Fréttablaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 10
Auknar fjárfestingar í
óskráðum eignum
gætu stuðlað að hærri
ávöxtun til lengri tíma.
Davíð Rúdólfs
son, forstöðu
maður eigna
stýringar Gildis
lífeyrissjóðs
Helgi Vífill
Júlíusson
n Skoðun
Íslenska þjóðin er heppin að hafa
seðlabankastjóra sem þorir að tjá
sig tæpitungulaust og af skynsemi
um efnahagsmál. Má nefna þegar
verkalýðshreyfingin fer fram með
óábyrgar launakröfur sem munu
stuðla að aukinni verðbólgu. Hag-
stjórn hefur jú þrjá arma: Seðla-
bankann, hið opinbera og vinnu-
markaðinn.
Það er ekki sjálfgefið að seðla-
bankastjóri eða aðrir fróðir stígi
fram með afgerandi hætti í opin-
berri umræðu. Það leiðir oft til
þess að skömmum rignir yfir
þann sem tekur af skarið. Það er
hins vegar mikilvægt að seðla-
bankastjóri upplýsi landsmenn
um hvað of miklar launahækk-
anir hafa í för með sér: Verðbólgu
og hærri vexti. Sem sagt lakari
lífskjör. Þekkt er að verðbólga
bitnar verr á þeim sem standa
höllum fæti.
Því miður erum við ekki jafn
gæfurík með hverjir hafa valist
til að leiða verkalýðshreyfing-
una. Þeir sem standa í stafni hafa
hvorki sýnt auðmýkt gagnvart
sögunni né rannsóknum í hag-
fræði. Kæra sig kollótta um kjara-
skerðinguna sem höfrungahlaup,
það er víxlverkun launa og verð-
lags, sem launafólk verður fyrir.
Án slíkrar auðmýktar munu leið-
togarnir leggja mikið á sig við að
teyma landsmenn í „hlýjuna“ af
verðbólgubálinu. Að sama skapi
mun verðbólgan draga úr sam-
keppnishæfni atvinnulífsins
sem er forsenda fyrir góðum lífs-
kjörum almennings og öflugu
mennta- og velferðarkerfi.
Þrátt fyrir að stýrivextir hafi
nýverið verið hækkaðir um
0,5 prósentustig í 2 prósent og
krónan styrkst hafa verðbólgu-
væntingar engu að síður farið
vaxandi ef marka má þróunina
á skuldabréfamarkaði. Það má
meðal annars rekja til fram-
göngu verkalýðshreyfingarinnar
og að ekki sé búist við öðru en að
launahækkanir kjarasamninga
verði hærri en hagkerfið getur
staðið undir án óhóflegrar verð-
bólgu. Háar verðbólguvæntingar
geta skapað vítahring verulegra
launahækkana og stærri stökka í
verðhækkun á vöru og þjónustu.
Til að bæta gráu ofan á svart
magnaði hið opinbera vandann
með því að semja um mun hærri
launahækkanir að undanförnu
en öðrum bauðst. Á hinum
Nor ðu r löndu nu m m ið a s t
kjarasamningar við það hverju
útflutningsgreinarnar geta staðið
undir en þær eru undirstaða hag-
sældar hvers lands.
Við þurfum að læra af reynsl-
unni. Það er því miður ríkur vilji
til að endurtaka mistökin. n
Sömu mistökin
Framkvæmdastjóri Birtu
segir að fjárfestingar í stórum
erlendum framtakssjóðum
falli undir óskráðar eignir en
í þeim geti engu að síður falist
mikil áhættudreifing. Eins
flokkist innviðafjárfestingar
sem óskráðar eignir en að þær
geti verið ákjósanlegir fjárfest-
ingakostir fyrir lífeyrissjóði.
helgivifill@frettabladid.is
Stjórnendur nokkurra lífeyris-
sjóða telja að auka eigi heimildir
sjóðanna til að fjárfesta í óskráðum
eignum. Hámarkið miðast nú við 20
prósent af eignum.
Davíð Rúdólfsson, forstöðumað-
ur eignastýringar Gildis lífeyris-
sjóðs, segir að svigrúm til fjárfest-
inga í óskráðum eignum sé fremur
þröngt skammtað. Það séu góð rök
fyrir því að lífeyrissjóðum verði
heimilað að fjárfesta í meira mæli
í óskráðum eignum. Á það sérstak-
lega við um þá lífeyrissjóði sem séu
með tiltölulega unga sjóðfélaga og
jákvætt innstreymi og fjárfesti því
til langs tíma. „Auknar fjárfestingar
í óskráðum eignum gætu stuðlað
að hærri ávöxtun til lengri tíma,“
segir hann og bendir á að skráning
eigna í kauphöll sé engin trygging
fyrir betri eða áhættuminni fjár-
festingum.
Hann segir að núverandi þak á
óskráðar eignir geri það að verkum
að lífeyrissjóðir fjárfesti til dæmis
síður í óskráðum skuldabréfum.
