Fréttablaðið - 17.11.2021, Page 33

Fréttablaðið - 17.11.2021, Page 33
Tónleikarnir voru dásamlegir, fallegir, tærir, skínandi, pott- þéttir, yfirgengilegir, óvæntir. Á efnisskránni er frumflutningur þriggja nýrra verka. TÓNLIST Verk eftir Sjostakóvitsj og Tsjajkovskí. Flytjandi: Concertgebouw hljómsveitin Stjórnandi: Klaus Mäkelä Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 10. nóvember Jónas Sen Mér leið eins og Súperman hefði stigið niður til jarðar á tónleikum Concertgebouw hljómsveitarinnar í Eldborginni í Hörpu í síðustu viku. Tilfinningin var sú sama, að sjá ofur- menni í allri sinni dýrð hnykla vöðv- ana. Samt var tónlistarflutningurinn ekki yfirborðslegur, síður en svo. Erlendar sinfóníuhljómsveitir eru sjaldheyrðar hér á landi, og því var kærkomið að sjá hana á lifandi tónleikum. Hvílík gleði! Sinfóníu- hljómsveit Íslands er vissulega góð, en kemst ekki með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Það er bara þannig. Litríkur og dúnmjúkur Nokkur af mestu tónskáldunum hafa stjórnað hljómsveitinni í eigin verkum; Igor Stravinskí, Gustav Mahler og Richard Strauss. Einkenn- andi fyrir sveitina er litríkur og dún- mjúkur hljómur. Dásamlegt var að njóta hans á tónleikunum. Hann kom stöðugt á óvart. Strengirnir voru samtaka, breiðir og fallegir. Og ótrúlegur kraftur í sellóunum og bössunum! Blásararnir voru tærir og skínandi, slagverkið pottþétt, stundum yfirgengilegt. Fyrra verkið á efnisskránni var sjötta sinfónían eftir Sjostakóvitsj. Hún þykir ákveðin ráðgáta. Við frumflutninginn sagði tónskáldið að hún lýsti vorinu, gleðinni og æsk- unni. Langur og innhverfur fyrsti kaflinn af þremur virðist þó stangast á við þessa fullyrðingu, þótt síðasti kaflinn sé sannanlega ærslafeng- inn. Í fyrsta þættinum var áferðin á tíðum óræð, aðeins dularfullur ymur sem lá undir einmanalegum einleik ýmissa hljóðfæra. Framvindan var óvænt hvað eftir annað, maður vissi aldrei hvað kæmi næst. Fegurð og hryllingur H ljóm s veit a r st jór i n n , K lau s Mäkelä, var með hlutina á hreinu. Túlkun verksins var grípandi og rafmögnuð. Þarna var fegurð og hryllingur, væntumþykja og hatur, ótti og von, og í lokin hamslaus hamingja. Allt þetta naut sín til fulls í frábærum f lutningi. Tæknilega séð var spilamennskan fullkomin, hljómsveitin lék sem einn maður. Ekki var sjötta sinfónían eftir Tsjajkovskí síðri. Hún er mjög trega- full, byrjar drungalega og endar í algerri kyrrð. Inn á milli eru þó svellandi ástríður. Þar á meðal er eins konar vals í f immskiptum takti, og næsti kaflinn þar á eftir er afar hraður, gríðarlega kröftugur og glæsilegur. Spilamennskan í öllum köflunum var svo snörp og spenn- andi, en líka svo einlæg og djúp að maður gleymdi stund og stað. Já, tónleikarnir voru dásamlegir, fallegir, tærir, skínandi, pottþéttir, yfirgengilegir, óvæntir, ærslafengn- ir, hamslausir, frábærir, fullkomnir, svellandi, rafmagnaðir, glæsilegir, ótrúlegir og f lottir … Þeir bestu á árinu hingað til. n NIÐURSTAÐA: Stórfengleg spila- mennska, sannfærandi túlkun. Ein besta hljómsveit heims BÆKUR Úti Ragnar Jónasson Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 263 Björn Þorláksson Það er alveg sama hvað maður skrifar mörg orð um bækur. Engin orð trompa þá upplifun að lesa bók í einum rykk. Að finna hrollinn, sambland sælu og ótta, áhugann, eftirvæntinguna