Fréttablaðið - 17.11.2021, Síða 37

Fréttablaðið - 17.11.2021, Síða 37
Samkvæmt nýlegri verðlagskönnun ASÍ kom Ly aver best út miðað við meðalverð ölda vara í könnuninni.* Kynntu þér vöruúrvalið og lágt vöruverð á lyaver.is eða í verslun Lyavers. Lægsta meðalverðið er í Ly averi * Samkvæmt könnun Verðlagseftirlits ASÍ á lausasölulyum og öðrum vörum þriðjudaginn 2. nóvember. ly aver.is Suðurlandsbraut 22 odduraevar@frettabladid.is Breskir álitsgjafar hafa hvatt Elísa- betu Englandsdrottningu til að stíga til hliðar vegna heilsufars síns. Áhyggjur Breta af drottningunni hafa aukist eftir að hún missti af minningarathöfn vegna fallinna hermanna á sunnudag. Drottningin tók ekki þátt í hátíðarhöldunum vegna þess að hún hafði tognað í baki. Sögðu talsmenn konungsfjölskyldunnar að þetta tengdist ekki fyrri veik- indum. Duncan Larcombe, sem áður fór fyrir umfjöllun breska götublaðsins The Sun um konungsfjölskylduna segir tíma til kominn fyrir drottn- inguna að íhuga stöðu sína. Karl Bretaprins hringdi í hina 95 ára drottningu áður en hann fór í opinbera heimsókn til Jórdaníu og fékk þær fréttir, samkvæmt The Mirror, að drottningin hefði það fínt og hann þyrfti engar áhyggjur að hafa. n Hvött til að víkja Elísabet drottning er meidd í baki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY odduraevar@frettabladid.is Bandaríska fyrirsætan Emily Rataj- kowski segist vera dauðleið á því að vera kyntákn. Emily opnar sig upp á gátt í nýrri bók sinni sem heitir einfaldlega My Body. Þar segir Emily að karlmenn hafi horft á hana frá því að hún var ein- ungis þrettán ára gömul. Hún segir foreldra sína hafa haft útlit hennar á heilanum. „Ég bað aldrei um mikið,“ segir fyrirsætan. „En ég man eftir því að hafa beðið fyrir því sem ung stúlka að vera falleg.“ Hún segir að einungis í gegnum fegurð hafi hún upplifað sig sem sérstaka í augum foreldra sinna. „Þetta virtist þeim báðum mikilvægt, sérstaklega móður minni.“ Emily hóf fyrirsætustörf ein- ungis tólf ára gömul og segir fegurð sína hafa haft áhrif frá upphafi. „Ég var bara barn en einhvern veginn strax orðin sérfræðingur í því að vita hvenær karlmenn þráðu mig, jafnvel þó ég hafi ekki skilið það til fullnustu.“ Í bók sinni rifjar Emily það upp að hafa fengið að heyra óviðeigandi ummæli í sinn garð frá umboðs- manni sínum þegar hún var þret- tán ára. „Þetta er útlitið,“ segir hún hann hafa sagt á meðan hann fletti í gegn um myndaalbúm af henni. „Svona vitum við að það er sofið hjá þessari stelpu.“ n Komin með nóg af því að vera kyntákn Emily Ratajkowski þykir ákaflega falleg en hún sjálf er þó orðin frekar þreytt á athyglinni sem hún hefur fengið. Emily gat sér frægð sem módel. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY odduraevar@frettabladid.is Samantha Markle, hálfsystir Meg- han Markle, hyggst lögsækja hana fyrir sjö fullyrðingar um sig sem birtust í bókinni Finding Freedom. Fyrrverandi aðstoðarmaður Meg- han, Jason Knauf, ljóstraði því upp nýverið að Meghan og Harry hefðu aðstoðað höfunda bókarinnar við skrifin, þrátt fyrir að hafa þvertekið fyrir það. Í bókinni kemur meðal annars fram að Samantha hafi misst forræð- ið yfir börnunum sínum þremur. „Ég er að ræða við einn lögmann í Bret- landi og annan í Bandaríkjunum.“ n Ætlar að lögsækja Meghan Markle Hjónin hafa aldrei játað framlag stitt við skrifin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2021 Lífið 25FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.