Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 4

Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 4
Það er hræðilegt að lesa frásagnir þessa fólks. Salvör Nordahl, umboðsmaður barna Kolefnisjöfnun má ekki snúast upp í það að verða eins og afláts- bréf miðaldanna. Jón Gunnar Ottósson, fyrr­ verandi forstjóri Náttúrufræði­ stofnunar Fyrrverandi forstjóri Nátt­ úrufræðistofnunar og skóg­ ræktarstjóri takast á um vottunarkerfi og hvort reglur Íslands séu heimatilbúnar. bth@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Gallar eru sagðir á vottunarkerfum í tengslum við kol­ efnisjöfnun hérlendis. Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar, Jón Gunnar Ottósson, segir reglurnar heimatilbúnar fyrir Ísland. Skógrækt ríkisins vísar gagnrýninni á bug. Jón Gunnar segir að einn ágallinn varði kolefnisjöfnun með gróður­ setningu trjáa. „Hér í skógræktinni er öllu sleppt er varðar vernd líffræðilegrar fjöl­ breytni og framandi ágengar teg­ undir. Reglur, viðmið og staðla varð­ andi þessa mikilvægu þætti vantar í íslensku vottunarkerfin. Skilyrði um slíkt er hins vegar að finna í öllum viðurkenndum alþjóðlegum verkferlum,“ segir Jón Gunnar. Þrír aðilar hér á landi bjóða almenningi upp á kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa. Skóg­ ræktin er þar á meðal og einn til við­ bótar með endurheimt votlendis. Með því að leggja fram fé til að tré verði gróðursett fyrir tiltekna fjár­ hæð geta fyrirtæki og einstaklingar gert samning um kolefnisbindingu. „Við erum að nota heimatilbúnar vottunarreglur sem ekki fullnægja kröfum í stað þess að horfa til alþjóðlegra vottunarkerfa,“ segir Jón Gunnar. „Þannig er stafafura, ein algeng­ asta tegundin í skógrækt hér á landi, víðast talin ágeng og framandi og bönnuð af því að hún þykir ógn við líffræðilegan fjölbreytileika en í íslenskum verkefnum er hún talin góð og gild hér eins og aðrar ágengar framandi tegundir,“ bætir hann við. Þá sé óeðlilegt að umhverfisráðu­ neytið og Loftslagsráð hafi ekki átt frumkvæði að því að setja reglur um þessi mál heldur hafi hagsmuna­ aðilar sett reglurnar sjálfir. „Menn eru að misnota viðhorf almennings með fjárplógsstarfi. Kolefnisjöfnun má ekki snúast upp í það að verða eins og aflátsbréf mið­ aldanna.“ Einnig beri að hafa í huga að ef Íslendingar stefni á að taka þátt í alþjóðlegum viðskiptamörkuðum með kolefniseiningar í framtíðinni verða vottunarkerfin að vera í sam­ ræmi við alþjóðlega leiðarvísa og staðla, svo sem ISO 14064. Skó g r æk t a r s t jór i , Þ r ö s t u r Eysteinsson, segir að ekkert bendi til þess að stafafura sé ágeng á Íslandi, aðstæður séu mismunandi eftir löndum. Aðeins þrjú eða fjögur lönd í öllum heiminum meti það þannig að stafafura sé ágeng. Varðandi annað í gagnrýni Jóns Gunnars segir Þröstur að vottunar­ kerfi séu ekki rekin af ríkjum heldur óháðum aðilum. Hagsmunaaðilar hafi ekki sett reglurnar hér á landi heldur séu þær markaðsdrifnar og heimfærðar frá Bretlandi. Hann vísi gagnrýninni á bug. Í skýrslu um innviði kolefnisjöfn­ unar sem Stefán Ólafsson umhverf­ isstjórnunarfræðingur skrifaði, segir að æskilegt væri að opinberir aðilar sem sinna verkefnum á sviði landnotkunar, svo sem Skógræktin, Landgræðslan og Landbúnaðarhá­ skóli Íslands, kæmu að því að þróa reglur og viðmið sem gilda eiga hér á landi. Þá segir í skýrslunni að enda þótt kolefniseiningar séu aldrei seldar í þeim tilgangi að veita kaupand­ anum friðþægingu eða undanþágu frá því að þurfa að takast á við eigin losun, þá geti slík staða engu að síður komið upp. „Þegar um fyrirtæki er að ræða geta keyptar kolefniseiningar jafnvel verið þvottaefni fyrir grænþvott, þar sem vara fyrirtækisins er t.d. boðin til sölu sem „græn“, enda þótt kaup