollvinasamtök
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi,
(reikn.nr. 0307-26-270, kt. 490505-0400).
Systkinabörn.
Ástkær móðir okkar,
amma og langamma,
Hrefna Gísladóttir
áður til heimilis að
Stóru-Sandvík í Árnessýslu,
lést föstudaginn 5. nóvember
2021 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á
Eyrarbakka. Útför fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn
19. nóvember kl. 14.00.
Vegna sóttvarna munu eingöngu nánustu aðstandendur
sækja útförina en streymt verður frá athöfninni á
selfosskirkja.is. Minningarathöfn verður haldin síðar.
Magnús Ögmundsson Heiðrún Aðalsteinsdóttir
Ari Páll Ögmundsson Rósa J. Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, fóstri,
tengdafaðir, afi og bróðir,
Jón Laxdal Halldórsson
listamaður,
Freyjulundi,
andaðist á heimili sínu 12.11.21.
Útförin fer fram frá Möðruvallakirkju
laugardaginn 27.11.21 kl. 13.00.
Viðstaddir eru beðnir um að fara í Covid-hraðpróf
fyrir komu.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Valgerður Dögg Jónsdóttir Snorri Arnaldsson
Brák Jónsdóttir Þórir Hermann Óskarsson
Odda Júlía Snorradóttir Róbert Sveinn Lárusson
Ugla Snorradóttir
Arnar Ómarsson
Þórey Ómarsdóttir og börn
Ólafur Halldórsson og fjölskylda
Halldór Halldórsson og fjölskylda
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Karl Jóhann Ormsson
rafvirkjameistari,
lést föstudaginn 5. nóvember á
Hrafnistu. Útförin fer fram föstudaginn
19. nóvember klukkan 10 frá Bústaðakirkju.
Útförinni verður streymt á https://youtu.be/9WADHtuRpkl
Sigrún Karlsdóttir Magnús Björn Brynjólfsson
Eyþór Ólafur Karlsson Margrét Hanna Árnadóttir
Ormur Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Heba Ásgrímsdóttir
ljósmóðir,
Hamratúni 9, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
mánudaginn 8. nóvember.
Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn
19. nóvember klukkan 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast Hebu er bent á fæðingardeild Sjúkrahússins
á Akureyri, í gegnum gjafasjóð SAk. Kennitala sjóðsins er
490514-0230 og bankareikningur 565-26-654321.
Vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna fram á
neikvætt Covid-hraðpróf við inngöngu,
ekki eldra en 48 klst. Heimapróf eru ekki tekin gild.
Streymt verður frá athöfninni á Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – Beinar útsendingar, á Facebook.
Hallgrímur Skaptason
Skapti Hallgrímsson Sigrún Sævarsdóttir
Guðfinna Þóra Hallgrímsdóttir Sigurður Kristinsson
Ásgrímur Örn Hallgrímsson Lena Rut Birgisdóttir
Sólveig Hallgrímsdóttir Birgir Þór Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir og mágkona,
Beverley Eriksson
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili
sínu í Courtenay, BC, Kanada,
2. nóvember.
Bendum á
www.telfordtoneffboyd.ca/obituary/Beverley-Eriksson
Blessuð sé minning Beverley,
Brynjólfur Erik Eriksson
Janeen Frame
Richard Eriksson
Bryan Eriksson
Guðmundur Eiríksson
Guðný Eiríksdóttir
Eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Valgerður Ólafsdóttir
sálfræðingur,
lést á Landspítalanum
fimmtudaginn 11. nóvember.
Útför hennar verður í Dómkirkjunni
fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 13.
Boðið er upp á Covid-próf í húsi Íslenskrar erfðagreiningar,
fyrir þá sem ætla að vera viðstaddir, miðvikudaginn
17. nóvember frá 12 til 14 og fimmtudaginn
18. nóvember frá 10 til 12.
