Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 19

Fréttablaðið - 24.11.2021, Page 19
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2021 Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir að öryggi fólks sé númer eitt, tvö og þrjú og það sé ýmislegt sem þurfi að huga að til að lágmarka hættu á eldsvoða yfir jólahátíðina. Markmiðið er alltaf að það verði ekkert að gera hjá slökkviliðinu á þessum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN thordisg@frettabladid.is Í dag er 24. nóvember. Það þýðir aðeins eitt: að aðfangadagur jóla rennur upp eftir sléttan mánuð, þann 24. desember. Þótt jólin séu alltaf jafn löng, eða þrettán dagar í íslenskum sið, eru jólin í ár stutt þegar kemur að frídögum á milli jóla og nýárs. Aðfangadagur er á föstudegi og heilagir jóladagar á eftir lenda á helgi. Þá verður gamlársdagur líka á föstudegi og nýársdagur á laugar- degi, en auka frídagur gefst sunnu- daginn 2. janúar, fyrir þá sem vinna ekki vaktavinnu. Næstu jól verða svo enn styttri, þegar áramót lenda á laugardegi og sunnudegi. Í seinni tíð hefur stundum verið talað um atvinnurekendajól þegar aðfangadag ber upp á föstudag, því fyrir þá sem vinna til hádegis á aðfangadag en eiga frí um helgar verða slík jól bara hálfur aukafrí- dagur. Brandajól þykja flestum best. Það eru jól sem falla þannig við sunnudaga að margir helgidagar verða í röð; upphaflega þegar jóladag bar upp á mánudag. Árið 1770 var af tekið að hafa stórhátíðir þríheilagar, en fram að því fékk fólk frí á þriðja í jólum. Þá varð fjórheilagt ef sunnudag bar upp á aðfangadag og kallað litlu branda- jól, en stóru brandajól ef þriðja í jólum bar upp á sunnudag. ■ Mánuður í jól Sléttur mánuður er í að kirkjuklukk- ur Dómkirkjunnar hringi inn jólin. Eldvarnafræðsla aldrei mikilvægari Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna kynnir eld- varnir heimilisins fyrir grunnskóla- börnum og fjölskyldum þeirra fyrir hver jól. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa öryggisatriðin á hreinu um jólin, en ungt fólk mætti sinna eldvörnum betur. 2 Förum varlega með eld um hátíðirnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.