fyrirtækisins á kolefniseiningum hafi engin áhrif á umhverfislegt ágæti vörunnar,“ segir í skýrslunni. n Segir viðhorf almennings misnotað í kolefnisjöfnun Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræði­ stofnunar gerir athuga­ semdir við kolefnisjöfnun með gróður­ setningu trjáa, einkum stafa­ furu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Fyrirtæki eru betur tengd með Vodafone Það þarf trausta tengingu til að vinna hreina orku LANDSVIRKJUN ER HJÁ VODAFONE því stjórnkerfi okkar er með víðtækustu öryggisvottun íslenskra fjarskiptafélaga. bth@frettabladid.is BARNAVERND Salvör Nordahl, umboðsmaður barna, segir Hjalt­ eyrarmálið, sem nú er til mikillar umræðu vegna kynferðisbrota gegn börnum, hafa komið henni á óvart. „Maður taldi að það væri búið að ná utan um þau heimili sem voru starfrækt á þessum tíma, að vistheimilanefnd hefði lokað mál­ unum. Það kemur mér þess vegna á óvart að enn séu að koma upp mál sem ekki fóru fyrir nefndina,“ segir Salvör. „Það er hræðilegt að lesa frásagnir þessa fólks. Þær gefa til kynna að hér sé á ferðinni mjög alvarlegt mál sem þarf að fara í saumana á,“ bætir hún við. Salvör segir að Hjalteyrarmálið sýni mikilvægi þess að mál séu rannsökuð frá grunni ef ábendingar berast. Vistheimilanefnd hafi unnið merkilegt starf, þar sem farið hafi verið í saumana á málum en meira þurfi til. Lærdómurinn sé kannski sá að við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því að gæði eftirlits og gæði allrar þjónustu við börn séu mikil og að eftirlitið sé raunverulegt. „Við vitum að börn í þessum aðstæðum eru viðkvæmasti hópur allra barna, það skiptir því gríðar­ legu máli að eftirlitið sé gott.“ Spurð hvort ofbeldi gegn börnum kunni að hafa verið meira og algeng­ ara hér á landi en í nágrannalönd­ unum, bendir Salvör á að erfitt sé að meta það. Mörg mjög slæm mál hafi einnig komið upp utan land­ steinanna. „Auðvitað vonum við að nú séu betri tímar en áður í þessum efnum en það eru enn að koma upp mál, sem ítrekar fyrir okkur mikilvægi þess að eftirlit sé gott og virkt. Ég legg áherslu á að börn í þessum aðstæðum eru í gríðarlega við­ kvæmri stöðu, þau eiga sér ekkert bakland og þess vegna þurfum við alltaf að vera á tánum,“ segir Sal­ vör.  n Hjalteyrarmálið mjög alvarlegt og kom umboðsmanni barna á óvart thk@frettabladid.is DÝRAHALD „Við þurfum að fara í alveg gagngera endurskoðun á þessu,“ sagði Sigríður Björnsdóttir, yfirdýralæknir í hrossasjúkdóm­ um hjá Matvælastofnun (MAST), í Fréttavaktinni á Hringbraut í gær­ kvöldi um eftirlit með blóðtöku úr fylfullum hryssum. Sigríður var til svara vegna mynd­ bands alþjóðlegra dýraverndunar­ samtaka af illri meðferð á slíkum hryssum sem birt var um helgina. Aðspurð hvort ástæða sé til að stöðva blóðmeraiðnað segir Sigríður það erfiða spurningu. „Umfram allt þarf að sjá til þess að það sé farið eftir þeim reglum sem eru settar.“ Þá segir Sigríður MAST hafa tíma til að endurskoða rammann um starfsemina, sem sé árstíðabundin og langt í næsta blóðtökutímabil. Sigríður segir myndbandið hafa komið sér verulega á óvart. „Ég hef nú sjálf verið töluvert í eftirliti með þessari starfsemi og þetta er ekki sú birtingarmynd sem ég hef séð á mínum ferðum,“ segir Sigríður. Hún útilokar ekki að kæra verði lögð fram. Sigríður segist þó eiga eftir að grandskoða myndbandið. „Það er auðvitað hægt að klippa saman vond augnablik. Ég á eftir að fara dýpra í það hvað stendur raunveru­ lega á bak við þetta, hversu lang­ varandi eða viðvarandi þetta er og á eftir að taka skýrslur af fólki sem þarna kemur að.“ n Útilokar ekki kæru vegna blóðmera Sigríður Björns­ dóttir, yfirdýra­ læknir í hrossa­ sjúkdómum hjá MAST 4 Fréttir 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.