Heilsuvernd - 01.03.1949, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.03.1949, Blaðsíða 16
8 HEILSUVERND það allítarlegt mál. Hefst nú hér í heftinu greinaflokkur um þetta efni, og munu lesendur sannfærast um, að lestri þeirra loknum, að krabbameinið er sízt dularfyllra en aðrir sjúkdómar, að orsakir þess eru augljósar og við- ráðanlegar og hverjum manni í sjálfsvald sett að sneiða hjá þeim. Það er eðlilegt, að menn óttist það, sem þeir skilja ekki og fá ekki við ráðið. Þessar greinar ættu því að létta þungu fargi af hugum manna, og mönnum ætti að verða ljóst, að það er undir hverjum einum komið, hvort hann á að geta tekið undir með enska skurðlækninum Lane (sjá 1.-2. hefti 1948) og sagt: „Eg mun ekki deyja úr krabba.“ HVÍTKÁL 1 SKYRMYSU. Síðastliðið haust gerði Barði Brynjólfsson, málarameistari á Akureyri, tilraun með geymslu á hvitkáli í skyrmysu. Fer hér á eftir lýsing Barða á aðferðinni: „Eg læt skyrmysuna í tunnu þá, sem geyma á kálið í. Tek kál- höfuðin sundur blað fyrir blað. Ef óhreinindi eru á blöðunum, skola ég þau af, en að öðru leyti er kálið ekki þvegið. Kálblöðin legg eg svo niður í tunnuna, og þegar nóg er komið, set ég tréhlemm, sem smágöt eru boruð á og fellur innan i tunnuna, ofan á kálið og þungt farg þar á ofan. Eftir nokkra daga hefir kálið þjappazt saman og sigið, og þá er hægt að bæta í tunnuna. Nokkrum dögum síðar létti ég fargið og hef það aðeins 3 til 4 kg. En ávallt verður að gæta þess, að fljóti vel yfir. Til þess að efni þau, sem síast kunna úr kálinu út í sýruna, fari ekki forgörðum, notum við hana jafnóð- um og kálið eyðist saman við volgt vatn til drykkjar, og þykir okkur það ákaflega Ijúffengur drykkur.“ 1 marzmánuði sendi Barði sýnishorn af kálinu og sýrunni til Reykjavíkur, og var því komið til Sigurðar H. Péturssonar, gerla- fræðings, við Atvinnudeild Háskólans. Rannsakaði hann góðfúslega sýnishornið, sem reyndist innihalda hreinan skyrgerlagróður, og sýrustigið reyndist mjög hæfilegt (4.1). Eftir þessu að dæma virðist hér vera fundin tilvalin aðferð til geymslu á hvítkáli, og á Barði Brynjólfsson miklar þakkir skildar fyrir þessa tilraun. En Sig. H. Pétursson vakti athygli á því, að í þessu væri mest komið undir því, að hægt væri að fá góða skyrmysu. Að öðru leyti er óhætt að mæla sem bezt með þessari geymsluaðferð og með neyzlu hvítkáls verk- aðs á þennan hátt.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.