Kári Stefánsson
Ari Kárason Kristín Björk Jónasdóttir
Svanhildur Káradóttir David Robert Merriam
Sólveig Káradóttir David Lea
Katrín Aradóttir, Ísól Aradóttir, Katla Aradóttir,
Markús Kári Merriam, Alexender Róbert Merriam,
Leó Kristján Merriam
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jónína S. Bergmann
Eiðistorgi 9, Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Seltjarnarnes-
kirkju, mánudaginn 22. nóvember nk. kl. 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Flateyjarkirkju,
reikn. 0309-26-012652, kt. 550169-5179.
Sigfús Jónsson Kristbjörg Antonsdóttir
Jóhannes Gísli Jónsson
Þorsteinn Jónsson
Jón Gunnar Jónsson
Tómas G. Guðmundsson Eva Bliksted Jensen
barnabörn og barnabarnabörn.
Fyrsta gjaldfrjálsa ensk-íslenska
orðabókin fór í loftið í gær.
Maðurinn að baki verkefninu
þakkar sjálfboðaliðum fyrir ótrú-
legan dugnað.
arnartomas@frettabladid.is
Í gær, á degi íslenskrar tungu, fór í loft-
ið ný ensk-íslensk orðabók á vefnum
wordreference.com. Um er að ræða
fyrstu orðabók sinnar tegundar hér á
landi sem er gjaldfrjáls en verkefnið var
að öllu leyti unnið af sjálfboðaliðum.
„Ég kenni íslensku sem annað mál
og var farinn að skammast mín niður í
tær fyrir að geta ekki bent nemendum
mínum á góða orðabók,“ segir Sigurður
Hermannsson, forsvarsmaður orðabók-
arinnar. „Í fyrstu Covid-lokun ákvað ég
að ég þyrfti að finna mér nýtt áhugamál
og endaði á að skella mér í þetta.“
Kjarnahópurinn á bak við verkefnið
segir Sigurður að sé í kringum 35-40
manns en þó séu mun f leiri sem hafi
sýnt verkefninu áhuga. „Sjálf boðalið-
arnir eru hreint út sagt ótrúlegir,“ segir
hann. „Þeir hafa unnið alveg rosalega
flott verk undanfarið ár.“
Áhugi almennings
Þótt orðabókin sé komin í loftið segir
Sigurður þó að hún muni halda áfram
að þróast um ókominn tíma.
„Þetta er og verður alltaf lifandi orða-
bók,“ segir hann og útskýrir að það
verði ekki aðeins fyrir tilstilli sjálfboða-
liðanna að baki verkefninu. „Orðabókin
er sett þannig upp að notendur geta bent
á ef eitthvað vantar eða ef þeir sjá villu
í þýðingu. Þannig getur hinn almenni
notandi haldið áfram að stuðla að þróun
verkefnisins.“
Sigurður segir útgáfu orðabókarinnar
sýna hve mikill áhugi sé hjá almenningi
á íslenskri tungu.
„Það að þessi orðabók sé gerð af
almenningsþátttöku sýnir hversu mikill
áhugi er hjá meðalfólki á tungumálinu,“
segir hann. „Fólkið sem hefur verið að
vinna að þessu verkefni er ekki faglærðir
íslenskufræðingar. Þetta er skrifstofufólk,
rafvirkjar, húsmæður og hvað annað.
Þá hafa komið upp hugmyndir um
að útfæra svipað verkefni fyrir önnur
tungumál en ensku en Sigurður segir
það ekki eitthvað sem hann myndi
koma til með að taka að sér. „Ég væri
hins vegar of boðslega ánægður að sjá
einhvern annan skella sér í það.“ n
Lifandi ensk-íslensk orðabók
Sigurður lagðist í
verkefnið í fyrstu
lokun farald-
ursins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Orðabókin er sett þannig
upp að notendur geta
bent á ef eitthvað vantar
eða ef þeir sjá villu í
þýðingu.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR