Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 34
Magaermi og sambærilegar aðgerðir
KCM spítalinn í Jelenia Góra í suður Póllandi hefur mikla reynslu af að
þjónusta Íslendinga varðandi magaermi og aðrar
þyngdarlækkandi aðgerðir.
HEI hefur milligöngu og leiðbeinir varðandi ferlið
Það er beint flug til á svæðlð með Wizz air.
Innifalið í pakkanum er aðgerðin og tvær nætur á spítalanum,
dvöl fyrir tvo á góðu nálægu hóteli í þrjá daga og akstursþjónusta til og frá flugvelli,
spítala og hóteli.Taka má fylgdarmanneskju með.
Verðið er 5.490 EUR sem gerir um 825.000 ISK. á núverandi gengi.
Flugið er ekki innifalið í pakkanum.
Nánari upplýsingar á https://hei.is/megrunaradgerdir/ og í síma 8 200 725.
Alþingi var sett í gær. Ekki
seinna vænna, segja sumir,
og ekki annað að sjá á nýju,
reyndu og jafnvel óvissuþing-
fólki en að þau væru full eftir-
væntingar yfir því að komast
að því að véla við kjötkatlana
sem hangið hafa hálfvolgir í
talningaróvissunni.
toti@frettabladid.is
Hvort fötin skapi þingmanninn skal
ósagt látið en þó má ætla að sum
þeirra sem villtust, mismarkvisst,
fyrir framan linsu ljósmyndara
Fréttablaðsins hafi ætlað sér að gefa
tóninn og leggja línurnar fyrir það
sem koma skal. n
Loksins á pólitíska
tískupallinum
Þorgerður Katrín og Sigmar Guðmundsson hölluðu sér að klassíkinni þegar
þau lögðu sitt af mörkum til viðreisnar alþingistískunni.
Atvinnuvegaráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir sveif niður tröppurnar sem á tískupalli væri.
Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, brást ekki
bogalistin og lagði samkomunni til glæsilegan virðuleika.
Nýliðinn Lilja Rannveig Sigurgeirs-
dóttir mætir með tímabært töff í
þingflokk Framsóknar.
Tommi á Búllunni, aldursforsetinn og svar löggjafans við
Clint Eastwood, var eitursvalur eins og við mátti búast.
Bryndís Haraldsdóttir í áberandi dressi á milli Hildar
Sverrisdóttur og Bergþórs Ólasonar sem á sæti sitt undir
því að seinni talningin gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Litskrúðug Helga Vala Helgadóttir fór létt með að skera sig úr hópnum.
Engan
stjórnmála-
fræðing þarf til
að lesa pólitísk skila-
boð úr grímu Loga
Einarssonar.
Áslaug Arna
dómsmála-
ráðherra brosti
sínu blíðasta við
endurkomuna á
þingið.
Nýliðinn
Jóhann Páll
Jóhannsson mætti
í íslensku tvídi sem
hann keypti hjá
Kormáki og
Skildi.
30 Lífið 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR