Heilsuvernd - 01.03.1949, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.03.1949, Blaðsíða 17
Björn L. Jónsson: Vörn og orsök krahbameins Grein sú, sem hér fer á eftir og er hin fyrsta í greinaflokki um krabbameinið, lýsir útbreiðslu þess meðal ýmissa þjóða og aukningu þess síðustu áratugina. Af henni verður ljóst, að krabbameinið er menningarsjúkdómur, þekkist varla eða ekki meðal frumstæðra þjóða, sem halda fast við frumstæðar lífsvenjur, en fylgir dyggilega í kjölfar menningarinnar og eykst jafnt og þétt með vaxandi menn- ingarháttum. 1 næstu grein verður sýnt fram á, að krabbameinið stendur í nánu sambandi við mataræði manna og lifnaðarhætti, rætt um smitnæmi, arfgengi o. fl., og loks skýrt frá því, hvernig auðvelt er að framleiða krabbamein í tilraunadýrum, bæði útvortis og inn- vortis. Má telja þær tilraunir lykilinn að gátu allra krabbameins- sjúkdóma. 1 þriðju greininni verða raktar orsakir nokkurra útvortis og innvortis krabbameina og þáttur ýmissa eiturefna í myndun þeirra, svo sem tóbaks, áfengis, lyfja o. fl., ennfremur heitra drykkja. 1 fjórðu greininni, sem væntanlega verður sú síðasta í greina- flokki þessum, verður skýrt frá orsökum innvortis lcrabbameins og brjóstakrabba. Þá verður rætt um áhrif næringarinnar og lifnaðar- háttanna, ýmsar lækningaaðferðir og árangur þeirra, náttúrlegar lækningaaðferðir og loks varnir gegn myndun krabbameina. Heimildir höfundar eru aðallega bækur og ritgerðir eftir erlenda fræðimenn, þeirra á meðal marga heimskunna lækna og vísinda- menn. Og eins og lesandinn mun fljótt sannfærast um, er hér ekki verið að bera á borð neinar órökstuddar fullyrðingar út í loftið eða haldlausa hugaróra. Hér eru á ferðinni blákaldar, óvéfengjan- legar staðreyndir, sem á óskiljanlegan hátt virðast hafa farið fram- hjá flestum læknum, og augljósar ályktanir, sem rökrétt hugsun getur ekki komizt hjá að draga út af þessum staðreyndum.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.