Gildi sé ekki að nýta svigrúmið til
fjárfestinga í óskráðum eignum til
fulls. „Við notum heimildina fyrst
og fremst til að fjárfesta í óskráðum
hlutabréfum og sjóðum og við
notum hana sparlega því rýmið er
takmarkað,“ segir Davíð.
Samtryggingarkefið byggir á því
að sjóðfélagar sameinast um að
tryggja hverjir öðrum ellilífeyri
til æviloka og verja sjóðfélaga og
fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi
vegna örorku eða andláts.
Að sögn Davíðs eigi hátt hlutfall
óskráðra fjárfestinga síður við fyrir
séreignasjóði sem þurfi að gæta
betur að seljanleika eigna. Sama
geti átt við um samtryggingarsjóði
með eldri sjóðfélaga og háa lífeyris-
byrði.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Birtu, segir að fjárfestingar í
stórum erlendum framtakssjóðum
falli undir óskráðar eignir en í
þeim geti engu að síður falist mikil
áhættudreifing. Sjóðirnir eigi í
fjölda fyrirtækja. Að sama skapi
f lokkist innviðafjárfestingar, eins
og til dæmis HS Orka og mögulega
Míla, sem óskráðar eignir en að þær
geti verið ákjósanlegir fjárfestinga-
kostir fyrir líf eyris sjóði engu að
síður og versni ekki bara við það að
teljast óskráðar.
Hann bendir á að upplýsinga-
streymi óskráðra fyrirtækja hafi
aukist. Ársreikningar liggi alla
jafna fyrir hálfu ári eftir áramót og
því sé hægt að fylgjast með hvernig
reksturinn gangi.
Að sögn Ólafs megi þó ekki gera
lítið úr kostum þess að fjárfesta í
skráðum eignum í Kauphöll. Þar
séu fjárhagsupplýsingar aðgengi-
legar, markaðsverð liggi fyrir og
auðveldara sé að selja slíkar eignir.
Hjörleifur Arnar Waagfjörð, for-
stöðumaður eignastýringar hjá
Arion banka sem annast eignastýr-
ingu fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn og
f leiri sjóði, segir að lífeyrissjóðir
séu í eðli sínu langtíma fjárfestar.
Út frá því megi færa rök fyrir því að
inn í eignasöfn þeirra henti ágæt-
lega óskráðar fjárfestingar sem oft
feli í sér langtímabindingu og tak-
markaðan seljanleika til skemmri
tíma. „Fyrir þá aðila sem við önn-
umst eignastýringu fyrir í dag tel ég
núverandi þak ekki takmarkandi
þátt en vissulega getur staðan verið
mismunandi eftir sjóðum. Þar spila
inn í þættir eins og núverandi hlut-
fall og skuldbindingar í óskráðum
eignum, hvort sjóðurinn sé að
greiða meira út heldur en iðgjöld
sem koma inn svo og aldurssam-
setning sjóðfélagahóps,“ segir hann.
Harpa Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri LSR, segir að hlutfall óskráðra
eigna af fjárfestingum fyrir A- og
B-deild LSR sé undir 10 prósentum
og því séu reglur um 20 prósenta
hámark ekki takmarkandi fyrir
sjóðinn. Hvað LSR varðar sé því
engin sérstök þörf á að hækka þetta
hámark.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
segir að 20 prósenta hámark á
óskráðar eignir hamli ekki virkri
eignastýringu sjóðsins. Breytt hlut-
fall sé því ekki aðkallandi fyrir sjóð-
inn. Í svari við fyrirspurn segir að
hámarkið kunni að takmarka virka
eignastýringu annarra lífeyrissjóða
sem séu með annars konar eigna-
samsetningu og því geti verið rök
fyrir því að endurmeta hlutfallið.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
hafi, eins og aðrir fjárfestar, hags-
muni af því að sem flestir fjárfestar
geti tekið virkan þátt í viðskiptum,
þar með talið með óskráðar eignir.
„Það er mikilvægt að stjórnvöld
geti á hverjum tíma fært fram góð
rök fyrir þeim takmörkunum sem
lífeyrissjóðum eru settar við eigna-
stýringu. LV styður því eðlilega
opna umræðu um nefnd mörk. Í
þessu sambandi er vert að hafa í
huga að hagsmunir lífeyrissjóða eru
mismunandi þegar kemur að þörf
fyrir auðseljanlegar eignir en það er
ein af röksemdunum fyrir tilteknu
hámarki á óskráðar eignir.“ n
Svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga í
óskráðum eignum naumt skammtað
HS Orka flokk
ast sem óskráð
fjárfesting.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Aukin umsvif í innviðum
gætu dregið úr umsvifum
á hlutabréfamarkaði
Ólafur Sigurðsson, fram
kvæmdastjóri Birtu, segir að
ef lífeyrissjóðir gætu fjárfest
í ríkari mæli í innlendum inn
viðum gæti það leitt til þess
að umsvif þeirra á innlendum
hlutabréfamarkaði minnkuðu.
„Það gæti dregið úr samþjöpp
un eignarhalds hjá lífeyris
sjóðum á skráðum fyrirtækjum
í Kauphöll,“ segir hann.
10 Fréttir 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR