Heilsuvernd - 01.03.1949, Blaðsíða 23

Heilsuvernd - 01.03.1949, Blaðsíða 23
HEILSUVERND 15 eða eitthvað í þeim, sem þessum mismun veldur — og það er erfitt að hugsa sér annað en að svo sé. Nú vill svo vel til, að vísindamaðurinn Mac Carrison, sem nefndur var hér á undan, hefir sannað með tilraunum á dýrum, að með mataræði líku því, sem tíðkast meðal ýmsra þjóða eða þjóðflokka, má framleiða í tilraunadýrunum áþekkt heilsufar — sjúkdóma eða sjúkdómaleysi — og þessar þjóð- ir eiga við að búa. M. a. hefir honum tekizt að framleiða krabbamein á þennan hátt. (Sjá greinina „Heilbrigð þjóð“ í Heilsuvernd 3. hefti 1946). Það virðist því engum blöðum um það að fletta, að krabbameinið, eins og raunar flestir aðrir sjúkdómar, stafi af röngum lifnaðarháttum. Flestir tala um það sem dular- fullan sjúkdóm, sem sé einhver mesta ráðgáta lækna- vísindanna. En slíkt er hinn mesti misskilningur. Orsakir margra krabbameinstegunda eru vel þekktar og vel við- ráðanlegar, og m. a. út frá þeim má leiða sterk rök — ef ekki sannanir — að því, hvernig önnur krabbamein verði til og hvernig hægt sé að útrýma þeim. TANNSKEMMDIR GETA GRÓIÐ. Nýlega er komin út í SvíþjóS bók um verndun tannanna, eftir þekktan visindamann, prófessor Sten Forshuvud. Hann er sérfræð- ingur í tannsjúkdómum og hefir getiS sér orSstír utan SvíþjóSar fyrir rannsóknir sínar. Hann hefir sannað, að tannglerungurinn er lifandi vefur með þétt- riðnu háræðaneti og efnaskiptum, gagnstætt því, sem hingað til hefir verið talið. Af þessu leiSir, að tannskemmdir eiga að geta gróið, að áliti höfundarins, ekki þó á þann hátt, að holur í tönnum fyllist, heldur myndist ný glerungshúð. Prófessor Forshuvud segir frá því í bók sinni, að í Englandi hafi verið gerðar rannsóknir, sem sýni, að börn með heilar tennur hafi mun meiri viðnámsþrótt gegn næmum sjúkdómum en börn með skemmdar tennur, og fái siður fylgikvilla eða önnur eftirköst, ef þau veikjast á annað borð. Ennfremur séu tannhraust börn yfirleitt fjörugri, þekkari, jafnlyndari og heilbrigðari en önnur börn. Þá segir prófessorinn, að fullheilbrigður maður geti ekki haft tannátu.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.