og spennuna sem keyrir mann áfram frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu verður ekki lýst með orðum. Algleymi er kannsk i hug t ak ið sem kemst næst því. Að galdrinum loknum kvikna svo gjarnan nýjar spurningar sem maður tekur með sér til framtíðar. Nýjasta bók Ragnars Jónssonar, Úti, hverfist um vinahóp sem fer saman í rjúpnaveiði út í óbyggðir og lendir í vondu veðri. Ekki er allt sem sýnist. Við tekur atburðarás sem best er að hafa sem fæst orð um til að spilla ekki upplifun tilvonandi les- enda. Sagan er sögð til skiptis út frá sjónarhóli fjögurra persóna. Þau Hel- ena, Gunnlaugur, Ármann og Daníel hafa þekkst lengi en ekki er allt slétt og fellt í sameiginlegri fortíð þeirra. Ískaldir skuggar fortíðar lauma sér inn í fjallakofann, meginsögusviðið. Má sumpart segja að Ragnar sýni á sér nýja hlið í því sem mætti kalla sálfræðihryllingshöfundur. Það koma upp atvik sem lesand- inn gæti f lokkað undir ólíkindi. Í Úti má lesandinn líka eiga von á að höfundur spili með hann. Þegar sumir kynnu að halda að sagan væri að fara út um þúfur kom snotur vending sem setti það sem á undan var gengið í nýtt og óvænt samhengi. Það er gaman að láta spila með sig þegar vel tekst til. S j a l d n a s t e r orðu m ofau k ið. K a f l a r n i r e r u stuttir og grípandi eins og reyndar háttar til með fleiri nýjar bækur. Það er líkt og áhrif inter- netsins, slagurinn u m a t hy g l i n a , slagurinn um þan- þol lesenda, lang- lundargeðið, sem er minna nú en fyrir tíma tækni- byltingar, hafi hér áhrif. Oft fer vel á þessu en kannski vantar aðeins þykkari lög á köflum. Þeir sem eru kunnugir stórhríð og fjallaferðum fá ívið meira fyrir sinn snúð en aðrir með lestri þess- arar bókar. En öll þekkjum við lífs- sprungurnar, andartaks ákvarðanir sem reynast örlagaríkar. Það er betra að vanda sig! n NIÐURSTAÐA: Frábær afþrey- ing sem geirneglir lesandann frá fyrstu síðu. Engin leið að leggja bókina frá sér. Hrollvekjandi spenna Tónleikarnir voru þeir bestu á árinu hingað til, segir Jónas Sen tónlistargagnrýnandi. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið kolbrunb@frettabladid.is Kammerhópurinn Jökla heldur tón- leika, undir yfirskriftinni Þjóðlegar gersemar í einleik og tvíleik, sunnu- daginn 21. nóvember klukkan 13 í Hannesarholti. Stofnendur hópsins, Guðný Jón- asdóttir sellóleikari og Gunnhildur Daðadóttir fiðluleikari, f lytja verk fyrir fiðlu og selló ásamt því að leika hvor sitt einleiksverkið. Verkin eru eftir Handel-Halvor- sen, Helga Rafn Ingvarsson (frum- f lutningur), Hildigunni Rúnars- dóttur og Bohuslav Martinu ásamt útsetningum á íslenskum þjóð- lögum eftir Herbert Ágústsson. n Jökla í Hannesarholti Gunnhildur og Guðný verða með tónleika. kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 21. nóvember klukk- an 20 fara fram tónleikar Elektra Ensemble í Hafnarborg. Frumflutt verða þrjú ný verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn. Eitt er nýtt samsköpunar- verk Áslaugar Magnúsdóttur, Miu Ghabarou og Selmu Reynisdóttur og ný verk eftir Gunnar Andreas Krist- insson og Jesper Pedersen ásamt því sem hópurinn flytur nýlegt verk Sól- eyjar Stefánsdóttur. n Elektra Ensemble í Hafnarborg FRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2021 Menning 21

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.